Fréttablaðið - 07.10.2010, Qupperneq 20
7. október 2010 FIMMTUDAGUR20
Umsjón: nánar á visir.is
437
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
LAUGARDAGSKVÖLDUNUM
BJARGAÐ!
HEFST Á LAUGARDAG KL. 19:35
Spaugstofan, vinsælasti sjónvarpsþáttur þjóðarinnar
snýr aftur á Stöð 2, beittari en nokkru sinni fyrr.
Tryggðu þér áskrift og fylgstu með frá byrjun!
ÞAÐ ER AUÐVELTAÐ KAUPA ÁSKRIFT ÁSTOD2.IS
Lánasöfn gamla Kaupþings voru
færð yfir til Arion banka með sex-
tíu prósenta afslætti. Bæði Arion
banki og Íslandsbanki hafa á síð-
ustu átján mánuðum uppfært virði
lánasafna, enda reikna þeir með
betri heimtum en gert var ráð
fyrir í kringum bankahrunið.
„Þetta sýnir að bankarnir hafa
verulegt svigrúm til að leiðrétta
efnahagsreikninga lítilla og meðal-
stórra fyrirtækja,“ segir Almar
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Félags atvinnurekenda. Hann var
með erindi á fundi félagsins gær
í tilefni af því að tvö ár voru liðin
frá því að Geir H. Haarde, þáver-
andi forsætisráðherra, bað Guð
að blessa Ísland. Almar gerði að
umtalsefni að einungis 51 fyrir-
tæki hefði farið í gegnum fjár-
hagslega endurskipulagningu hjá
bönkunum.
Á fundinum sýndi Almar endur-
skoðaða ársreikninga Arion banka
og Íslandsbanka. Þar sást skýrt
mat á virði lánasafna. Samkvæmt
uppgjöri Arion banka var nafnvirði
útlánsafns gamla bankans metið á
1.237 milljarða króna. Afslátturinn
við yfirfærslu nam 738 milljörðum
króna. Bókfært virði lánasafnsins
var rétt rúmir 466 milljarðar í síð-
asta uppgjöri.
„Þegar bankinn mat greiðslu-
getu viðskiptavina kom í ljós að
þeir gátu greitt meira en reiknað
hafði verið með. Bankinn þarf því
að færa lánin upp,“ segir Almar og
bendir á að við endurmatið myndist
svigrúm, sem fram til þessa virð-
ist aðeins hafa færst sem hagnað-
ur í bókum bankanna. „Það mætti
klárlega nýta betur en þegar hefur
verið gert,“ segir Almar og vísar
til þess að bankarnir hafi getað það
í tengslum við gengistryggð bílalán
einstaklinga. jonab@frettabladid.is
Færðu lán á milli
banka með afslætti
Endurmetið virði útlánasafna bankanna hefur verið fært sem hagnaður í bók-
um þeirra. Mismuninn ætti frekar að nýta betur, svo sem til að leiðrétta efna-
hagsreikning fyrirtækja, segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
BANKARNIR VERÐA AÐ BÆTA SIG Almar Guðmundsson, hér Þorsteini Pálssyni á
hægri hönd, segir bankana geta nýtt svigrúm við endurmat á lánasöfnun til að lækka
skuldir einstaklinga og fyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Ég held að áhugi fjárfesta á sprota-
fyrirtækjum sé meiri nú en áður.
Þótt menn séu varfærnir eru dæmi
sem sanna að einstaklingar eru enn
tilbúnir að setja fjármagn í sprota-
fyrirtækin,“ segir dr. Eyþór Ívar
Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks
– Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnu-
lífsins og stjórnarformaður Sprota-
þings, sem heldur Seed Forum Ice-
land.
Tólfta fjárfestaþing Seed Forum
Iceland verður haldið í Arion banka
í dag. Þar munu fulltrúar fimm
íslenskra sprotafyrirtækja kynna
hugmyndir sínar og starfsemi fyrir-
tækjanna auk tveggja norskra.
Fyrir tækin leita öll fjárfesta, jafnt
innlendra sem erlendra.
Á meðal þeirra fyrirtækja sem
fundið hafa fjárfesta á fjárfesta-
þinginu í gegnum tíðina er tölvu-
leikjafyrirtækið CCP.
Á meðal fyrirtækjanna eru Ice-
landic Hydrogen, sem vinnur að
lausnum fyrir vetnissamgöngur
hér á landi og A de Norvége, sem
sérhæfir sig í útflutningi á vatni á
tankskipum og átöppun á vatni.
Tonni Bülow-Nielsen, fjárfestir
frá danska áhættufjárfestinga-
sjóðnum Vækstfonden, verður aðal-
ræðumaður á fjárfestaþinginu.
Vækstfonden hefur verið leiðandi
í danska sprota- og nýsköpunargeir-
anum síðastliðin átján ár og komið
að fjárfestingum í fjögur þúsund
fyrirtækjum. - jab
Meiri áhugi nú en
áður á sprotunum
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
EYÞÓR ÍVAR JÓNS-
SON Þrátt fyrir
óvissu í íslensku
samfélagi hafa
fjárfestar sjaldan
verið spenntari fyrir
því að kaupa hlutafé
sprotafyrirtækja,
segir framkvæmda-
stjóri Klaks.
HAFA NÝTT SÉR SÉRSTÆKA SKULDAAÐLÖGUN hjá bönkunum og 128
fengið úrlausn sinna mála. Öðrum hefur ýmist verið hafnað eða mál þeirra eru enn í
vinnslu, að því er fram kemur í skýrslu Eftirlitsnefndar um sértæka skuldaaðlögun.