Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 18
18 7. október 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Útgjöldin > Kílóverð á haframjöli í ágúst HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 233 235 239 365 439 2002 2004 2006 2008 2010 Kr ón ur Orkey á Akureyri hefur framleiðslu lífdísilselds- neytis í mánuðinum og notar til þess úrgang frá veitingastöðum og slátur- húsum. Fyrirtækið hirðir steikingarfeiti, mör og dýrafitu og framleiðir úr þessu eldsneyti sem bland- ast við hefðbundna dísilolíu. Nýsköpunarfyrirtækið Orkey á Akureyri er í þann mund að hefja framleiðslu á lífdísil, öðru nafni Biodiesel, sem er lífrænt eldsneyti unnið úr fitu og plönt- um. Orkey hirðir steingarfeiti frá veitingastöðum, mör og dýra- fitu frá slátur húsum um allt land sem annars yrði fargað. Úr því er síðan unnið eldsneyti. „Við gerum samninga við veit- ingastaðina og sláturhúsin sem gera það að verkum að þeir þurfa ekki að borga förgunargjald. Við tökum hana frítt hjá þeim og búum til eldsneyti,“ segir Kristinn Sigur- harðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar. Hann segir mengunina frá lífdísileldsneyti mun minni heldur en gengur og gerist. „Brennsla á lífdísil er mun minni en á venjulegri olíu, eða um 80 prósent,“ segir Kristinn. „Þetta er endurnýjanleg orka sem er búin til úr rusli.“ Lífdísil hefur verið flutt inn til landsins fram að þessu og er því oftast blandað við venjulega dísil- olíu, allt frá tíu og upp í áttatíu prósent. Lífdísil er selt á mark- aði á svipuðu verði og hefðbund- in dísil olía. Guðni A. Jóhannesson, orku- málastjóri Orkustofnunar, er ánægður með framtakið. „Þetta er nákvæmlega það sem við viljum sjá. Endurnýtingu í orkuframleiðslu og koma úrgangi í gagnið,“ segir Guðni. „Oft er það þannig að eldsneytis- framleiðsla í litlum mæli borgar sig vegna þess að staðirnir þurfa að losna við steikingarfitu hvort eð er og losna við kostnaðinn sem því fylgir.“ Guðni segir að þegar á heildar- myndina sé litið fylgi því lítill við- bótarkostnaður að breyta úrgang- inum í eldsneyti. „Þegar aðilar ná að nýta sorp og spilliefni sem annars yrði fargað geta einmitt opnast svona skemmtilegir möguleikar,“ segir Guðni. sunna@frettabladid.is Matarleifar notað- ar sem eldsneyti UMHVERFISVÆNN BÍLL Tvinnbíllar sem þessi verða sífellt vinsælli í heiminum og ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni eða dísilolíu. Nú er dísilolía dýrari en bensín hér á landi og er ástæðan árstíða- bundin hækkun á heimsmarkaðs- verði. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir þetta engar nýjar fréttir og árið 2008 hafi dísilolía einnig verið mun dýrari en bensín. Um 60 prósent bíla í Evrópu gangi fyrir dísilolíu og eftirspurn á heimsmarkaði sé þar af leiðandi mikil. Einungis um 15 prósent bíla hér á landi ganga fyrir dísilolíu. „Það eru lægri gjöld á dísil olíu heldur en á bensíni í Evrópu vegna þess að dísilbílar eru almennt sparneytnari,“ segir Her- mann. „Það er verið að hugsa um umhverfið.“ Már Erlingsson, framkvæmda- stjóri innkaupa- og birgðasviðs Skeljungs, segir hækkunina oftast árstíðabundna og mun meiri eftir- spurn sé eftir dísilolíu á haustin og veturna. Heimsmarkaðsverð á dísilolíu hækkar Tegundir af vistvænu eldsneyti DME Dímetýleter er litlaust gas sem hægt er að nota sem eldsneyti í lítið breyttum dísil- vélum. Venjulega framleitt úr efnasmíðagasi sem er blanda vetnis og kolmónoxíðs. Etanól Framleitt úr jurtum eins og maís og sykurreyr. Etanól má einnig framleiða úr grasi eða lúpínu sem unnt er að afla innanlands. Í Brasilíu eru nær allir bílar fjölorkubílar sem ganga fyrir hvaða blöndu etanóls og bensíns sem er og aukin eftirspurn er eftir etanóli í Bandaríkjunum. Þar er verð á etanóli orðið sambærilegt við bensínverð. Lífdísilolía (Biodiesel) Hefur verið flutt inn síðan 2004 og seld sem B5 eða B10 elds- neytisblanda. Þar sem hægt er að blanda lífdísilolíu við dísilolíu nýtast núverandi innviðir þar með. Það er mögulegt að framleiða lífdísilolíu hérlendis úr úrgangsdýrafitu eða orkuplöntum. Metan Hefur verið notað hér á landi undanfarin ár sem eldsneyti á nokkrar bifreiðar. Metan er skæð gróðurhúsalofttegund og því verður að safna því saman og brenna til þess að eyða því. Bílar sem keyra á metani og bensíni eru nú þegar á