Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2010, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 01.10.2010, Qupperneq 74
54 1. október 2010 FÖSTUDAGUR HK - Akureyri 29-41 (10-17) Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/2 (19/4), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 4/2 (8/4), Daníel Berg Grétarsson 3 (5), Hörður Másson 3 (5) Björn Björnsson 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Sigurjón Björnsson 0 (3), Atli Karl Bachmann 0 (4). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 17/1 Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Atli Ævar 2, Hörður, Ólafur Bjarki, Björn) Fiskuð víti: 8 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 3, Ólafur Bjarki). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 14/0 (16/1), Guðmundur Hólmar Helgason 7 (13), Oddur Grétarsson 6/0 (9/1), Daníel Einarsson 5 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (7), Heimir Örn Árnason 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Berg vin Gíslason 1 (1), Halldór Árnason 0 (1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1, Stefán Guðnason 5/1. Hraðaupphlaupsmörk: 14 (Bjarni 8, Oddur 4, Hörður, Daníel). Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Heimir). Utan vallar: 10 mínútur. Fram-Selfoss 33-27 (16-12) Mörk Fram: Jóhann Gunnar Einarsson 9, Halldór Jóhann Sigfússon 5, Róbert Aron Hostert 5, Haraldur Þorvarðarson 4, Einar Rafn Eiðsson 4, Magnús Stefánsson 3, Kristján Svan Kristjánsson 2, Hákon Stefánsson 1. Mörk Selfoss: RagnarJóhannsson 12, Guðjón Finnur Drengsson 5, Helgi Héðinsson 5, Atli Kristinsson 3, Árni Steinþórsson 1, Matthías Halldórsson 1. FH - Afturelding 34–25 (17-12) Mörk FH (skot): Ólafur Guðmundsson 10 (15), Atli Rúnar Steinþórsson 5 (5), Logi Geirsson 4/2 (5/2), Ásbjörn Friðriksson 4/2 (9/2), Hermann R. Björnsson 3 (4), Brynjar E. Geirsson 2 (2), Benedikt R. Kristinsson 2 (6), Bogi Eggerts son 1 (1), Þorkell Magnússon 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2). Varin skot: Pálmar Pétursson 14 (39/3, 36%). Hraðaupphlaup: 2 (Logi 1, Sigurgeir Árni 1). Fiskuð víti: 4 (Bogi 1, Ásbjörn 1, Ari Magnús 1, Atli Rúnar 1). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðar son 10 (20), Arnar Theódórsson 6 (9), Jóhann Jóhannsson 6/3 (8/3), Aron Gylfason 2 (4), Eyþór Vestmann 1 (2), Jón Andri Helgason (4), Ásgeir Jónsson (2). Varin skot: Smári Guðfinsson 10 (32/2, 31%), Hafþór Einarsson 4 (16/2, 25%). Hraðaupphlaup: 7 (Bjarni Aron 3, Arnar 2, Aron 1, Jóhann 1). Fiskuð víti: 3 (Bjarni Aron 2, Pétur). Utan vallar: 10 mínútur. N1 DEILD KARLA Sýningar í fullum gangi Sýningardagar Lau. 2/10 kl. 14 Up pselt Sun. 3/10 kl. 14 Up pselt Lau. 9/10 kl. 13 ör fá sæti Sun. 10/10 kl. 14 ör fá sæti Lau. 16/10 kl. 13 ör fá sæti Sun. 17/10 kl. 14 ör fá sæti HANDBOLTI „Strákarnir fundu mig vel, það er eiginlega þannig,“ sagði Bjarni Fritzson eftir stór- sigur Akureyringa á HK í Digra- nesinu í gær. Akureyri vann leikinn með tólf marka mun og Bjarni átti sannkallaða óskabyrj- un með norðanliðinu en hann skoraði alls fjórtán mörk í leikn- um. „Við byrjuðum leikinn ekki vel, lentum 0-3 undir, en svo náðum við að gíra vörnina og keyra hraðaupphlaupin. Við undirbjugg- um okkur vel fyrir þennan leik og vorum góðir,“ sagði Bjarni sem segist hafa farið í lið Akureyrar til að berjast um titla. „Ég skil ekki neinn sem fer í þetta til að gera eitthvað annað. Mér fannst við bera boltann rosa- lega vel uppi í þessum leik. Allt liðið var að standa sig og ég er mjög ánægður með þennan sigur því hingað er ekki auðvelt að koma.“ - egm Bjarni Fritszon hjá Akureyri: Skoraði fjórtán í stórsigri á HK SIGUR Í FYRSTA LEIK Atli Hilmarsson byrjaði vel með lið Akureyrar í Digranes- inu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI FH byrjaði vel í N1- deild karla í gær er liðið vann níu marka sigur á nýliðum Aftureld- ingar, 34-25, í Kaplakrika í gær. Landsliðsmaðurinn Logi Geirs- son lék þar sinn fyrsta deildarleik eftir sex ára dvöl í Þýskalandi og komst vel frá verkefninu. Mosfellingar mættu með vaska sveit stuðningsmanna sem, rétt eins og leikmennirnir sjálf- ir, héldu ótrauðir áfram þar til leiknum lauk. Það dugði þó held- ur skammt í þetta sinn þar sem FH-ingar voru einfaldlega betri í þetta sinnið. