Fréttablaðið - 07.10.2010, Side 78
58 7. október 2010 FIMMTUDAGUR
BESTI BITINN Í BÆNUM
„Þessi bók er eins einlæg og djúp og
hægt er. Ég kemst ekki nær mér og
sker mig inn að beini,“ segir hand-
boltakappinn Logi Geirsson.
Logi sendir frá sér bókina 10 10 10
- atvinnumannssaga Loga Geirsson-
ar á sunnudaginn, en þá fagnar hann
einnig 28 ára afmæli sínu. Í einum
af athyglisverðari köflum bókarinn-
ar fjallar Logi um æskuár sín á afar
hispurslausan hátt, en hann var sein-
þroska sem hafði mikil áhrif á hann.
Logi viðurkennir að það hafi farið
um hann þegar hann las umrædd-
an kafla, enda verður hann bráðum
öllum aðgengilegur í bókinni.
„Jú, jú, auðvitað er það erfitt,“
segir hann. „Þetta er það sem ég var
að keppa við alla mína æsku. En ég
er ekkert að fela þetta, enda kominn
með skel utan um mig eins og full-
orðinn maður. Þetta var stórt mál
fyrir mig. Mig langaði að sýna fólki
að ég er ekki bara maðurinn sem
það sér í fjölmiðlum. Undir niðri eru
allir viðkvæmar sálir.“
Logi telur að margir eigi eftir að
finna sig í bókinni og að með henni
sé hann að sýna gott fordæmi. „Það
er gaman fyrir þá sem eru ekki
bestir í yngri flokkunum að vita
að maður á ekki að hætta, heldur
fara sínar eigin leiðir,“ segir hann.
„Mér fannst vanta svona bók. Það
er stundum sagt að ef það er ekki
til bók sem mann langar hrikalega
að lesa sjálfur, þá skrifi maður hana
bara sjálfur.“
Logi ítrekar að bókin sé ekki ævi-
saga heldur fjalli hún um atvinnu-
mennskuna og allt sem tengist
henni. „Ég tala miklu meira um erf-
iðleikana og tilfinninguna að vera
atvinnumaður heldur en að fara yfir
hvernig mér gekk í einstaka leikj-
um,“ segir hann. „Ég er ekki að tala
um hvað ég skoraði mörg mörk, þó
ég hrósi mér á einstaka stað í bók-
inni – það er bara eins og ég er.“
Þú telur ekki upp hvenær þú varst
maður leiksins?
„Nei, þetta eru skuggahliðarnar
og það sem fólk sér ekki þegar það
horfir á sjónvarpið og sér persónuna
Loga Geirsson spila. Mig langar að
sýna hvað er þarna á bak við. Allur
undirbúningur, í hverju maður er að
lenda rétt fyrir leiki.“
atlifannar@frettabladid.is
LOGI GEIRSSON: UNDIR NIÐRI ERU ALLIR VIÐKVÆMAR SÁLIR
Ég sker mig inn að beini
Þeir voru allir orðnir 20 sentimetr-
um hærri en ég og komnir með hár
á punginn − ég var nauðasköllóttur
að neðan. Það var mjög erfitt að
horfa upp á alla verða kynþroska
langt á undan mér.
[…] Ég treysti mér til að mynda ekki
til þess að fara í sturtu með hinum,
hvort sem það var eftir æfingar eða
í leikfimi í skólanum og tókst að
komast hjá því öll unglingsárin, sem
er líklega met.
[…] Þegar ég var orðinn 17 ára og
kominn upp í meistaraflokk var ég
enn að forðast sturtuna. Feimnin
var svo yfirgengileg. Það var ekki fyrr
en ég var orðinn 21 árs og kominn
til Lemgo sem ég ákvað að kýla
á það og fara í sturtu eins og allir
hinir.
Úr bókinni 10 10 10 - atvinnu-
mannssaga Loga Geirssonar.