markaði. Metan sem ökutækjaelds- neyti getur átt sér uppsprettu sem lífrænt eldsneyti unnið úr úrgangi eða ræktuðum plöntum og úr jarðgasi. Rafmagn Rafbílar eru bílar sem ganga beint og alfarið fyrir rafmagni sem geymt er í rafhlöðum um borð. Þróun í gerð rafhlaðna hefur til þessa ekki gert þennan kost fýsilegan. Hreinir rafbílar eru talsvert notaðir víða erlendis í sértækri notkun, þar sem aksturslengdir eru stuttar og auðvelt að koma við tíðri hleðslu. Tvinnbílar Bílar sem bæði hafa rafhreyfil og bensín- eða dísilvél sem aflgjafa, komu á markað árið 1997. Þetta eru ekki eiginlegir rafmagnsbílar í þeim skilningi að orkugjafinn sé rafmagn, en þeir eru sparneytnari en hefðbundnir bílar. Þessir bílar eru dýrari í innkaupum en þrátt fyrir það njóta tvinnbílar æ meiri vinsælda. Vetni Orkuberi sem geymir rafmagn í sama skilningi og rafhlöður. Þá er hugsað til þess að innlent rafmagn fengið úr rafkerfinu væri notað til að rafgreina vetni úr vatni, vetnið sé geymt í farartækinu og því aftur breytt í rafmagn við notkun. Tæknin er þó enn í þróun og búnaðurinn er enn þá afar dýr. Orkunýtnin í heildarferlinu frá rafkerfinu og til rafhreyflanna í farartækinu er talsvert lakari en ef unnt væri að geyma rafmagnið í rafhlöðum. Upplýsingar af heimasíðu Orkustofnunar, www.os.is. Norrænar neytendastofur hafa tekið höndum saman um að taka auglýsingar á Facebook og skyldum vefsíðum til skoðunar, leggja mat á markaðssetninguna og setja meginreglur sem fylgja skal við hana. Þetta var ákveðið á sameigin- legum fundi norrænna neytendastofnana sem fram fór í Osló í lok september, að því er segir á vef Neytendastofu. Algengt sé að auglýsingar á netinu séu sérsniðnar að notendunum sem veki spurningar um hvort notkun persónu- upplýsinga sé innan ramma laganna. Þá vilja neytendastofnanirnar auk þess skoða sérstaklega þau vandamál sem snerta börn á Facebook eða í öðrum netsamfélögum. ■ Neytendastofnanir skoða auglýsingar á Facebook Vörumerkin Hornið og Veiðihornið eru nægilega ólík til að Neytendastofa muni ekki aðhafast vegna þess, að því er segir á vef stofnunarinnar. Bráð ehf. kvartaði þangað yfir keppinautinum Veiðihorninu. Bráð hafði lengi notast við vörumerkið Veiðihornið. Ríkisskattstjóri felldi út gildi skráningu firmaheitisins Veiðihornsins vegna þess, en Bráð ehf. hélt til streitu kvörtuninni um vörumerk- ið. Í ákvörðun Neytendastofu segir að „merkin í heild séu mjög ólík, annars vegar sé um að ræða merki með orðinu VEIÐIHORNIÐ og mynd af fugli og fiski og hins vegar sé um að ræða merki með orðinu HORNIÐ og mynd af golfkylfu og veiðistöng, sem mynda nokkurs konar V fyrir framan orðið, og línu úr veiði- stönginni sem myndar fisk fyrir miðju orði. Fyrir neðan orðið HORNIÐ stendur „útivist og veiði“.“ Þetta sé ekki nógu líkt til að banna notkun á því síðarnefnda. ■ Vörumerkin ekki nógu lík HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 51 86 6 10 /1 0 FIMMTUDAG Í KRINGLUNNI FRÁ KL.17 TIL 21 FÖSTUDAG Í GLÆSIBÆ FRÁ KL.14 TIL 17KYNNINGARAFSLÁTTUR „Gamla Macintosh-tölvan sem ég keypti 1989 myndi ég segja að væru bestu kaupin sem ég hef gert,“ segir Hlynur Hallsson myndlistarmaður. Að sögn Hlyns hafði hann vissa fordóma gagnvart Macintosh en fór að ráðum myndlistarmannsins Godds og skellti sér á tölvuna. „Ég sé ekki eftir því. Þetta var frábær tölva. Hún virkar meira að segja enn þann dag í dag þótt það sé nú eiginlega fyrst og fremst sem ritvél,“ segir hann. Verstu kaup sín segir Hlynur meðal annars hafa verið í ýmis konar fatnaði. „Maður keypti eitthvað af því að maður hélt að það myndi virka og átti það síðan lengi inn í skáp þar til maður var loks búinn að sætta sig við að flíkurnar voru misheppnaðar. Þá gat maður gefið þær með góðri samvisku til Rauða krossins,“ útskýrir Hlynur hefð- bundna ferlið með glataða fatnaðinn sem hann eignaðist, „Ég held ég verði líka að nefna báða bílana sem ég hef keypt. Það er alltaf eitthvað vesen með bíla; þeir eru dýrir í rekstri og það þarf stöðugt að vera að fara með þá í viðgerð. Og þá held ég að ég verði að segja að hjólin sem ég hef átt komast í flokk með Macin- tosh-tölvunni sem bestu kaupin,“ segir Hlynur Hallsson, NEYTANDINN: Hlynur Hallsson myndlistarmaður Tölvan virkar eftir tuttugu ára notkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.