Fréttablaðið - 01.10.2010, Síða 44

Fréttablaðið - 01.10.2010, Síða 44
10 föstudagur 1. október ✽ gerðu vel við þig útlit YOUTH CODE rakagef andi andlitskrem, gefur jafnari og sléttari áferð. Húðin endur heimtir æskuljómann og verður unglegri, ljóminn endurheimtist og þreytumerki í andlitsdráttum minnka. Við notkun er kremið frískandi og gefur fyllingu. Kremið er flauelsmjúkt viðkomu og gerir húðina mjúka sem satín. Smýgur mjög hratt inn í húðina, mjög þægilegt að nota undir farða. Má nota bæði kvölds og morgna. YOUTH CODE concentrate nærir húðina samstundis og gefur henni raka. Dregur úr sýni- legum línum og öldrunarmerkjum. Hefur mjög sléttandi og styrkjandi áhrif á húðina, notist á andlit og háls, sérstaklega á þau svæði þar sem línur virðast greinilegri og húðin þarfnast auka styrkingar. Setjið svo rakakremið yfir. Ný húðlína frá L‘Oréal sem byggir á 10 ára genarannsóknum. Þessa nýja genatækni eflir hæfileika húðarinnar til að endurheimta æskuljómann. YOUTH CODE augnkrem gerir það að verkum að húðin endurheimtir æskuljómann. Hefur sléttandi áhrif á augn- svæðið, húðin virkar sléttari og fínar línur virðast grynnri. Kremið smýgur einstaklega þægilega inn í húðina og lýsir upp húðina umhverfis augun. Notist kvölds og morgna. S kórinn sem oftast er nefndur eitt mesta tískuslys sinna tíma. Skórinn sem fæstir vilja dusta rykið af. Skórinn sem Ólafur Ragn- ar í Vaktaseríunni var látinn klæðast til að gera hann sem hallærislegastan. Skórnir sem kenndir eru við Buffaló og tröllriðu tísku tíunda áratugarins. Gæti verið að þeir eða að minnsta kosti afkvæmi þykkbotna strigaskónna séu að komast aftur á tískuradarinn? Ef marka má myndir frá tískupöllunum upp á síðkastið eru skósólarnir að verða þykkari og breiðari og einn af frægari stílistum Dana, Simon Rasmussen reið á vaðið með að nota gamla Buffaló-skó af öllum stærðum og gerðum í sýningu sem hann hann hélt á tískuvikunnni í Kaupmanna- höfn. Er það sem flestir tískupekingar landsins hafa óttast að gerast. Er Buffaló-skórinn af komast aftur í tísku? Föstudagur fór einn hring í skóbúðir bæjarins og sá að nokkur afkvæmi þykkbotna skósins hafa ratað til landsins. ENDURKOMA ÞYKKBOTNA SKÓSINS ER BUFFALÓ SKÓRINN AÐ KOMAST AFTUR Í TÍSKU? YNDISLEG ILMSÁPA úr nýrri sjávarlínu L‘Occitane. Sápan er í laginu eins og björgunar- hringur og bæði ætluð konum og körlum. Buffaló-skórinn! Skórinn var til í ýmsum útgáf- um, en þessi var líklega ein sú þekkt- asta, og sú vinsælasta. Afrísk matarmenning, tíska og tónlist verður í fyrirrúmi í Kópa- voginum í dag. Skemmtunin hefst með tískusýningu í Smáralindinni á milli klukkan 16.00 og 17.00 en seinna um kvöldið verður haldin heljarinnar veisla á skemmtistaðn- um Players þar sem boðið er upp á mat frá ýmsum Afríkulöndum og skemmtilega tónlist. „Við héldum svipaða hátíð í fyrsta sinn í fyrra og móttökurnar voru það góðar að við ákváðum að end- urtaka leikinn í ár, nema nú verð- ur þetta stærra í sniðum,“ útskýr- ir Cheick Bangoura, einn af skipu- leggjendum hátíðarinnar. Cheick pantaði sérstaklega föt alla leið frá Gíneu fyrir tískusýning- una sem fram fer í Smáralindinni, en þar verða einnig þjóðbúning- ar Masaí-fólksins til sýnis. Að sögn Cheicks eru tískustraumar í Afríku ólíkir því sem viðgengst hér á landi og nefnir í því samhengi að tískan sé bæði litríkari og líflegri í Afríku. Inntur eftir því hvort hann klæð- ist sjálfur afrískri hönnun dags- daglega svarar hann því játandi og segir fötin þola vel íslenska veðr- áttu. „Það er alveg sama hvort það blæs eða rignir, þau þola þetta allt,“ segir hann og hlær. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og meðal þeirra sem munu stíga á stokk á eru Tropicalia Sveit Kristín- ar Bergsdóttur, Samúel Jón Samú- elsson BIG BAND og Hjálmar. Hægt er að kaupa miða í gegnum netfang- ið afrika-lole@hotmail.com. -sm Afrísk menning og tíska kynnt fyrir Íslendingum: Pantaði föt alla leið frá Gíneu Kynna afríska menningu Cheick Bagn- oura og félagar standa fyrir afrískri hátíð í Kópavoginum þar sem afrísk menning verður kynnt fyrir Íslendingum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Club kid“ Rasmussens Fyrirsæta á tísku- sýningu danska hönnuðarins Simons Rasm- ussen klæðist Buffaló skóm við þröngar leggings. Flottur gestur Gest- ur á tískuvikunni í London. Þessi fylg- ist greinilega vel með tískustraumunum. Flottir Þessir æð- islegu skór fást í skóverslun- inni Bianco Footwear í Kringlunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR Þægilegir Þykk- botna skór frá- Kaupfélaginu í Kringlunni. Þeir fást einnig uppháir. Með fyllta sóla Skór frá GS Skóm í Kringlunni. Þess- ir eru mjúkir og þægileg- ir og góðir fyrir þá sem eru hræddir við pinna- hæla.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.