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en heimamenn náðu undirtökunum í leiknum er þeir breyttu stöðunni úr 10-10 í 17-12 á síðustu tíu mínútum fyrri hálf- leiksins. Mosfellingar byrjuðu aftur vel í seinni hálfleik en aftur sigu FH-ingar hægt og rólega fram úr og unnu að lokum afar örugg- an sigur. Bestu leikmenn FH í leiknum, Ólafur Guðmundsson og mark- vörðurinn Pálmar Pétursson, fóru á köflum mikinn og lögðu grunninn að sigrinum. Virtist litlu skipta þó svo að gestirn- ir hefðu tekið Ólaf úr umferð á löngum köflum í síðari hálfleik. Bjarni Aron Þórðarson var duglegur að skjóta fyrir gestina en sóknarleikur Mosfellinga var heldur tilviljunarkenndur lengst af í leiknum og mistök voru algeng. Smári Guðfinnsson varði einnig vel fyrir Aftureldingu í fyrri hálfleik en markvarslan var nánast engin í þeim síðari. „Þetta var helvíti gott og ég er ánægður með mitt,“ sagði Logi. „Ég hefði sett nokkur í viðbót ef ég hefði ekki brákað eða putta- brotið mig. En þetta er allt á réttri leið hjá mér.“ Hann segir að FH eigi meira inni en liðið sýndi í gær. „Það vantar smá stöðugleika í að klára dauðafærin en það er bara þannig. Við vorum að spila gegn liði sem barðist allan tímann en engu að síður áttum við svör við öllu. Við eigum meira inni og ég hefði viljað vinna stærra en ég er fyrst og fremst ánægður með að fyrstu stigin eru komin í hús.“ Bjarni Aron kenndi reynslu- leysi um hvernig fór fyrir hans mönnum. „Þegar okkur skort- ir einbeitingu verður þetta erf- itt, sérstaklega gegn liði eins og FH. En við eigum bæði leikmenn og meiri kraft inni en ég held að reynsluleysið hafi valdið því að við féllum í ákveðna örvæntingu á lokakafla beggja hálfleikja.“ Stuðningsmannasveit Aftur- eldingar, „Rothöggið“, lét mikið fyrir sér fara í Kaplakrika í gær og var sungið til að mynda nokk- uð um Loga. „Ég gaf þeim bún- inginn minn í lokin fyrst þeir höfðu fyrir því að semja um mig lag. Enda ekki á hverjum degi sem þeir fá að sjá svona stjörnu,“ sagði Logi og brosti. eirikur@frettabladid.is Barátta nýliðanna dugði skammt FH vann í gær níu marka sigur á Aftureldingu, 34-25, í fyrstu umferð N1-deildar karla í Kaplakrika í gær. Meistaraefnin í FH sökktu þar með nýliðunum frá Mosfellsbæ sem börðust þó til síðustu sekúndu. MÆTTUR Í KRIKANN Logi Geirsson lék sinn fyrsta leik með FH í langan tíma í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Manchester City og Liver- pool gerðu bæði jafntefli í Evrópu- deildinni í gærkvöldi. Manchester gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Juventus í stórleik kvölds- ins en Liverpool gerði markalaust jafntefli á útivelli á móti Utrecht Íslendingaliðin AZ Alkmaar og OB töpuðu bæði í gærkvöldi en Kol- beinn Sigþórsson náði að minnka muninn fyrir AZ í lok leiksins. „Þeir voru með allt liðið í vörn í seinni hálfleik og við hefðum eflaust átt að vinna þenann leik,“ sagði Adam Johnson sem náði að jafna leikinn fyrir Manchester City undir lok fyrri hálfleiksins eftir að Vincenzo Iaquinta hafði komið Juventus í 1-0 strax á 11. mínútu. Liverpool var allt annað en sann- færandi á móti Utrecht og gat tal- ist heppið að halda hreinu. „Þetta var gott stig að mínu mati. Við vissum að þetta yrði erf- iður leikur og þetta var ekki stein- dautt markalaust jafntefli,“ sagði Roy Hodgson, stjóri Liverpool, eftir 0-0 jafntefli á móti Utrecht en stigið nægði liðinu til að ná tveggja stiga forustu á toppi riðilsins. Hvít-Rússarnir í BATE Boris- ov halda áfram að fara illa með Íslendinga en í kvöld unnu þeir 4- 1 sigur á Íslendingaliðinu AZ Alk- maar. Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í þriggja manna framlínu AZ og náði Kolbeinn að minnka muninn undir lokin með skalla eftir auka- spyrnu. - óój Ensku liðin gerðu jafntefi í Evrópudeildinni í gær: Kolbeinn skoraði MINNKAÐI MUNINN Kolbeinn Sigþórs- son í leiknum í gær. MYND/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.