Fréttablaðið - 01.10.2010, Side 54

Fréttablaðið - 01.10.2010, Side 54
34 1. október 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðs- sonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. umrót, 6. íþróttafélag, 8. ringulreið, 9. kk nafn, 11. hljóm, 12. komumst, 14. lífhvati, 16. frá, 17. rá, 18. þangað til, 20. bor, 21. krot. LÓÐRÉTT 1. niður, 3. ólæti, 4. lengdareining, 5. mak, 7. óunnið efni, 10. starf, 13. suss, 15. lita, 16. drulla, 19. vöru- merki. LAUSN LÁRÉTT: 2. rask, 6. fh, 8. tjá, 9. ari, 11. óm, 12. náðum, 14. ensím, 16. af, 17. slá, 18. uns, 20. al, 21. riss. LÓÐRÉTT: 1. ofan, 3. at, 4. sjómíla, 5. kám, 7. hráefni, 10. iðn, 13. uss, 15. mála, 16. aur, 19. ss. Ókei, eitthvað nýtt! Mig langar að skella vélinni á hausinn á þér! NEI! Ég vil bara halda venjulegu klipp- ingunni minni, lubbanum mínum! Bull! Enginn lubbi en ég skal sleppa vélinni! Smá lubbi og þú mátt stytta smá að aftan! Enginn lubbi og þú færð að halda smá hári að aftan! Örlítill lubbi og smá að aftan! Ég fékk smá lubba! Hver ert þú? Uss! Ekki skemma kúlið mitt! Þetta er engin kaldhæðni, þú fílar þetta lag! Takk Palli! Alveg kaldhæðinn lagalisti pabbi! Geð- veikt! Þú ert hann! Síma- klukk. Það skýrir af hverju ég finn ekki gems- ann minn. Þessi handklæði voru svo þykk og glæsileg að ég gat varla lokað ferðatösk- unni minni! Móttaka Herra! Munið þið eftir því þegar brandarakall-inn í Seðlabankanum líkti starfslok- um sínum við aftöku Jesú Krists? Það féll í frekar grýttan jarðveg. Meira að segja samflokksmenn hans – fyrrverandi læri- sveinar – voru ekki alveg reiðubúnir að fallast á þennan málflutning, þorðu auð- vitað ekki að púa en hummuðu þetta svona fram af sér og biðu eftir að hann færi af sviðinu. Nú grípur fjármagnsfrelsarinn aftur til nærtækustu samlíkingarinnar og segir að svik þingheims séu slík að sjálf- ur Júdas hefði hengt sig tvisvar. Og nú fær hann barasta merkilega góðar undirtektir. EFTIR að hafa verið föst í heldur úldnu og fyrirsjánlegu fari undanfarin tvö ár, er gusturinn sem fylgir þeirri stig- magnandi geggjun sem hlaupið hefur í þjóðfélagsumræðuna á undanförnum dögum næstum því hressandi. Það er að segja ef hann væri ekki svona daunill- ur. Fólk sem fyrir tveimur árum sagði „rólegan æsing“ og lýsti yfir vandlæt- ingu á skrílnum og fólki afmynduðu af bræði, á nú í hreinustu vandræð- um með að finna nógu ljót orð yfir blóðþyrsta ógeðs viðbjóðsgraftar- pakkshyskið sem vill færa fyrr- verandi forsætisráðherra fyrir landsdóm. AÐ mínu mati var óspak- legt að fara landsdómsleið- ina. Það leikur enginn vafi á því að í rík- isstjórninni sem var við völd í hruninu, að ekki sé minnst á í þeirri sem ríkti á undan, sátu stjórnmálamenn sem bera mikla pól- itíska ábyrgð á því ófremdar ástandi sem varð. Fyrir það ættu þeir allir að þurfa að svara með einum eða öðrum hætti. Það mátti hins vegar vera ljóst löngu fyrirfram að landsdómsleiðin væri ekki vel til þess fallin – allra síst ef markmiðið var ein- hvers konar uppgjör og réttlæti. NÚ hefur einmitt komið á daginn að lands- dómsleiðin hefur þvert á móti haft þau áhrif að Geir H. Haarde er smám saman að verða álitinn eina fórnarlamb hrunsins, vandræðabakarinn sem á að hengja fyrir hrákasmiðinn. Gott ef það eru ekki farn- ar að kvisast út sögur um að sést hafi til þeirra Marðar Árnasonar og Atla Gíslason- ar troða Geir ofan í íþróttatösku og sparka honum á milli sín. ÍSLENSK stjórnmálaumræða siglir nú hraðbyri í þá átt að verða krumpaðri en hún hefur verið lengi. Í stað þess að nota tækifærið og henda óhreina tauinu bein- ustu leið í þvottavél, með góðum skammti af ofnæmisprófuðu auðmýkingarefni, var reynt að þrífa það með gamla laginu og sjóða það upp úr keitu. Afraksturinn verð- ur eftir því og umræðunni hefur verið loks- ins verið lyft upp á þetta umbeðna „hærra plan“. Til hamingju. Á hærra plani

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.