Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 34

Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 34
 7. október 2010 FIMMTUDAGUR4 Vefverslunin Dísir.is hefur umboð fyrir bráðskemmtilegum töskum sem rúlla má upp og stinga í vasann. „Töskurnar eru frá fyrirtæki í Ástralíu sem heitir Envirosax og er í eigu Belindu og Marks David- Tooze sem aðhyllast lífrænan, sjálfbæran og kolefnalausan lífs- stíl í sveitum Ástralíu. Þau reka fyrirtækið sitt út frá þessum lífs- stíl,“ segir Þórey Þórisdóttir, eig- andi vefverslunarinnar dísir.is, og bendir á að töskurnar sem búnar eru til úr endurunnu plasti beri allt að tuttugu kíló. Envirosax-töskurnar eru hann- aðar af tískuhönnuðum sem sam- nýta tísku, liti og umhverfissjónar- mið en mynstrin eru í takt við það sem er að gerast í tískuheiminum hverju sinni að sögn Þóreyjar. „Svo finnst mér frábært hvað töskurnar eru fjölnota en þær má nota hvort sem er úti í búð, í sund, ferðalagið eða hvað sem er,“ segir hún og bætir við að auð- veldlega sé hægt að rúlla töskun- um upp, smella saman með áföstu bandi og stinga í vasann eða vesk- ið. Þannig sé hægt að lífga upp á venjulega búðarferð enda nýtast töskurnar vel undir matvörurnar. Þórey selur töskurnar og fleiri fylgihluti í vefverslun sinni sem hún stofnaði í júní. „Ég vinn að þessu samhliða námi í Háskóla Íslands en hef fengið dyggan stuðning bæði frá dóttur minni og bróður.“ - sg Umhverfisvænar tískutöskur Yves Saint Laurent velur klass- íska liti fyrir vorið og sumarið. Yves Saint Laurent steig í væng- inn við hörku og kynþokka í vor- og sumarlínunni fyrir árið 2011. Klassískir litir Yves Saint Laur- ent, svartur, hvítur og sandlitur, voru í hávegum hafðir með ein- staka sterkum appelsínugulum, kóngabláum, grænum og rauðum. Efniviður Yves Saint Laurent fór einnig bil beggja en línan skartaði allt frá flæðandi og fíngerðu silki á móti stífari efnum og stíl- hreinu sniði á móti stór- um slaufum og víðum erum- um. Harka og kynþokki Töskurnar gera venjulega ferð í búðina mun ævintýralegri. Sterkir litir með klassískum svörtum og hvítum voru áberandi. Flæð- andi silki og stílhreint snið. teg. BARBARA - push up fyrir stærri brjóstin í skálum C,D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.680,- buxur í stíl á kr. 2.990,- teg. LILA - push up haldari í skálum A,B,C,D,DD á kr. 7.680,- buxur í stíl á kr. 2.990,- teg. AGATHA push up í skálum A,B,C,D,DD á kr. 7.680,- buxur í stíl á kr. 2.990,- Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is LUXUS Á FÆRIBANDI Ný sending af sparifötum My Secret · Digranesvegi 10 · 200 Kópavogi · S: 527-2777 · www.mysecret.is Aada er hugsaður til þess að hjálpa fólki við að bæta heilsu og auka vellíðan. Drykkurinn er auk þess vatns- og þyngdarlosandi og getur reynst góð hjálp við mígreni, flensu, kvefi, bólgum, gigt, ógleði, ferða- veiki, þreytu, sljóleika, meltingartruflunum og jafnvel hjálpað til við að styrkja kynlífið. Hugsaðu um heilsuna VIKUSPRENGJA HJÁ MY SECRET » AÐEINS ÞESSA VIKU 4.900 kr. Fæst eingöngu á Digranesvegi 10, Kópavogi. My Secret býður uppá 5 lítra brúsa af aada engiferdrykknum frá 7.-14.október. Opnunartími mán – fös frá kl. 8 – 16 og laugardaginn 9. okt frá kl. 10 – 14

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.