Fréttablaðið - 01.10.2010, Page 38

Fréttablaðið - 01.10.2010, Page 38
4 föstudagur 1. október núna ✽ forvitni er góð oasis Kringlu oasis Smáralind oasis Debenhams Haustsprengja í fullum gangi 50 – 70% afsláttur af völdum haustvörum Kauptu tvö stykki af eldri útsöluvörum og fáðu þriðja stykkið frítt* *þú færð ódýrustu flíkina fría, gildir ekki í Oasis Debenhams Undanfarna mánuði hefur hver tískuvikan tekið við af annarri og hönnuðir frumsýnt nýjar og fallegar línur fyrir sumarið 2011. Þó fötin séu í aðalhlutverki á sýn- ingapöllunum skiptir hár og förðun engu minna máli og fer mikill tími í að fullkomna hvort tveggja. Það ver gaman að skyggnast bak við tjöldin á nýyfirstaðinni tískuviku í London og sjá hárgreiðslurnar sem fyrirsæt- urnar bera. - sm Hártískan á tískuvikunni í London: Fjölbreytileg og flott É g er bara í stuttri heimsókn hér heima og er að vinna tvö verkefni, eitt fyrir 66 gráður norður og annað fyrir Kron Kron,“ segir ljósmyndarinn Saga Sig sem búsett er í London þar sem hún stundar nám í tískuljósmyndun. Saga hefur áður myndað fyrir íslenska tískumerkið Kron Kron og segir alltaf jafn gaman að taka að sér verkefni fyrir það. „Eigend- urnir eru svo yndislegir og ég er líka mjög hrifin af hönnun þeirra þannig að það er alveg ótrúlega gaman að vinna fyrir þau,“ segir Saga og bætir við: „Ég hef aftur á móti aldrei unnið fyrir 66 gráð- ur norður áður og var þess vegna mjög spennt fyrir því verkefni.“ Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Stefánsson, kenndur við Retró Stefson, og uppistandarinn Saga Garðarsdóttir sátu fyrir á mynd- unum og verður forvitnilegt að sjá útkomuna þegar þar að kemur. Saga hefur verið á stöðug- um þönum við að sinna hinum ýmsu verkefnum og nýlega dvaldi hún í þrjár vikur í Peking í Kína þar sem hún myndaði tískuþátt fyrir þarlent blað. „Það var ótrú- lega gaman að ferðast til annarr- ar heimsálfu og sjá hvað er að gerast í tískunni þar. Þetta var mjög ólíkt öllu því sem ég er vön og mér fannst skrítið hvað fólkið var afturhaldssamt,“ segir Saga. Saga segist nú ætla að taka sér frí frá verkefnum og einbeita sér að skólanum, en hún mun út- skrifast sem tískuljósmyndari næsta vor. Innt eftir því hvað taki við eftir útskrift segist Saga gjarn- an vilja halda áfram námi. „Mér finnst mjög gaman í skóla og mig langar að sækja um í meira nám. Mig langar líka svolítið að klára listfræðina, en ég byrjaði í henni árinu áður en ég flutti út til London. En ætli ég verði ekki eitt- hvað áfram úti, óháð því hvað ég fer að gera að námi loknu, mark- aðurinn er nefnilega svo lítill hér heima,“ segir þessi hæfileikaríki ljósmyndari að lokum. - sm Ljósmyndarinn Saga Sig hefur næg verkefni: ÞEYSIST Á MILLI LANDA OG MYNDAR Stutt og laggott Stutt hár er mikið í tísku um þessar mundir enda eru stutt- ar greiðslur eins og þessi mjög töff. Elvis- toppurinn gerir greiðsluna líka enn sval- ari. NORDICPHOTOS/GETTY Rómantísk fljóð Fyrirsætur baksviðs við sýningu Emilio de la Morena á tískuvikunni í London voru með fallega uppsett hár og einfalt en rómantískt hárskraut. Fallegt og klassískt. Eftirsóttur ljósmyndari Saga Sig er einn eftirsóttasti ljósmyndari landsins þrátt fyrir ungan aldur. MYND/SAGA SIG Blásið og túberað Stór og flott hárgreiðsla í anda brúðar Franken- steins. Menn þurfa að vera óhræddir við hár- sprey vilji þeir leika þetta eftir. Á KÖLDUM HAUSTKVÖLDUM er gott að koma sér vel fyrir inni í hlýrri stofu við fallega birtu frá lampa, kertaljósi eða ljósaseríu. Heitt kakó, teppi og góð bók fullkomna svo kvöldstundina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.