Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2010, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 07.10.2010, Qupperneq 42
 7. OKTÓBER 2010 FIMMTUDAGUR RB Rúm við Dalshraun 8 í Hafnar firði er rótgróið fyrir tæki sem leggur áherslu á íslenska framleiðslu. Heimasíðan er www.rbrum.is og Birna Ragn- arsdóttir er framkvæmdastjóri. „Við höfum verið í framleiðslu í 67 ár og vinnum allt sjálf frá grunni. Fyrirtækið byrjaði sem bólstrun og tíu árum seinna færði það sig yfir í dýnurnar. Svo komu rúmin þar á eftir.“ Þannig lýsir Birna Ragnarsdóttir sögu RB rúma við Dalshraun 8 í Hafnarfirði í ör- stuttu máli. Sjálf er hún dóttir frumkvöðulsins Ragnars Björns- sonar sem stofnaði fyrirtækið. „Ég er búin að vera hér síðan ég fædd- ist, liggur við,“ segir hún hlæj- andi. RB rúm sérhæfir sig í spring- dýnum að sögn Birnu, en það eru gormadýnur í grunninn. „Við erum með fjórar mismunandi tegundir af springdýnum sem eru bólstrað- ar hver á sinn hátt og innan hverr- ar tegundar er hægt að velja um fjóra mismunandi stífleika,“ lýsir hún og nefnir líka að dýnur séu framleiddar í eldri rúm eftir pönt- unum og smíðuð rúm inn í ákveðin rými. „Við getum gert rúm í öllum stærðum og hæðum og erum þau einu á Íslandi sem getum boðið upp á það, að ég held,“ segir hún. „Lengsta rúmið sem við gerðum á þessu ári var 2,60 m og við smíð- uðum líka rúm fyrir Sultan Kosen, hæsta mann í heimi, þegar hann kom í heimsókn til Íslands í fyrra. Ég held að það hafi verið 2,80 m.“ Kaupendur dýna í RB rúmum geta látið endurvinna þær eftir vissan árafjölda. „Allar dýnur slitna með tímanum en okkar eru hannaðar þannig að hægt er að laga þær og endurbæta,“ segir Birna og segir líka boðið upp á fríar breytingar á stífleika dýna innan hálfs árs frá kaupum, líki fólki hann ekki. Fjaðrarúmbotnar eru fram- leiddir í RB Rúmum en eitt af því fáa sem innflutt er er svokallað „sælurúm“ með nuddi og ýmsum þægindum og einnig einfaldari botnar og ódýrari með höfðalagi og fótaparti sem hægt er að lyfta. Sem vinsælan fylgihlut við rúm nefnir Birna bólstraða kistla sem hafðir eru við fótagaflinn og nýtast bæði sem sæti og hirslur. „Náttborðin eru í sama stíl nema þau er ekki hægt að opna,“ segir hún. „Oftast tekur fólk höfðagafl, náttborð og kistla í stíl.“ Fimmtán manns starfa að jafn- aði í RB rúmum og Birna segir fyrirtækið flytja allt hráefni inn sjálft. Starfsemin er undir einu þaki í Dalshrauni 8. „Við höfum verið í Hafnarfirði frá upphafi og í þessari götu frá 1966,“ segir Birna. „Það hefur aldrei hvarflað að okkur að flytja úr Firðinum.“ Framleiðum allt á Íslandi „Við erum bólstrunarfyrirtæki í grunninn og því eru allir okkar rúmgaflar bólstraðir,“ segir Birna Ragnarsdóttir, framkvæmda- stjóri RB rúma. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI RB Rúm er staðsett á horni Dalshrauns og Stakkahrauns. Þar er fjöldi bílastæða og aðgengi gott. Springdýnurnar í RB Rúmum eru af fjórum gerðum: venjulegar, Ull- deluxe, Super-deluxe og Grand-deluxe. Fjórir stífleikar eru í boði á allar þess- ar fjórar tegundir, mjúk, medíum, stíf og extrastíf. Fyrirtækið getur breytt stífleika dýnanna eftir óskum kaup- enda og er eina þjónustufyrirtækið á sínu sviði sem býður endurhönnun á dýnunum eftir áralanga notkun. Einn- ig framleiðir það sérhannaðar sjúkra- dýnur. Fylgihlutir eins yfirdýnur og lök eru líka búin til í RB Rúmum og sængurver og koddaver eru saumuð þar en einnig fást innflutt rúmföt. Endurhönnun eftir notkun Einn af starfsmönnunum, Xhavit að nafni, leggur lokahönd á eina dýnuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.