Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 60

Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 60
40 7. október 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þá er endanleg dagskrá Iceland Airwaves komin á hreint og íslenskir tónlistaráhugamenn lagstir yfir herlegheitin til að velja og hafna og reyna að búa til áætlun. Sem er auðvitað næsta vonlaust. Í ár fer hátíð- in fram á tíu stöðum samtímis sem er meira en áður og um það bil 250 listamenn koma fram á þeim fimm dögum sem hátíðin stendur yfir. Og eins og alltaf eru stundum nokkur algjör- lega ómissandi nöfn að spila á sama tíma. Við getum tekið sem dæmi laugardagskvöldið á mið- nætti. Þá er hin sænska Robyn í Hafnarhúsinu. Ekki má maður missa af henni. Á sama tíma eru hinsvegar Hercules & Love Affair á Nasa, The Antlers á Sódómu, Neon Indian á Venue og Ghostigital í Tjarnarbíói. Hvað sem þú gerir þá sleppirðu ekki Ghostigital! Fleiri svipuð dæmi mætti nefna. Þetta er samt auðvitað bara hluti af stemningunni. Hin ljúfa pína. Og svo er þetta líka þannig að því fleiri tónlistarmenn sem maður kynnir sér á dagskránni, þeim mun fleiri langar mann að sjá. Einn af þeim listamönnum sem frekar lítið hefur farið fyrir í kynningu á hátíðinni er Dominique Young Unique, 19 ára rappari frá Tampa í Flor- ida. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir lög eins og Show My Ass, The World Is Mine, Hot Girl og War Talk. Tónlistin er ofursvalt elektrósk- otið og dansvænt hip-hop með Miami-bass áhrifum. Og Dominique er flott. Með taktana á tæru. Hún er líka sjóðheit þessa dagana. Sló í gegn á SXSW og er búin að vera á tónleikaferðalagi með Dirty Projectors síðustu vikur. Dominique kemur fram á Venue kl. 22.30 á fimmtudags- kvöldið ... Góð pína SJÓÐHEIT Dominique Young Unique kemur fram á Airwaves á fimmtudagskvöldinu. > Plata vikunnar ÓLÖF ARNALDS - INNUNDIR SKINNI ★★★★ „Ólöf Arnalds heldur áfram að fullkomna stílinn sinn á fínni plötu.“ TJ > Í SPILARANUM Sing for me Sandra - Apollo‘s Parade Weezer - Hurley Friðrik Ómar - Elvis Antony and the Johnsons - Swanlights Belle and Sebastian - Write About Love BELLE AND SEBASTIANSING FOR ME SANDRA Fimmta plata Kings of Leon er væntanleg í október. Hljómsveitin varð gríðar- lega vinsæl í kjölfar síð- ustu plötu, en ætlaði að leita aftur til rótanna á nýju plöt- unni. Það virðist ekki ætla að ganga eftir, ef marka má þá sem hafa heyrt nýju plöt- una. Uppgangur Kings of Leon hefur verið hraður síðustu misseri. Hljómsveitin náði nýju stigi ofur- vinsælda árið 2008 þegar lagið Sex on Fire kom út á plötunni Only by the Night. Allt í einu var Kings of Leon komin inn í rútínu ásamt því að fá sér í vörina og hlusta á morgunþátt FM 957. Platan í heild var talsvert poppaðari en það sem hljómsveitin hafði sent frá sér áður, þó platan Because of the Times frá 2007 hafi verið fyrsta skrefið í átt vinsældarpoppsins. Nýjasta plata Kings of Leon, Come Around Sun Down, er væntanleg um miðj- an október og miðað við fyrsta útvarpsslagarann Radioactive er von á meira af því sama frá Suður- ríkjadrengjunum snoppufríðu. Þegar Kings of Leon fór í hljóð- ver til að taka upp nýju plötuna lögðu meðlimir hljómsveitarinn- ar upp með að lögin yrðu dimm og í anda gamla gruggsins. Annað kom á daginn og í maí á þessu ári sagði trommarinn Nathan Foll- owill að lögin væru í rólegri kant- inum, „strandarleg“ og í ætt við fyrstu plötuna Youth and Young Manhood. Það virðist vera í tísku hjá