Fréttablaðið - 07.10.2010, Side 64

Fréttablaðið - 07.10.2010, Side 64
44 7. október 2010 FIMMTUDAGUR Dagur Kári fær frábæra umsögn í Politiken. Því er spáð að hann hljóti kvikmyndaverðlaun Norðurlanda- ráðs. Danska blaðið Politiken spáir því að kvik- mynd Dags Kára Péturssonar, The Good Heart, muni hreppa kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs sem afhent verða þann 20. október. Til mikils er að vinna því aðalverðlaunin eru 350 þúsund krónur danskar eða rúmar sjö milljónir íslenskra. Fimm myndir frá öllum Norðurlöndun- um koma til greina en Danir hafa verið sigursælastir frá árinu 2005 þegar þessi afhending varð árleg, hafa hlotið verð- launin í þrígang. Fyrstur til að hljóta þau var hins hins vegar Aki Karuismáki fyrir mynd sína Maður án fortíðar. Það er Kim Skotte, kvikmyndaritstjóri Politiken, sem spáir því að Dagur Kári muni fara heim með seðlana og viður- kenninguna. Hann gefur myndinni jafn- framt fimm hjörtu af sex og segir að ef Jim Jarmusch hefði fengið að leikstýra einum þætti af Staupasteini hefði stemn- ingin eflaust verið svipuð og sú sem svíf- ur yfir vötnum í The Good Heart en hún verður frumsýnd í desember í Danmörku. Þá hrósar Skotte jafnframt Degi fyrir það afrek að hafa gert þrjár myndir á þremur mismunandi tungumálum: Nói Albínói var á íslensku, Voksne mennesker á dönsku og The Good Heart er öll leikin á ensku. Skotte segir að Dagur eigi þó ekkert sigurinn vísan. Submarino eftir Thomas Vinterberg sé sterk og þá megi ekki gleyma finnsku heimildarmyndinni Mies- ten Vuoro eða Steam of Life eftir hinn 33 ára gamla Mika Hotakainen. „Ég er reiðu- búinn að veðja sparifénu á að fámennasta landið á Norðurlöndunum fari með sigur af hólmi en set bæði Danmörku og Finn- land til vara,“ skrifar Skotte, sem hefur þá augljóslega ekki mikla trú á Noregi og Svíþjóð. freyrgigja@frettabladid.is > MÆTT Á DJAMMIÐ Hin 22 ára Rumer Willis, dóttir Bruce Willis og Demi Moore, er hætt með kærasta sínum til tveggja ára, Micah Alberti. Rumer flaug um- svifalaust til Las Vegas þar sem hún skemmtir sér með vinum sínum. Ekki var að sjá á döm- unni að hún saknaði kærast- ans mikið, að sögn sjónarvotta í Vegas. SPÁÐ VELGENGNI Kim Skotte, kvikmyndaritstjóri Politiken, spáir því að The Good Heart eftir Dag Kára eigi eftir að fara með sigur af hólmi þegar kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs verða kunngjörð. DANIR SPÁ DEGI KÁRA SIGRI Mad Men-stjarnan lögulega Christina Hendricks á ekki í neinum vandræðum með að fá athygli frá karlmönnum. Í nýju viðtali í tímaritinu Harper‘s Bazaar segist hún einnig fá mikla athygli frá konum og hommum. „Konur reyna við mig,“ segir hún. „Manninum mínum fi n nst óþægi leg t hversu margar konur reyna við mig.“ Þá segist hún oft lenda í því að homm- ar komi að henni og segi: „Ég er ekki fyrir konur, en ef ég væri það ...“ Hún bætir við að þetta finnist henni uppörvandi. Rauðhærða þokkadísin talar einnig um að líkami hennar hafi orðið til þess að íturvöxnum konum líði betur með líkama sína. Hún segist hafa lent í því að kona kom upp að henni á veitingastað og þakkaði henni fyrir það hversu sátt hún væri við líkamsvöxt- inn. „Ég fékk tár í augun,“ sagði Hendricks. Konur reyna við mig LÖGULEG Christina Hendricks er með línur í lagi. NORDICPHOTOS/GETTY Fyrrverandi leikarinn Frankie Muniz, sem lék eftirminnilega aðalhlutverkið í þáttunum Mal- com in the Middle, fékk skot á sig á Twitter á dögunum. Þar sagði notandi að hann væri hræðilegur leikari, en Muniz var fljótur að svara fyrir sig: „Já, en að vera búinn að setj- ast í helgan stein með 40 millj- ónir dollara 19 ára gamall hefur ekki verið hræðilegt. Gangi þér vel að flytja út úr foreldrahúsun- um áður en þú verður 35 ára.“ Það skal tekið fram að 40 milljónir dollara eru um fjórir og hálfur milljarður íslenskra króna. Feis! RÍKUR FRANK Frankie Muniz þarf hvorki að hafa áhyggjur af peningum né skotum á Twitter. folk@frettabladid.is EGILSHÖLL ÓSKA EFTIR STARFSFÓLKI Umsóknir sendist á EGILSHOLL@SAMBIOIN.IS með umsókn þarf að fylgja mynd, kennitala og upplýsingar um umsækjanda. í nóvember næstkomandi munu sambíóin opna glæsilegasta kvikmyndahús landsins af því tilefni vantar okkur hörkuduglegt starfsfólk í eftirtalin störf: • afgreiðsla á miðum / sælgæti • dyravörslu • starf vaktstjóra • Ræstingu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.