Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 32

Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 32
 7. október 2010 FIMMTUDAGUR2 Sparikjólar Kynning Kókosolía er til margra hluta nytsamleg. Hún er gjarnan notuð í matargerð en er líka góð á húð og hendur. Það má nota hana til að þrífa af sér augnfarða á kvöldin og er ekkert að því að maka henni út á þurrar kinnar. Húðin verður silkimjúk og samviskan góð enda góð tilfinning að bera á sig vöru sem má borða. Með þessu má spara margar krónur í kaupum á augnhreinsi, handáburði og andlitskremi. Líflegir Bretar Litríkar og fjörlegar flíkur fylltu tískupallana í París í vikunni þegar bresku hönnuðirnir Giles Deacon og Stella McCartney sýndu vor- og sumarlínur sínar fyrir næsta ár. Lífleg lína McCartney einkenndist af sumarlegum pastellitum en Deacon frumsýndi fyrstu línu sína fyrir Emanuel Ungaro. Er almennt talið að sýning hans hafi markað nýtt upphaf fyrir hið 45 ára gamla merki sem hefur mátt muna fífil sinn fegurri. Litríkur og sér- stæður kjóll frá McCartney. Líf og fjör ein- kenndi sýningu Deacons fyrir Emmanuel Ungaro. Emmanuel Ungaro er loks komið á beinu brautina með hinum nýja hönnuði Giles Deacon. Líflegur sund- bolur Deacons tónaði vel við blómin í bakgrunni sýn- ingarpallsins. Stella Mc Cartney þykir hanna vel heppnuð drengjaleg kvenmanns- föt. Gul kápan og hatturinn endurspegl- aði gleðina í línu McCartney.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.