hljómsveitum að vísa í fyrstu plötuna þegar þær eru byrjaðar að höfða til stærri hóps í von um að ergja ekki þá sem hafa hlustað frá upphafi. Það verður að segj- ast að nær undantekningalaust er allt tal um „gamla hljóminn“ ekki á rökum reist og Kings of Leon er örugglega engin undantekning. Það þarf samt ekki að vera slæmt. Radioactive lofar góðu fyrir þá sem kunna að meta tvær síðustu plötu Kings of Leon og miðað við dóm tónlistartímarits- ins Q halda þeir blygðunarlaust í átt til frekari vinsælda á plötunni. Þar er raunar talað um að í stað- inn fyrir að vera Suðurríkjaútgáfa The Strokes, eins og fyrstu tvær plöturnar gáfu til kynna er hljóm- sveitin orðin sveitalubba-Bon Jovi. Við skulum leyfa aðdáendum að dæma um það, en lýsingin er stór- skemmtileg. atlifannar@frettabladid.is Suðurríkja-Strokes verður að sveitalubba-Bon Jovi ár eru síðan Kings of Leon var stofn- uð, en fyrsta platan kom út árið 2003. 11 er meðalaldur strákanna í Kings of Leon. Sá yngsti, Jared, er fæddur 1986 og sá elsti, Nathan, er fæddur 1979. 27 milljón eintök af Only by the Night, síðustu plötu Kings of Leon, hafa selst um allan heim. 6,5 Rafræn forsala á plötunni Goð+ með neðanjarðarrokksveitinni S.H. Draumi hefst í dag. Salan fer fram á glænýjum vef verslunarinnar Havarí, Havari.is. Þar verður einnig að finna alls kyns auka- efni og efni sem komst ekki fyrir á plöt- unni. Goð+ er tveggja diska endurútgáfu- pakki S.H. Draums og inniheldur næstum því allt hljóðritað efni hljómsveitarinn- ar ásamt bæklingi með textum og sögu- ágripi. Þeir sem kaupa plötuna rafrænt í forsölu fá einnig eintakið sjálft sent til sín innan nokkura daga. Platan verður svo fáanleg í verslunum 13. október. Kimi Rec- ords stendur að útgáfu Goð+ með Gunnari Lárusi Hjálmarssyni. S.H. Draumur kemur saman eftir sautj- án ára hlé til að spila á Airwaves-hátíðinni á Nasa 14. október. Einnig stefnir hljóm- sveitin á sérstaka Goð-tónleika í lok nóv- ember á Akureyri og í Reykjavík. Þar verður Goð-platan leikin í heild sinni í fyrsta og eina skipti. -fb Forskot á sæluna S.H. DRAUMUR Rafræn forsala á plötunni Goð+ hefst í dag. „Þetta er bæði tilhlökkun og svolít- ill ótti,“ segir Ingvar Geirsson, eig- andi plötubúðarinnar Lucky Rec- ords. Hann opnar tónlistarhátíðina Brooklyn Soul Festival í New York á morgun sem plötusnúðurinn DJ Lucky. „Þetta er svolítil pressa en þetta verður bara gaman.“ Ingvar ætlar á hátíðinni að spila sálar- og fönkplötur úr 7 tommu safni sínu. Hátíðin stendur yfir í tvo daga og þar koma fram fjór- ir plötusnúðar og sex kunnir lista- menn úr heimi bandarískrar sálar- og fönktónlistar. Ingvar var fenginn til að spila á hátíðinni eftir að hann hitti Richard Lewis, einn af skipuleggj- endum hennar, á fönkhátíð Samú- els J. Samúelssonar í Reykjavík í sumar. „Ég ætlaði fyrst að fara út og kíkja á hátíðina en svo þegar hann frétti af því bað hann mig um að spila,“ segir Ingvar. Samúel verður einmitt með honum í New York en ætlar þó ekki að stíga á svið. Hann ætlar að nýta ferðina til að næla sér í sambönd fyrir næstu fönkhátíð. Ingvar ætlar einnig að reyna að koma sér í samband við erlenda útgefendur vegna Lucky Records. Saman hyggja þeir síðan á mánaðarleg fönk- og sálarkvöld í Reykavík þar sem þessar tónlist- arstefnur fá að njóta sín. - fb Tilhlökkun og ótti í Brooklyn INGVAR GEIRSSON Ingvar spilar á tónlistarhátíðinni Brooklyn Soul Festival í New York á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.