Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 4

Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 4
4 7. október 2010 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Sakborningarnir þrír í svokölluðu Exeter-máli sérstaks saksóknara vísa hver á annan um ábyrgð á veigamiklum atriðum í málinu. Enginn þeirra telur þó að nokkur lög hafi verið brotin. Þetta kemur fram í greinargerð- um verjendanna í mál- inu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Málið snýst um rúm- lega milljarðs lán sem Byr veitti til félagsins Exeter Holding í árslok 2008 til kaupa á stofn- fjárbréfum í Byr af MP banka og stjórnarmönn- um sparisjóðsins. Ákærð- ir eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðs- stjóri, og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka. Fram kemur í greinar- gerðunum að þremenn- ingarnir hafi fundað um viðskiptafléttuna í húsakynnum MP banka daginn sem neyðarlög- in voru sett, 6. október 2008. Lánið sem rann til Exeter Holdings, félags í eigu Ágústs Sindra Karlssonar, átti upphaf- lega að vera til dóttur- félags MP banka, Fleðu ehf. Því fyrirkomulagi var síðar breytt að frumkvæði MP banka. Jón Þorsteinn og Ragnar segj- ast hins vegar báðir hafa talið að þegar Exeter Holdings var kynnt til sögunnar af MP banka hefði það verið annað dótturfélag bankans og af þeim sökum hefði lánveiting- in verið svo gott sem áhættulaus. Dótturfélag MP banka hefði enda aldrei orðið gjaldþrota. Kveðst Ragnar hafa heimilað að skipta um félag á grundvelli orða Jóns Þorsteins. Í greinargerð verjanda Jóns Þorsteins vísar hann allri ábyrgð á lán- veitingum bankans yfir á Ragnar. Jón Þorsteinn hafi, sem stjórnarfor- maður, ekki haft nokkra heimild né aðstöðu til að lána fé Byrs – sparisjóðs- stjórar tækju ákvarðanir um slíkt. Í greinargerð Ragn- ars er hins vegar sér- staklega vikið að öðru lánanna sem málið snýst um. Þar er fullyrt að Ragnar hafi hafnað beiðninni um lánið, ríf- lega 200 milljónir, en Jón Þorsteinn tekið fram fyrir hendurnar á honum og látið samþykkja hana í stjórn Byrs. Þetta segir verjandi Jóns Þorsteins ósannað. Styrmir Þór er ákærð- ur fyrir hlutdeild í brot- um hinna, og peninga- þvætti með því að taka að endingu við fé frá þeim sem seldu stofnfjárbréfin til Exeter. Þeir höfðu á sínum tíma fengið lánað fyrir kaupunum frá MP banka og gátu greitt þau lán eftir söluna til Exeter.. Verjandi hans hafnar ásökunun- um alfarið. „Engum getur dottið í hug – nema ef til vill sérstökum saksóknara – að það hafi verið hlutverk skjólstæðings míns að sjá um að starfsmenn og stjórn- endur Byrs færu eftir þeim regl- um sem um störf þeirra giltu,“ segir Ragnar H. Hall, verjandi Styrmis. Hafi lánin verið ólög- leg, sem sé ósannað, hafi Styrmir ekkert vitað um það heldur einungis tekið við greiðslu eins og eðli- legt hafi verið. stigur@frettabladid.is Engum getur dottið í hug – nema ef til vill sérstökum saksóknara – að það hafi verið hlutverk skjólstæðings míns að sjá um að starfs- menn og stjórnendur Byrs færu eftir þeim reglum sem um störf þeirra giltu. RAGNAR H. HALL VERJANDI STYRMIS ÞÓRS BRAGASONAR Sakborningar í Exeter-máli vísa ábyrgð hver á annan Æðstu stjórnendur Byrs vissu ekki hver átti félag sem þeir lánuðu meira en milljarð. Héldu að það væri dótturfélag MP banka. Sakborningarnir funduðu um viðskiptafléttuna daginn sem neyðarlögin voru sett. Margeir Pétursson, þáverandi stjórnarformaður MP banka, gaf út yfirlýsingu þegar rannsókn málsins komst í hámæli. Þar mótmælti hann því að reynt væri að draga bankann inn í deilumálið. Félagið Exeter Holdings, áður Tæknisetrið Arkea, væri MP banka „með öllu óviðkom- andi“. Í skýrslutökum hjá lögreglu hefur hins vegar komið fram að það var MP banki sem ákvað að hætta við að láta dótturfélag sitt, Fleðu ehf., kaupa stofnfjárbréfin. Enn fremur hafi það verið Margeir sjálfur sem hringdi í Ágúst Sindra Karlsson, forsvarsmann Exeter Holdings, og fékk hann til að taka þátt í viðskiptunum. Ágúst og Margeir eru gamlir vinir og stofnuðu saman MP banka á sínum tíma. Ágúst var um langt skeið aðallögfræðingur MP banka. Þessi