Fréttablaðið - 09.10.2010, Síða 38
2 fjölskyldan
Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði
Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson roald@frettabla-
did.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Hönnun:
Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar:
Ragnheiður Tryggvadóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir, Vera
Einarsdóttir og Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndir:
Fréttablaðið Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.
Ragnheiður
Tryggvadóttir
skrifar
Nú er stund milli stríða. Ég leyfi mér þó ekki að setjast niður. Veit sem er að ég þarf bara að standa strax upp aftur. Þá er auðveldara
að standa áfram í lappirnar, þó fúnar séu og ýta frá
sér öllum hugmyndum um hvíld í bili. Fæturnir eru
þungir sem steypuklumpar og höfuðið sem grjót
eftir stuttan og slitróttan nætursvefn. Verkefnalisti
dagsins er langur og ég man ekki helminginn af því
sem ég þarf að gera. Höfuðið svo fullt af atriðum
að muna að þegar eitt bætist við, dettur annað út.
Talsvert á þessum lista er síðan í gær og deginum
þar áður og þar áður. Ég bíð eftir kallinu, veit að
það kemur á hverri stundu. Með það hangandi yfir
mér kem ég engu í verk og fæ hjartslátt yfir þeim
dýrmætu sekúndum sem tapast í ekki neitt, það er
svo margt sem ég á eftir eins og fjallið af þvottin-
um í körfunni gefur til kynna. Tvístígandi fer ég
að brjóta saman stykkin, en er varla búin með það
fyrsta þegar kallið kemur, hátt og snjallt „mamma,
búúúúiin!“
Við setjumst til borðs,
svöng eins og úlfar og ég
skammta á diska. Annað
gólar af svengd meðan ég
skammta því fyrra. Þegar
ég skammta því seinna
gólar það fyrra á meira.
Þegar ég skammta sjálfri
mér loks og sest eru bæði
búin og góla í kór. Ég slafra
í mig matnum. Svo taka kvöldverkin við. Eftir þvott
á tuttugu mislitlum fingrum og tám bursta ég 28
mislitlar tennur, þvæ tvö mislítil andlit, hvorugt
hrifið af aðförunum. Klósettferð, bleiuskipting, nátt-
buxur, nátttreyja, náttgalli, pelasopi, söngur, lestur,
söngur, svefn. Loks dettur allt í langþráð dúnalogn.
Þessi tvö sem fyrir augnabliki spangóluðu bæði eins
og hungraðir úlfar hafa nú breyst í yndisfríða engla.
Ég gef mér nokkrar mínútur í að horfa á þau lúra.
Þvottastaflinn glottir við mér þar sem hann flæð-
ir yfir brúnir þvottakörfunnar í sófanum frammi
í stofu. Næstum eins og hann vilji segja „Þú ert þó
ekki að íhuga að setjast niður núna góða mín?“ En
það er þó nákvæmlega það sem ég er að hugsa. Eitt
augnablik horfi ég með samviskubiti yfir stofugólfið
þakið leikföngum og morgunkorni, á uppvaskið og
svo á árans þvottastaflann. Svo lít ég á sófann, vin
minn í raun og áður en ég veit af hefur hann boðið
mér sæti. Ég þigg það með þökkum, sveifla fótunum
upp á þvottastaflann og kræki höndum fyrir aftan
hnakkann. Ó, þú fjölskyldunnar ljúfa líf.
Ó þú ljúfa líf
BARNVÆNT
Krakkajóga í Lótus Krakka-
jóganámskeið hefjast í Lótus
jógasetri 15. og 18. október
næstkomandi. Þau eru annars
vegar ætluð fimm til sjö ára
börnum og hins vegar aldurshópn-
um átta til tíu ára. Á námskeiðun-
um verður jóga og leiklist fléttað
saman. Unnið verður með
jógastöður, öndunar æfingar,
einbeitingu og slökun en leikjum
og samsköpun blandað við í anda
leiklistarinnar.
