Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 47

Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 47
FIMMTUDAGUR 7. október 2010 9 „Mér fannst stórlega vanta smart föt á stelpur sem eru svolítið stærri um sig, því Ísland er fullt af glæsilegum konum í mýkri kant- inum sem einnig vilja vera flottar til fara. Flestar tískuverslanir eru uppfullar af fatnaði fyrir grannar stelpur, en hér fæst nýjasta tíska fyrir allar konur, sama hvernig þær eru í laginu,“ segir Gunnar Már Levísson kaupmaður í tísku- versluninni Mind í Firðinum, þar sem Gunnar hefur einnig rekið þá margfrægu tískuverslun Herra Hafnarfjörð um árabil. Gunnar sér sjálfur um innkaup hins fagra kvenfatnaðar í Lund- únum og Kaupmannahöfn og seg- ist engum valkvíða haldinn þótt úrvalið sé bæði stórkostlegt og mikið. „Jájá, ég hef ekki síður gott auga fyrir kvenfólkinu,“ segir hann hlæjandi, en ferðir utan til innkaupa eru tíðar. „Nýjar vörur koma í Mind í hverri viku og alltaf samkvæmt því sem er hæstmóðins hverju sinni, en í Mind fær konan allt sem hún þarfnast í flottan fata- skáp, utan undirfata,“ segir Gunn- ar, sem kaupir inn kjóla, skokka, pils, buxur, boli, peysur, blússur, skó og kápur, sem og töskur, skó, belti, skartgripi og fleiri fylgi- hluti. Og viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa hjá smekkvísum skvís- um þessa lands. „Verslunin hefur gengið fram- ar björtustu vonum og það er allt- af brjálað að gera. Því væri tilval- ið að færa út kvíarnar, því öruggt er að þörfin og eftirspurnin er mikil, og aldrei að vita nema ég opni Mind annars staðar ef ég fæ gott verslunarpláss,“ segir Gunn- ar, sem selur fatnað í stærðunum small til 56 í Mind. „Galdurinn við búðina felst ekki bara í smart fatnaði úr vönduðum efnum og miklum gæðum, heldur einnig góðu verði, því hér sést ekki uppsprengt verð eins og finnst í verslunum sem bjóða kvenfatnað í stærri stærðum. Álagning er því sanngjörn og í takti við góða díla í innkaupum,“ segir Gunnar. Dagmar Halldórsdóttir verslun- arstjóri tekur undir skoðun Gunn- ars að þéttholda konur þurfi ekki lengur að vera lummó til fara. „Vitaskuld vilja þær líka klæð- ast töff tískufatnaði og reyndar eru fötin í Mind svo flott að konur fara með sjö, átta flíkur í mátun- arklefann en geta svo ekki gert upp á milli hvað skal svo kaupa því fötin eru öll svo klæðileg. Þá kemur hingað kvenfólk úr öllum landsfjórðungum því orðsporið breiðist út og margar sem komu úr brúðkaupsveislum sumars- ins þar sem þær höfuð spurt vel klæddar, mjúkar konur hvar þær fengu flottu fötin. Svarið lét ekki á sér standa: „Nú, auðvitað í Mind í Firðinum“.“ thordis@frettabladid.is Þykkar eru líka skvísur Fagurt orðspor tískuverslunarinnar Mind í Firðinum hefur breiðst hratt út, enda ávallt full búð af nýupp- teknum tískufatnaði fyrir konur af öllum stærðum sem endurspeglar alltaf það allra heitasta í dag. Skvísuleg klæði samkvæmt nýjustu tísku fást fyrir konur í öllum stærðum í Mind, Firðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gunnari Má Levíssyni kaupmanni í Herra Hafnarfirði fannst vanta í flóruna tískuverslun með flottan fatnað fyrir mjúkholda kvenfólk og ákvað að opna Mind í Firðinum, þar sem hvaða kona sem er finnur töff fatnað sem gerir hana bæði skvísulega og sæta. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I Tax Free dagar fimmtudag til laugardags Dalakofinn Firði Hafnarfirði • S: 555 4295 Nýjar vörur Gjöfina færðu hjá okkur 20% afsláttur af úrum og klukkum á vsk lausum dögum í Firði 7 – 9. október A ug lý si ng as ím i

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.