Fréttablaðið - 01.10.2010, Side 16

Fréttablaðið - 01.10.2010, Side 16
16 1. október 2010 FÖSTUDAGUR Ragnar vonast til þess að þegar orkumál leysist verði um tvö ár þar til framleiðsla geti hafist í fyrsta áfanga álvers, en segir ekki hægt að slá neinu föstu. „Það eru allar efnahagslegar forsendur til að fara af stað fljótlega og ég bind vonir við að samræmingarverk- efni iðnaðarráðherra muni verða til þess að koma málinu af stað.“ Enn virðist töluvert vera í land varðandi álverið og óvissuþætt- irnir margir. Orkuöflun er þar efst á blaði, en aðgangur að fjár- magni til virkjunarframkvæmda gæti einnig sett strik í reikning- inn. Þá eru sem fyrr harðar deilur í samfélaginu um það hvort stóriðja sé svarið til að koma hjólum efna- hagslífsins í gang á ný, eða hvort svarið leynist á öðrum sviðum. Enn er ekki búið að taka af öll tví- mæli um framgang álversins og þar til orkuöflun er trygg munu þaksperrurnar í Helguvík standa berar enn um sinn. FRÉTTASKÝRING: Hvar stendur Helguvíkurálverið? Tafir á álversframkvæmd- um í Helguvík má helst rekja til vandræða við orkuöflun. HS Orka bíður virkjunarleyfis á Reykja- nesi og OR hefur enn ekki lokið fjármögnun í Hvera- hlíð. Forstjóri Norðuráls gagnrýnir seinagang um- hverfisráðherra. Framkvæmdir við fyrirhugað álver Norðuráls í Helguvík hafa verið í biðstöðu um nokkra hríð þar sem lítið virðist þokast. Málið má rekja aftur til árs- ins 2005 þegar Norðurál, Hita- veita Suðurnesja og Reykjanes- bær undirrituðu viljayfirlýsingu um að skoða möguleikana á álveri í Helguvík. Fyrsta skóflustungan var tekin árið 2008, en nú stendur í Helguvík stálgrind kerskála og eru framkvæmdir þar í algjöru lág- marki. Norðurál stefnir þó ótrautt að álveri með 360.000 tonna fram- leiðslugetu sem muni rísa í fjórum 90.000 tonna áföngum. Hver bendir á annan Talsmenn álvers hafa lagt áherslu á þýðingu stóriðju og framkvæmda fyrir Suðurnes, sem býr nú, sem lengi fyrr, við mesta atvinnuleysi á landinu. Þeir hafa mætt einarðri and- stöðu umhverfisverndarsinna og annarra sem hafa efasemdir um stóriðju auk þess sem misvísandi skilaboð berast frá aðstandendum verkefnisins þar sem enginn vill meina að ferlið strandi hjá sér. Ríkisstjórninni hefur verið legið á hálsi að hafa ekki lagst með full- um krafti á árarnar, en hét því þó í stöðugleikasáttmála við aðila vinnumarkaðarins að: „greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda sbr. þjóðhagsáætlun, s.s. fram- kvæmda vegna álvera í Helguvík og Straumsvík.“ Þá var undirritaður fjárfesting- arsamningur milli Norðuráls og ríkisins í ágúst 2009. Ráðherra kallaði einnig til fund- ar fyrir um mánuði þar sem allir hagsmunaaðilar, Norðurál, orku- fyrirtækin, stofnanir og sveitar- félög, hittust til að reyna að eyða óvissu um verkefnið. Óvissan snýst fyrst og fremst um raforku þar sem áætlanir Hita- veitu Suðurnesja, síðar HS Orku, og Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um orkuöflun hafa ekki staðist. Orkuöflun og skipulagsmál Orkumálið er margslungið enda er orkuöflun tímafrekt ferli sem er háð opinberum leyfum, skipulags- málum sveitarfélaga, fjármögn- un virkjana og ekki síst því að vel gangi að finna orku og flytja hana til Helguvíkur. Fyrirhugaðar línulagnir mættu mikilli andstöðu, en samkomulag hefur nú tekist milli Landsnets og sveitarfélaga um leguna. OR er þegar komið með rann- sóknarleyfi í Hverahlíð, þar sem hún áformar að sækja 100Mw fyrir Norðurál. Sveitarfélagið Ölfus hefur gefið leyfi til að bora þar, en OR á enn eftir að fá fyrirhuguð mannvirki inn í deiliskipulag. Einnig á eftir að ljúka fjármögn- un fyrir þær framkvæmdir, en gangi það allt upp miðar OR við að geta afgreitt raforku eftir tvö ár. Stækkun Reykjanesvirkjunar þar sem til stendur að fá 80Mw bíður enn virkjanaleyfis frá Orku- stofnun, en það mál er í eðlilegu ferli, samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun. Vísindamenn grein- ir á um hvort jarðhitasvæðið á Reykjanesi standi undir stækkun virkjunar og er það meðal annars til skoðunar. Þá hefur HS Orka fengið leyfi Hafnarfjarðarbæjar til tilrauna- borana í Krýsuvík, en bíður þess enn að Grindavíkurbær afgreiði skipulagsmál í Eldvörpum þar sem einnig var fyrirhugað að sækja orku til verkefnisins. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, segir í samtali við Frétta- blaðið að gangi allt upp gæti fyr- irtækið skilað tilætlaðri orku eftir um fjögur ár. „Reykjanes gæti skilað 50Mw eftir tö ár og 30Mw allt að ári seinna. Hitt veltur á því hvernig gengur með boranir, en gæti orðið árið á eftir ef allt gengur upp og ferlið verður ekki of tafsamt.“ Norðurál: Ekkert að vanbúnaði Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir fyrirtækið hafa gengið frá öllum sínum málum. „Við höfum klárað allt sem snýr að álverinu, öll leyfi og slíkt. Okkur er því ekkert að vanbúnaði með að fara af stað. Við bíðum eftir stað- festingu frá orkufyrirtækjunum, sérstaklega HS Orku um orkuaf- hendingu.“ Ragnar segir OR hafa uppfyllt sína samninga varðandi fyrsta áfanga og vinna sé í fullum gangi fyrir næstu skref. HS Orka hafi ekki getað klárað sitt, m.a. vegna leyfa og breytinga á eignarhaldi fyrirtækisins. „Það hafa verið tafir á leyfis- ferlum í tengslum við verkefnið, bæði hvað varðar skipulagsmál og annað, líkt og virkjanaleyfi út af stækkun á Reykjanesvirkjun. Þá má nefna rammaáætlun sem hefur verið föst í þinginu í marga mán- uði en niðurstaða hvað það varðar auðveldar alla umræðu.“ Þá segir Ragnar líka að umhverfisráðuneytið hafi ítrek- að farið langt fram úr eðlilegum tímamörkum við afgreiðslu mála. Hann tekur sem dæmi afgreiðslu á skipulagstillögum í Ölfusi sem tengist áætlunum OR. Það mál hafi borist ráðuneytinu í byrjun apríl og hefði átt að vera lokið í byrjun júlí. „Nú, þremur mánuðum eftir að ráðuneytið átti að klára málið, er ráðherra allt í einu vanhæfur. Það hefði mátt sjá strax í apríl en núna veit enginn hvenær þessu máli lýkur enda mörg brýn verk- efni sem hvíla á nýjum velferðar- ráðherra.“ Orkuöflun til Helguvíkur enn óleyst Í HELGUVÍK Þaksperrur fyrirhugaðs kerskála álversins eru komnar upp en líklega verður enn bið á framkvæmdum þar til orkumál eru útkljáð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is Í samningum Norðuráls við HS og OR frá árinu 2007 er gert ráð fyrir að HS afhendi allt að 150Mw og OR 100Mw fyrir fyrsta áfanga versins árið 2010. Heildarorkuþörf fyrir 360.000 tonna álver er 625Mw. Orkuþörf álvers 2005 maí 2006 apríl 2007 apríl 2008 mars júní september 2009 júní ágúst 2010 ágúst Álver í Helguvík: Frá ári til árs 15. maí 2005: Century Aluminum, Reykjanesbær og Hitaveita Suður- nesja hefja könnun á möguleikum á álveri Norðuráls í Helguvík. Þetta eru fyrstu staðfestu fregnirnar um væntanlegt álver. 27. apríl 2006 Lóðarsamningur undirritaður milli Norðuráls og Reykjanesbæjar. Með því tryggir Norðurál sér lóð, ásamt því að semja um gjöld til Reykjanesbæjar. 23. apríl 2007 Samningar um orkusölu milli Hitaveitu Suðurnesja og Norðuráls. Þessi samningur var undirritaður í kjölfar viljayfirlýsingar milli Norðuráls, HS og Orkuveitu Reykjavíkur, sem undirritaði orku- sölusamning nokkrum vikum síðar.12. mars 2008 Reykjanes- bær og Sveitarfélagið Garður veita Norðuráli byggingarleyfi fyrir álveri. Tveimur dögum síðar hófust undirbúnings- framkvæmdir í Helguvík. 6. júní 2008 Fyrsta skóflustunga tekin að álveri í Helguvík. Ráðherrar, bæjarstjórar og þingmenn svæðisins tóku þátt í athöfninni þar sem andstæðingar álversins mótmæltu harðlega. 10. september 2008 Norðurál fær starfsleyfi frá Umhverfis- stofnun. 25. júní 2009 Stöðugleikasátt- málinn undirritaður. Þar kveður á um að Helguvíkurálveri verði unnið brautargengi . 7. ágúst 2009 Iðnaðarráðherra og forsvarsmenn Norðuráls undirrita fjárfestingarsamning . 30. ágúst 2010 Iðnaðarráðherra stendur fyrir samstarfsfundi með Norð- uráli, orkufyrirtækjunum, sveitarfélögum og stofnunum, til að ræða stöðu mála og eyða óvissu varðandi framhaldið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.