TREYSTI SÉR EKKI Í STURTU MEÐ HINUM
EINLÆGUR Logi Geirsson leggur spilin á borðið í bók sem kemur út á sunnudaginn.
Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon
verður spyrill í spurningakeppninni Drekktu
betur á Bar 46 við Hverfisgötu á föstudaginn
en um helgina verður blásið til sérstakrar
Lista- og ölhátíðar á staðnum. Þar ættu allir
að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, svo sem
tónleika, frumsýningu heimildarmyndar um
efnahagshrunið eftir Þorfinn Guðnason og
nýtt leikrit eftir leikhópinn Peðið. Þá munu
blaðamaður og Breiðavíkurdrengur bjóða
gestum upp á kreppusúpu.
En vafalítið verður mesta spennan í kring-
um spurningakeppni Jakobs sem hyggst með
henni kveða niður átta ára gamlan draug.
„Þetta gæti verið leið mín til að ná jafnvægi
og einhverri sætri hefnd á þessari opinberu
niðurlægingu fyrir átta árum,“ segir Jakob
í samtali við Fréttablaðið, augljóslega ekki
búinn að gleyma óförunum gegn Jónsa og
félögum Í svörtum fötum í Popppunkti. „Þeir
einir sem hafa þurft að lúta í gras geta risið
upp aftur og horfst í augu við umheiminn
með þeirri auðmýkt og mennsku sem er eitt
af okkar meginverkefnum í lífinu.“ Jakob er
þegar farinn að undirbúa sig en vildi ekki
gefa of mikið upp um spurningarnar. „Það
verður djúpt kafað og hátt reitt til höggs
þannig að þeir sem eru milli himinskauta og
iðra djúpanna munu ramba á rétt svör,“ segir
Jakob og lofar því að sumir muni sitja eftir
með stórt spurningarmerki á enninu. „Það er
hreinlega spurning hvort nokkur treysti sér,
hvort einhver mæti hreinlega.“
- fgg
Jakob Frímann nær loks fram hefndum
Eins og Fréttablaðið greindi frá
fyrir skemmstu mun Anita Briem
leika stórt hlutverk í bandarísku
kvikmyndinni Elevator. Anita hefur
í nægu að snúast því verkefnin hafa
smám saman verið að hrannast upp
og ekki má gleyma því að hún gekk
í það heilaga fyrr í sumar. Á sömu
grísku eyjunni og Mamma Mía! var
tekin upp.
Fréttablaðið náði tali af Anitu
þegar hún var nýkomin heim af
tökustað. „Við hófum tökur fyrir
rúmri viku og ég er í skýjunum.
Því að vera í kringum svona hæfi-
leikaríkt og reynslumikið fólk eins
og Shirley [Knight] og John [Getz]
er svo gott fyrir sálina,“ útskýrir
Anita en Shirley þessi hefur í tví-
gang verið tilnefnd til Óskarsverð-
launa og hlotið ótal aðrar viður-
kenningar á sínum ferli. John Getz
hefur unnið með leikstjórum á borð
við David Fincher og Coen-bræður
og veit því alveg hvernig heimurinn
snýst. „Ég hef aðeins verið að heyra
ofan í hann um hvernig þeir vinna,“
segir Anita.
Elevator fjallar um níu mann-
eskjur sem lokast saman í lyftu og
vita að einn þeirra er með sprengju.
„Það veltur því allt á því hvernig við
leikararnir vinnum saman og hvern-
ig samböndin og sögurnar sem við
sköpum á milli okkar þróast. Við
erum að vinna langa daga undir
stundum erfiðum kringumstæðum
en ég kem heim brosandi.“ - fgg
Anita nýtur lífsins á tökustað
NJÓSNAR UM COEN-BRÆÐUR Anita
Briem njósnar um það hjá meðleikara
sínum John Getz hvernig stórleikstjórinn
David Fincher og Coen-bræður vinna.
