Fréttablaðið - 01.10.2010, Page 48

Fréttablaðið - 01.10.2010, Page 48
„Það er nú varla að maður þori að segja frá því hver aldur verslunarinnar er,“ segir Edda Hauksdóttir sem rekur Snyrtivöruverslun- ina Stellu í Bankastæti. Verslunin var opnuð árið 1942 og Edda hefur starf- að í versluninni í rúm þrjátíu ár. Margar vörur Stellu hafa notið vinsælda í áratugi en auk snyrti- vara er oft hægt að fá franska hátískuhönnun í sokkabuxum, undirföt, toppa og öðru hverju detta inn sendingar af almennri kvenfatatísku. „Franska merk- ið Armor Lux er með línu af undirfötum úr ullar- og silkiblöndu sem nýtur mikilla vin- sælda og á nokkra fasta kúnna, sem koma aftur og aftur,“ segir Edda en línan hentar vel í íslenskri veðráttu enda konur flestar búnar að læra að það er ekki smart að vera blár af kulda. Búðarglugginn í Stellu er jafnan skreyttur með því nýjasta í sokkabuxna- og leggingsúrvali verslunarinn- ar en sokkabuxnamerkin eru fjöl- mörg og ekki af lakari gerðinni, hægt að fá hátískusokkabuxur frá hinum heimsþekkta breska hönnuði Henry Holland og Pretty Polly-línan er mjög smart. Stella verður opin á lengur á löng- um laugardegi. „Við erum í þjónustu- hlutverki svo að við höfum verslunina oft opna eins og þarf á laugardögum. Enda er mjög gaman að vera í vinn- unni, viðskiptavinirnir æðislegir og fólkið í kringum okkur.“ - jma Snyrtivöruverslunin Stella í Bankastræti var opnuð árið 1942. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sjóminjasafnið Víkin að Grandagarði 8, í húsnæði gömlu Bæjarútgerðarinnar í Reykjavík, er skemmtilegur viðkomustaður í miðborginni. Þar má sjá ýmislegt sem tengist fiskveið- um og siglingum í Reykjavík. Einnig er gaman að tylla sér á Bryggjuna sem er kaffihús í miðju safninu með ótrúlegu útsýni yfir höfnina. www.sjominjasafn.is Hátíska í Bankastræti Þrátt fyrir að Snyrtivöruverslunin Stella sé enn í fullu fjöri er verslunin orðin að goðsögn enda verið starfrækt í 68 ár. Íslenskar konur hafa því margar hverjar keypt krem og silki í áratugi í Bankastræti. Edda Hauksdóttir Þjóðmenningarhúsið er skemmti- legur viðkomustaður í miðborginni. Þar stendur meðal annars yfir sýning- in Ísland: Kvikmyndir. NÝ SENDING FRÁ ÍTALÍU OG SPÁNI 20% afsláttur a f öllum vör um föstudag og laugardag Langur laugardagur 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM KJÓLUM Á LÖNGUM LAUGARDEGI Skólavörðustíg 21a Njálsgötumegin S. 551 4050 Sængurfataverslun með vandaða vöru Úrval af vönduðum sængurfatnaði Dúkaútsala Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.