Kennari á námskeiðunum er Ásta
Arnardóttir sem hefur áralanga
reynslu af skapandi starfi með
börnum bæði í leiklist og jóga. Hún
hefur einnig haldið fjölmörg
námskeið fyrir leiðbeinendur á leikskólum um hvernig megi flétta jóga og leiklist inn í skólastarfið.
Krakkanámskeiðin standa í sex vikur en þeim er ætlað að efla einbeitingu, sjálfstraust og samhæfingu í
leik og gleði. Innifalið í námskeiðsverði eru þrír tímar í fjölskyldujóga. Tímarnir fyrir yngri hópinn eru á
miðvikudögum klukkan 16 en fyrir eldri hópinn á föstudögum á sama tíma. Sjá nánar áwww.this.is/asta.
Glaðværð og góður andi er ríkj-andi á heimili Ásgeirs og Ást-hildar í Kópavoginum. Vinkon-ur þeirra, systurnar Klaudia átta
ára og Natalia, alveg að verða tíu, eru í
heimsókn. „Þær koma þrisvar í viku og
eru kannski klukkutíma, einn og hálf-
an,“ segir Ásgeir. „Já, þetta er orðið
svo eðlilegt, við tökum ekkert tímann,“
tekur kona hans glaðlega undir. „Þær
eru að læra íslensku og hefur farið gífur-
lega mikið fram síðan í fyrra. Það gerir
náttúrulega skólinn og svo hugsa ég að
þegar þær koma hingað til okkar sé það
íslenskutími fyrir þær líka. En ég hef
engan aga á þeim hér. Þegar þær nenna
ekki að lesa meira þá bara hættum við,“
segir Ásgeir. Hann segir aðeins meiri
alvöru í kennslunni þá tvo daga vikunn-
ar sem hann fer heim til þeirra. „Þá er
ég yfirleitt svona klukkutíma. Fer með
þeim yfir heimalærdóminn og svo tala
ég við foreldrana. Þau fá hinar og þessar
tilkynningar frá skólanum sem þau skilja
ekki alltaf,“ segir hann og kveðst hafa
gaman af að setja sig inn í þeirra tungu-
mál. „Pólska er ekki létt mál en ég var
byrjaður að glíma við hana áður en ég
kynntist þeim.“
Ásgeir og Ásthildur fluttu í Kópavog-
inn 1973 vestan úr Ísafjarðardjúpi en
þær systur eru upprunalega frá Tarn-
ów í Póllandi. Nú skilur bara ein gras-
flöt heimili þeirra að. Ásthildur fer í hug-
anum tvö ár aftur í tímann. „Þegar ég
sá þessa ungu og huggulegu fjölskyldu
flytjast í húsið hér á bak við okkur þá átti
ég mér strax þann draum að hún mundi
stoppa. Í fyrra fór pabbi stúlknanna að
rækta grænmeti og gaf okkur að bragða
á uppskerunni. Ég var þá að klára vett-
linga og datt í hug að gefa konunni hans
þá í staðinn og sendi litlu skvísunum
grifflur í leiðinni. Síðar þegar Natalia
lenti í vandræðum í skólanum með prjón-
ana sína þá kom mamma hennar með þá
að girðingunni. Svona hófust samskiptin.
Ég get samt ekkert talað við foreldrana
en það eru engir tungumálaörðugleikar
milli mín og telpnanna. Við lærum margt
hver af annarri og erum miklar vinkon-
ur. Þær eru svo eðlisgóðar þessar litlu
stúlkur.“ „Já, og einstaklega námfúsar,“
bætir Ásgeir við. - gun
Lærum hvert af öðru
Góð og gefandi kynni hafa skapast milli pólsku systranna Klaudiu og Nataliu Kubis og hjónanna Ásgeirs
Svanbergssonar og Ásthildar Pálsdóttur. Ásgeir fer tvisvar í viku að kenna stúlkunum íslensku og þær
koma þrisvar í viku í heimsókn til hans og Ásthildar.
Góðir vinir Natalia, Ásgeir, Klaudia og Ásthildur eiga góðar stundir saman. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KRISTIÐ SAMFÉLAG