atburðarás var ekki rakin í yfirlýsingu Margeirs. Margeir sagði bara hálfa söguna RAGNAR, JÓN ÞORSTEINN OG STYRMIR Telja að lög hafi ekki verið brotin með viðskiptun- um en eru þó ósam- mála um hver ber ábyrgð á þeim. Rangar upplýsingar birtust um nauð- ungaruppboð hjá Sýslumanninum í Keflavík í Fréttablaðinu í gær. Hið rétta er að 224 eignir hafa verið seld- ar á uppboði það sem af er ári, sem eru ríflega tíu uppboð á hverja 1.000 íbúa. Það er þrefalt hærra hlutfall en í Reyjavík. LEIÐRÉTTING DÓMSMÁL Krafa Marilyn Felonia Young sem hún gerði í dánarbú skákmeistarans Bobby Fischer fyrir hönd dóttur sinnar hefur verið felld niður eftir að í ljós kom með DNA-rannsókn að Fischer var ekki faðir stúlkunn- ar. Þetta kom fram við meðferð málsins í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Enn er deilt um hver skuli erfa Fischer. Miyoko Watai, sem segist hafa gifst Fischer árið 2004, krefst auðæfa hans í dóms- máli sem hún hefur höfðað á hendur systursonum Fischers. Geti Watai ekki sýnt fram á að hjónabandið hafi verið löglegt teljast systursynirnir nánustu ættingjar og erfa því Fischer. - bj Deilt um arf Bobby Fischer: Fallið frá kröfu meintrar dóttur ARFUR Talið er að andvirði þeirra eigna sem Bobby Fischer lét eftir sig sé um 250 milljónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NOREGUR Norska stjórnin hefur ákveðið að veita 1,2 milljörðum norskra króna, eða ríflega 23 millj- örðum íslenskra króna, til ýmissa verkefna tengdra norðurslóðum næstu þrjú árin. Í fréttatilkynningu frá norska utanríkisráðuneytinu segir að Norðmenn líti svo á að í utanríkis- stefnu sinni sé um þessar mundir mikilvægara en allt annað að leggja áherslu á norðurslóðir. Meðal annars hyggst stjórnin auka fjárframlög til kortlagningar auðlinda í jörðu á norðurslóðum. Einnig fær ný rannsóknarmiðstöð í Tromsø, sem stundar norðurslóða- rannsóknir, verulega aukningu fjárframlaga. Þá hyggjast Norðmenn stofna nýja norðurskautsrannsóknarstöð, og fé verður lagt í að stofna eftir- litsstöð með Barentshafi. Einnig verður verulegu fé varið í samstarf við Rússa á þessum vettvangi. „Markmið okkar er að Noregur haldi áfram að vera í fararbroddi þekkingar á norðurslóðum og norður skautinu,“ segir Gahr Støre. - gb Norðmenn verja 1,2 milljörðum norskra króna til verkefna á norðurslóðum: Leggja áherslu á norðurslóðir JONAS GAHR STØRE Utanríkisráðherra Noregs vill auka umsvif á norðurslóðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SAMGÖNGUR Verktakafyrirtækið Háfell átti lægsta tilboð, eða tæp- lega 179 milljónir króna, í seinni áfanga Suðurstrandavegar sem er um 41% af áætluðum kostnaði, 433 milljónum króna. Tilboð voru opnuð í fyrradag og sóttust flest helstu verktaka- fyrirtæki landsins eftir að leggja þennan fimmtán kílómetra langa kafla sem liggur frá Ísólfsskála að Krýsuvíkurvegi. Suðurstrandarvegur tengir saman Suðurland og Reykjanes.. Verklok eru áætluð haustið 2012. - þj Vegagerð á Reykjanesi: Tilboð langt undir áætlun AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 06.10.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,3375 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 111,14 111,68 176,61 177,47 153,82 154,68 20,632 20,752 19,136 19,248 16,582 16,680 1,3375 1,3453 173,80 174,84 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR SÆKTU UM STAÐGREIÐSLUKORT Á OLIS.IS P IP A R \T B W A - S ÍA - 1 02 47 9 Vinur við veginn Vil dar pu nkt ar Ice lan dai r -3k r. af e lds ney ti Afs lát tur af vör um VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 23° 18° 17° 22° 24° 15° 15° 24° 17° 27° 20° 28° 15° 22° 17° 12°Á MORGUN Fremur hægur vindur víða um land. LAUGARDAGUR Strekkingur allra syðst, annars hægari. 11 11 9 97 10 1110 7 9 9 8 6 8 9 9 10 9 9 9 3 8 6 6 6 4 3 6 3 2 3 6 SKIN EÐA SKÚRIR Það má búast við skúraleiðingum sunnan- og vestan- til í dag og á morg- un en norðaustan- lands léttir til í dag. Um helgina lítur svo út fyrir bjart veður víða um land með hægum vindi og allt að 16 stiga hita í innsveitum á sunnudag. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.