Fréttablaðið - 01.10.2010, Síða 42

Fréttablaðið - 01.10.2010, Síða 42
8 föstudagur 1. október ✽ b ak v ið tj öl di n Uppáhaldsdrykkurinn? Það er Cap- hrina. Uppá- haldsstað- urinn? Sosua Beach í Dominicana, það er ótrú- lega fallegt þar. Besti tími dags? Nóttin. Uppáhaldsflíkin? Það eru nýju leðurbuxurn- ar mínar! Besti kostur þinn? Ég er mjög jákvæð. María Birta Bjarnadóttir er tuttugu og tveggja ára, rekur tvær tískuverslanir á Laugaveginum, sinnir fyrirsætustörfum í hjá- verkum og fer með hlut- verk í kvikmyndinni Óróa sem frumsýnd verður 14. október næstkomandi. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Anton Brink U pphafið að versl- unarrekstri Maríu Birtu var óvænt og kom til þegar hún lá veik heima frá skóla og ákvað að stofna uppboðssíðu á samskiptavefnum Myspace í stað þess að láta sér leiðast. Hún seg- ist vera þannig gerð að hún þurfi alltaf að hafa nóg fyrir stafni og helst gera tvo hluti í einu. Á þess- um tíma stundaði María Birta nám við Menntaskólann í Hamra- hlíð þar sem hún lagði meðal ann- ars stund á rússnesku, frönsku, spænsku og leiklist. „Ég veiktist illa og var frá skóla í tvær vikur. Ég á erfitt með að liggja aðgerðalaus og slappa af og ákvað ég þess vegna að stofna uppboðssíðu á Myspace og selja föt og fylgihluti. Ég átti rosalega mikið af fallegum hlutum sem ég notaði aldrei, til dæmis stórt safn af skóm í stærðum sem ég passaði ekki í, og ákvað að selja eitthvað af þessu dóti á Myspace. Þetta byrjaði sem pínulítill snjóbolti sem síðan stækkaði og stækkaði og áður en ég vissi af var ég komin í fulla vinnu við þetta,“ útskýrir María Birta. Hún segir vinnuna í kring um síðuna hafa verið mun meiri en hún hefði gert sér grein fyrir í byrjun og oft sat hún heilu næturnar við tölvuna og vann. LÆRÐI SMÁTT OG SMÁTT María Birta opnaði verslunina Vintage í lok maí árið 2007 á efri hæð húsnæðis við Laugaveg og rak verslunina þar í nokkurn tíma. Hún segist lítið hafa kunnað til verka þegar hún hóf reksturinn en var fljót að læra og er nú reynsl- unni ríkari. „Ég vissi ekkert um verslunarrekstur þegar ég byrjaði,“ segir hún og hlær. „Þegar ég flutti inn mína fyrstu stóru sendingu var ég spurð af tollverði hvort toll- krítin mín væri opin. Ég hafði ekki hugmynd um hvað tollkrít var og svaraði bara játandi. Sem betur fer reyndist það svar svo rétt, en það var alls konar svona rugl sem ég var að lenda í fyrstu árin. Það eina sem ég vissi þegar ég byrjaði var að ég vildi veita góða þjónustu og svo sat ég bara í súpunni með af- ganginn.“ Haustið 2008 flutti Vintage í nýtt og betra húsnæði ofar á Laugaveg- inum og segir María Birta það hafa skipt sköpum um hvort verslun- in færi á hausinn eða ekki enda hafi verið erfitt að reka verslun sem var jafn falin og Vintage var. Stuttu eftir flutningana ákvað hún að opna skóbúð og gekk rösklega til verks. „Ég fékk þá flugu í haus- inn að það yrði gaman að opna skóbúð og beit það fast í mig. Dag- inn eftir fann ég hentugt húsnæði og daginn eftir það var ég búin að skrifa undir leigusamninginn,“ segir hún brosandi. María Birta segir „second hand“ fatamarkaðinn erfiðan og því ákvað hún að loka Vintage um leið og tækifæri gafst og einbeita sér þess í stað að rekstri skó búð- arinnar Maníu. Í sumar opn- aði hún svo fataverslunina Elítu sem hefur verið lokað í skamm- an tíma vegna endurbóta. Þegar María Birta er spurð hvort hún sé komin á rétta hillu í lífinu svar- ar hún neitandi. „Ég held ég yrði ekkert sérstaklega ánægð væri ég orðin sjötug og þetta væri það eina sem ég hefði gert í lífinu, ég vil frekar líta á þetta sem erfitt en skemmtilegt tímabil heldur en framtíðarstarf.