Fréttablaðið - 01.10.2010, Side 32

Fréttablaðið - 01.10.2010, Side 32
 1. október 2010 FÖSTUDAGUR2 Ævintýravagninn , leiklistarsmiðja fyrir börn 8 til 12 ára, fer fram í Gerðubergi sunnudaginn 3. október frá 14 til 16. Smiðjan er samvinnu- verkefni Gerðubergs og Möguleikhússins. www.gerduberg.is Unglingarnir í æskulýðsfélagi Vopnafjarðarkirkju hafa haft kappnóg að gera síðan vinavikan hófst á Vopnafirði á þriðjudag. „Þá fórum við á stjá klukkan 5 að morgni og límdum hjörtu á öll hús bæjarins meðan íbúarnir sváfu. Á þau völdum við ýmsar tilvitn- anir eins og „kærleikurinn öfund- ar ekki“ og „sannur vinur talar vel um okkur“. Það vakti mikla ánægju, og einnig skreyttum við fyrirtækin, sem hefur lífgað mjög upp á bæinn,“ segir Matthildur Ósk Óskarsdóttir sem hefur orð fyrir hópnum sem á miðvikudag gekk í öll hús Vopnafjarðar með djús, kærleikskex, dans og söng. „Í gær vorum við með skrúð- göngu fyrir leikskólabörn og aðra bæjarbúa og í dag verðum við með ýmsar óvæntar uppákomur eins og að hjálpa fólki að raða í poka, bjóðum upp á frítt knús og heim- sækjum gamla fólkið á hjúkrunar- heimilinu sem hefur orðið hissa á öllum skreytingunum. Við ætlum því að knúsa þau vel, syngja fyrir þau og spjalla. Á Vopnafirði eru enda mikil samskipti milli kyn- slóða og allt mjög vinalegt,“ segir Matthildur um bæinn sinn sem er greinilega réttur staður fyrir vin- aviku. „Vopnfirðingar eru mjög miklir vinir og hér er enginn ókunnug- ur. Allir fá hjarta og enginn verð- ur skilinn útundan, því við förum til allra,“ útskýrir Matthildur sem hvergi vildi annars staðar vera en unglingur á Vopnafirði, en hún er nú fimmtán ára í 10. bekk. „Bærinn er hæfilega stór, allir þekkja alla og alltaf einhver til staðar. Eini gallinn er að þurfa mjög snemma að heiman ef maður ætlar að mennta sig áfram. Mér finnst ég alls ekki nógu gömul til að búa ein fjarri fjölskyldu minni og á eftir að koma oft heim, en held ég læri mikið á því að búa á heimavist,“ segir Matthildur sem ætlar á íþróttabraut Verkmennta- skólans á Akureyri eftir 10. bekk. „Á sunnudag verður lokahátíð vinavikunnar sem er kærleiks- maraþon. Þá munu bæjarbú- ar heita á okkur að vera góð frá klukkan 12 til 17, en áheitum söfnum við til að komast á Lands- mót æskulýðsfélaga kirkjunnar á Akureyri í október. Við munum því ganga í öll hús til að vaska upp, brjóta saman þvott, ryksuga, fara út með rusl eða þvo glugga, og á sama tíma verður opið hús í safnaðarheimilinu þar sem við gefum öllum nýbakaðar vöfflur, og heimsendum vöfflur til þeirra sem komast ekki til okkar,“ segir Matthildur, sem eins og aðrir í æskulýðsfélaginu hefur lagt mikla vinnu á sig vegna vinavikunnar. „Sunnudagurinn verður stremb- inn en við sofnum sæl að kvöldi. Þetta er skemmtilegur dagur og allir velkomnir, enda mikil stemning að stíga inn í vinalegt andrúmsloftið,“ segir Matthildur og minnir fólk á að vera jákvætt, brosa og heilsa náunganum. „Líka þótt efnahagsmálin séu ekki góð, eins og við sjáum hér á Vopnafirði þar sem íbúum fer fækkandi. Því þótt ekki sé til mikið af peningum er fólk samt ríkt af vinum. Því skulum við bara reyna að brosa og hafa gaman af lífinu saman.