Fréttablaðið - 01.10.2010, Page 47

Fréttablaðið - 01.10.2010, Page 47
FÖSTUDAGUR 1. 5 Óperan Rigoletto verður frumsýnd í Íslensku óperunni laugardaginn 9. okt- óber. Nær uppselt er á þær sex sýn- ingar sem eru áætlaðar. Egg og beikon, með öllu sem því fylgir, undir hádegi á laugardegi gefur orku inn í daginn og miklu betra að hefjast handa við að njóta þess að vera í fríi með þægilega fullan maga en tóman. Fjöldi veit- ingahúsa í miðbænum býður upp á vel útilátinn dögurð á helgar- matseðlinum og um að gera að fara tímanlega á fætur og athuga hvað er í boði. Á Gráa kettinum er hægt að fá egg og beikon frá klukkan 8 á laugardögum með kartöflum, tóm- atmauki, ristuðu brauði og smjöri og amerískum pönnukökum með sírópi á 1.850 krónur. Þeir sem vilja geta svo keypt sér kaffibolla á 350 krónur eða glas af nýkreistum appelsínusafa á 750. Á Tíu dropum er boðið upp á egg og beikon með kartöflum, tómöt- um, ristuðu brauði og vöfflu með sírópi á 1.690 krónur frá klukkan 10. Kaffi kostar 300 krónur. Á Geysi er opnað klukkan 11.30 og þar samanstendur morgun- verðurinn af eggjum og beikoni ásamt grillpylsum, kartöfluten- ingum, ristuðu brauði, skinku og osti, djúpsteiktum camembert, heimalöguðum jógúrtdrykk og ávöxtum, amerískum pönnukök- um með sírópi og kaffi eða tei á 1.795 krónur. emilia@frettabladid.is Dögurður í miðbænum Það getur verið vikilega gott veganesti inn í helgina að fara tímanlega á fætur á laugardagsmorgni og byrja daginn á vel útilátnum dögurði eða morgunmat á notalegum stað í miðbænum. Á Geysi er opnað klukkan 11.30.Tíu dropar eru opnir frá klukkan 10. Á Gráa kettinum er hægt að taka daginn snemma, þar er opnað klukkan 8. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kynnum nýja og glæsilega haustliti frá Shiseido Í Sigurboganum, föstudag og laugardag. LAUGAVEGI 80 TEL: 561 1330 WWW.SIGURBOGINN.IS Óvæntir litir. Falleg augu. NÝTT Glæsilegur kaupauki Laugavegi 86 • Sími 511 2004 Ný og glæsileg verslun að laugavegi 86 Langur laugardagur 15% afsláttur af völdum vörum Bo rða pan tan ir í sí ma 51 1 5 090 Upplýsingar á www.einarben.is og www.smakkarinn.is Vegna mikillar eftirspurnar hefur Veitingahúsið Einar Ben ákveðið að endurtaka 4 glös og 4 sérréttir í október

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.