“ EKKI SPÉHRÆDD María Birta hefur sinnt fyrirsætu- störfum frá sjö ára aldri og hefur auk þess leikið í fjölda sjónvarps- auglýsinga. Hún segir fyrirsætu- starfið skemmtilegt enda hafi hún fengið að ferðast mikið vegna starfsins. „Pabbi minn er ljós- myndari og var alltaf með mynda- vélina á lofti. Ég held að það hafi kannski sitt að segja um hvað ég er örugg fyrir framan myndavélar. Ég er alveg laus við feimni þegar verið er að mynda mig, en mér hefur aftur á móti aldrei liðið vel á sviði,“ segir hún. María var fengin til að fara með hlutverk vandræðaunglings- ins Júditar í kvikmyndinni Óróa sem verður frumsýnd í október. Þetta er fyrsta kvikmyndahlutverk Maríu Birtu og í myndinni þurfti hún meðal annars að leika í nekt- aratriði sem hún segir hafa verið lítið mál. „Það er í gangi orðrómur um að ég hafi leikið í einni svæsn ustu kynlífssenu sem hafi sést í ís- lenskri kvikmynd, en það er ekki alveg rétt. Ég leik í nektar- atriði, en fer ekki úr brókinni og senan er alls ekki það svæsin,“ segir hún hlæjandi og bætir við. „Það væri slæmt að gera ungl- ingamynd sem væri svo bönnuð innan átján ára. En ég útiloka ekki að ég eigi einhvern tímann eftir að leika í svæsnasta kynlífsatriði sem sést hafi,“ segir hún sposk á svip. Atriðið var tekið upp í svo- kölluðu „lokuðu setti“ sem þýðir að enginn var viðstaddur tökurn- ar nema leikstjórinn og helstu að- stoðarmenn hans. „Ég er alls ekki spéhrædd þannig að mér fannst þetta ekkert tiltökumál. Það sem mér fannst erfiðast var að fram- kalla þennan neista sem átti að vera á milli mín og mótleikarans og allt mitt fór í það.“ María Birta er stjúpdóttir Pálma Gestssonar, leikara, sem hún segir hafa hvatt sig áfram í leiklistinni. „Hann sagði mér að prófa að taka þetta hlutverk að mér og sjá svo hvað mér þætti um leiklistina eftir það. Hann varaði mig við því að þetta væri bæði erfið vinna og langir vinnudagar og það var alveg rétt hjá honum. Það er auð- velt að sitja og horfa á kvikmynd og heillast af leiklistinni, en úff, þetta er miklu meiri vinna en mann grunar.“ María segist spennt að sjá út- komuna þegar myndin verður loks frumsýnd og hefur hún lofað að bjóða móður sinni og Pálma með, enda vilji hún heyra hvað fagmanninum finnst um frammi- stöðu sína. „Hann á örugglega eftir að dæma mig í drasl, en ég mun taka mikið mark á öllu sem hann segir.“ ÆTLAR AÐ SLAPPA AF Þegar María er innt eftir því hvað hún telji að framtíðin beri í skauti sér er hún fljót til svars. „Mig langar að búa í Karíbahafinu, ég fór þangað einu sinni þegar ég var fjórtán ára og hef aldrei gleymt þeirri lífsreynslu. Mig langar líka að prófa mig meira áfram í leik- listinni, en ætli það velti ekki líka svolítið á frammistöðu minni í Óróa. Annars er ég bara að reyna að temja mér nýja siði og hægja svo- lítið á mér. Ég er alltaf að reyna að gera tvo hluti í einu og nú er ég að reyna að venja mig á að gera bara einn hlut í einu,“ segir hún að lokum kampakát. ALVEG LAUS VIÐ FEIMNI Dugnaðarforkur María Birta Bjarnadóttir segist gjarnan vilja prófa sig áfram í leik- listinni í framtíðinni en segir þá ákvörðun velta á frammistöðu sinni í kvikmyndinni Óróa. Vín & Veisla fylgir Fréttblaðinu á laugardag Auglýsendur vinsamlega hafið samband við Bjarna Þór bjarnithor@365.is 512 5471

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.