“ thordis@frettabladid.is Vinavikuna unnu krakkarnir með hjálp Stefáns Más Gunnlaugssonar, sóknarprests Vopnafjarðarkirkju. Matthildur er sú sem hæst stendur. MYND/STEFÁN MÁR GUNNLAUGSSON Flensborgardagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, verður veislustjóri og afhjúpar skilti í and- dyri. Trúbador tekur lagið, boðið verður upp á veitingar og Flens- borgarkórinn tekur lagið. Menntamála- og heilbrigðisráðherra verða meðal gesta og ræsa göngu nem- enda og starfsfólks um bæinn. Klukk- an tólf verður skemmtidag- skrá á Víði- staðatúni. flensborg.is Sannur vinur vill þér vel Faðmlög, hjörtu á gluggum, heimsendar vöfflur, jákvæðni, kveðjur og bros ráða nú ríkjum á Vopnafirði, þar sem unglingar bæjarins standa fyrir vinaviku sem nær hámarki með kærleiksmaraþoni á sunnudag. NÝR TÖFRADRYKKUR FRÁ MYSECRET KYNNING: Í dag 1. október kemur nýr drykkur á markað frá hinu vinsæla vörumerki My Secret. Út frá hinni miklu velgengni My Secret kemur út nýr drykkur undir nafninu „Beat the body with goji“. Þetta er mjög öflug 5 daga hreinsun og byggist drykkurinn á grunndrykknum aada ásamt goji berjum, rauðrófum, bláberjum og cayenne pipar. Engifer eykur hitastig líkamans og eykur þannig grunnbrennslu líkamans. Brýtur niður eggja- hvítu og fituríka fæðu sem styður við meltinguna. Engiferdrykkurinn aada hefur heldur betur slegið í gegn og það besta við drykkinn er hvað hann er að virka vel á ýmsa kvilla hjá fólki og má þar helst nefna gigt og bólgur. Hann virkar hjá mörgum vatnslosandi og hefur hjálpað mörgum við meltingar- vandamál. Nú svo gefur engifer aukna orku og þol. Annars fáum við að heyra á degi hverjum magnaðar sögur frá fólki sem er að upplifa betri heilsu af neyslu drykksins. Þó svo að stór hluti af viðskiptavinum hafi í upphafi verið konur þá eru karlarnir farnir að viðurkenna að þeir drekki drykkinn því þeir heyri að hann hafi hjálpað mörgum. Það er óhætt að segja að þegar notað er ferskt hráefni, án allra aukaefna verður virknin svo öflug að hún getur klárlega stuðlað að bættri heilsu og vellíðan. 2 glös á dag ( 200 ml ) 1 á fastandi maga á morgnana 1 seinnipartinn 3 glös (130 ml) á dag 1 á fastandi maga á morgnana 1 á hádegi 1 seinnipartinn Gojiber Gojiber Gojiber gifer Rauðrófur Rau Bláber Mynta Mynta Hrásykur Lime ayenne pipar ojiber Engi Engifer Rauð Bláber My Hrásykur Hrásyk Lime Lime Cayenne p Mataræði á meðan 5 daga hreinsunin fer fram Lögð er áhersla á að meðan drykkurinn er drukkin er mikil- vægt að huga vel að mataræðinu og leggja áherlsu á ferskt hráefni (óunnin mat) grænmeti, ávexti, enga hveitivörur, ferskur fiskur og kjúklingur í lagi. Heilsudrykki má finna á heimasíðunni og eru þeir án mjólkurvara. Ábendingar • Drykkurinn er 5 daga hreinsun og á að notast sem slíkur. • Drykkurinn er sterkur! Ef þér finnst aada sterkur þá rífur þessi mun meira í. • Ekki er ráðlegt að drekka aada á meðan. • Drykkurinn er ekki ætlaður börnum. • Ekki ætlaður barnshafandi konum né konum með barn á brjósti. TAKMARKAÐ MAGN ATH! Aðeins 15,000 flöskur. eða

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.