Hún segir tökudaga á Elevator vera
langa en hún komi brosandi heim.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÞUNGAR SPURNINGAR Jakob Frímann er ekki búinn
að gleyma þeirri opinberu niðurlæginu þegar Stuð-
menn voru rassskelltir af Í svörtum fötum í fyrsta
þætti Popppunkts fyrir átta árum. Hann hyggst láta
gáfumennin svitna á Bar 46 um helgina.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
„Það er Epic á Restaurant 73.
Þarna fær maður 300 gramma
hamborgara og hugsar svo ekki
um mat næstu fjóra klukkutím-
ana.“
Anton Traustason framkvæmdastjóri.
Fös 15/10 kl. 20:00 frums
Lau 16/10 kl. 20:00 2.sýn
Fös 22.10. Kl. 20:00 aukas.
Lau 23/10 kl. 20:00 3.sýn
Lau 30/10 kl. 20:00 4.sýn
Sun 31/10 kl. 20:00 5.sýn
Fös 5/11 kl. 20:00 6.sýn
Lau 6/11 kl. 20:00 7.sýn
Fim 11/11 kl. 20:00 8.sýn
Fös 12/11 kl. 20:00 9.sýn
Lau 9.10. Kl. 13:00
Lau 9.10. Kl. 15:00
Lau 16.10. Kl. 13:00
Lau 16.10. Kl. 15:00
Sun 17.10. Kl. 13:00
Sun 17.10. Kl. 15:00
Lau 23.10. Kl. 13:00
Lau 23.10. Kl. 15:00
Sun 24.10. Kl. 13:00
Sun 24.10. Kl. 15:00
Fös 8.10. Kl. 20:00
Lau 9.10. Kl. 20:00
Fös 15.10. Kl. 20:00
Lau 16.10. Kl. 20:00
Fim 21.10. Kl. 20:00 aukas.
Fös 22.10. Kl. 20:00
Lau 23.10. Kl. 20:00
Fös 29.10. Kl. 20:00
Lau 30.10. Kl. 20:00
Sun 31.10. Kl. 20:00
Fim 4.11. Kl. 20:00
Fös 5.11. Kl. 20:00
Lau 6.11. Kl. 20:00
Fim 11.11. Kl. 20:00
Fös 12.11. Kl. 20:00
Lau 13.11. Kl. 20:00
Fös 8.10. Kl. 19:00
Sun 17.10. Kl. 19:00
Sun 24.10. Kl. 19:00
Þri 26.10. Kl. 19:00
Mið 27.10. Kl. 19:00
Fim 28.10. Kl. 19:00
Mið 3.11. Kl. 19:00 aukas.
Sun 7.11. Kl. 19:00
Mið 10.11. Kl. 19:00
Sun 14.11. Kl. 19:00
Mið 24.11. Kl. 19:00 aukas.
Fim 25.11. Kl. 19:00 aukas.
Lau 11.12. Kl. 19:00 aukas.
Sun 12.12. Kl. 19:00 aukas.
Fim 21.10. Kl. 20:00
Fös 29.10. Kl. 20:00
Fim 4.11. Kl. 20:00
Lau 13.11. Kl. 20:00
Fim 18.11. Kl. 20:00
Fös 26.11. Kl. 20:00
Ö
U
Ö
Ö
Ö
Ö Ö
Ö
Ö
Ö
U Ö
Ö
U
U
U
Finnski hesturinn (Stóra sviðið)
Fíasól (Kúlan)
Hænuungarnir (Kassinn)
Íslandsklukkan (Stóra sviðið)
Gerpla (Stóra sviðið)
Gildir
ágúst
2010
til jún
í 2011
úsk
orti
ð
1
OPIÐ
KORT
Gildir
á
Leik
hús
kor
tið
201
0/2
011
ÁSK
khusi
d.is I
midas
ala@
le
Leikhúsk
ort
4 miðar á
aðeins
9.900 kr.
U
Ö
U
U
U
U
U Ö
Ö
U
U
Ö
Ö
Ö
U
Ö
U
U
U
U
Ö
Ö
U
U
Ö
Ö
Ö Ö
Auglýsingasími