Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2010, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 07.10.2010, Qupperneq 35
FIMMTUDAGUR 7. október 2010 5 ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Síðustu ár hefur tískan ein-kennst af sparnaði og lát-leysi en þetta andrúmsloft virtist breytt á tískuviku í París. Að minnsta kosti lætur tískuheimurinn og þeir fáu sem hafa aðgang að honum eins og að kreppan sé aðeins óþægileg minning. Kampavínsteiti eiga að nýju upp á pallborðið hjá flestum tískuhúsum og því fjör í París á dögunum þegar tíska sumars ins 2011 var á sýningarpöllunum. Í upphafi virtust þó tísku- sýningarnar ekki ætla að vera í samræmi við andrúmsloftið og afskaplega lítið um liti á fyrstu sýningunum eins og hjá Dries Van Noten sem hannar aðallega í hvítu með víðum og þægilegum línum eða Limi Feu (dóttir hins japanska Yohji Yamamoto) sem heldur sig við hvítt og svart svo dæmi séu tekin. Þetta breyttist þó þegar líða tók á tískuvikuna. Alber Elbaz þarf ekki lengur að sanna neitt svo rækilega hefur hann endur lífgað tískuhús Lan- vin síðustu átta ár. Hann er reyndar næsti gesta- hönnuður úr lúxusgeir- anum sem hannar fyrir H&M í vetur en tísku- lína hans kemur í búðir í nóvember. Elbaz segir hugmyndina að sumar- tísku Lanvin næsta sumar vera að klæða konur ann- arri húð, þannig á flíkin að vera líkt og framhald af líkamanum. Minnir dálítið á Yves Saint Laurent, sem sagði að smók- ing ætti helst að nota án nokkurs annars. Kjólar, buxur og pils eru því úr teygjuefni og þannig eru súkkulaði litaðar flíkurnar líkt og smurðar á fyrirsæturnar og þessi litur mikilvægur sem er nokkuð sérstakt í sumarlínu þó einnig sé nokkuð bleikt og rautt sem og andarblátt. Og undur og stórmerki, Elbaz hefur skipt út háum hælum fyrir flatbotna skó til að auðvelda fyrirsætunum að ganga! Sama má segja um stór- skemmtilega sýningu Jean- Paul Gaultier sem var litríkur að vanda með sýningu í anda „rock´n´roll“ í lok sjöunda áratug- arins við upphaf pönksins. Nina Hagen á fóninum og Beth Ditto, söngkona Gossip sem er nú lík- lega í stærð 48-50, í stjörnuhlut- verki á sýningunni og leidd út af hönnuðinum í lokin. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að Gaultier notar óhefðbundnar fyrirsætur sem eru langt frá því að vera í toppmódelstærð eða líkamsgerð. Mikið var um plíseringar og munstur, þröngar buxur og jakkar eins og fyrir rokkara. Tískan getur sem sagt verið flott á venjulegu eða jafnvel óvenjulegu fólki. Fleiri hönnuð- ir mættu kannski hugleiða að kaupendur eru ekki allir eftir staðalímyndum eða fegurðar- uppskriftum tískuiðnaðar- ins. bergb75@free.fr Hanastél og breiðleitar konur Vorlína Jil Sander fór ekki framhjá neinum, með skær- um litum og einföldu sniði. Æpandi neonlitir og kjólar sem halda mætti að hefðu verið skapaðir á sýru er ekki það fyrsta sem gefur kvenleika til kynna. Jil Sander tókst þó að gera einmitt það í vorlínu sinni fyrir árið 2011 á tískuvikunni í Mílanó, en þar voru sterkir litir afar áberandi og hélt Sander sig við hin naumhyggjulegu snið sem áður hafa ein- kennt fata l ínur hennar. Eins mátti sjá einföld en litrík munstur og ein- kennist vor Jil Sander af nælonefni, skærbleikum varalit og stórum sól- gleraugum í bland við einföld en lit- rík og fáguð föt. - jbá Æpandi vorfílingur Fagurgrænt pils sem auðveld- lega grípur augað. Frá tískusýn- ingu Jil Sander í Mílanó sem fór fram á dögunum. Starfsfólk Krabbameinsfélags Íslands hvetur fyrirtæki til að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini hjá konum og hafa „bleikan föstudag“ á morgun. Mælst er til þess að starfsfólk mæti til vinnu í bleikri flík eða með bleikan fylgihlut. Heimild: www.krabb.is Laugavegur 55, sími 551-1040 • Opið mán.–fös. kl. 11-18 • lau. kl. 10–16 Sendum í póstkröfu um allt land. Það er aðeins ein alvöru hanskabúð og hún er á Laugaveginum við hliðina á Bónus. Yfir 100 litir af leðurhönskum Ný sending af vörum Aldrei meira úrval Gjöfin þín í Lyfjum & heilsu Kringlunni Þetta er gjöfin þín ef þú verslar Estée Lauder snyrtivörur fyrir kr. 5.900 eða meira dagana 7. – 13. október. Gjöfin inniheldur: Idealist 7ml – undirlagskrem sem gerir kraftaverk Daywear, 7ml – Dagkrem með umhverfisvörn Double Wear Light Makeup, 10ml – farða fyrir allar húðgerðir Sumptuous Mascara – svartan mascara Pure Color Lipstick – varalit, lit Bois de Rose Fallega snyrtisösku *meðan birðir endast *verðgildi gjafarinnar er kr. 15.200.- Kringlunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.