Fréttablaðið - 09.10.2010, Page 42

Fréttablaðið - 09.10.2010, Page 42
6 fjölskyldan leikskóli það er leikur að læra arfirði, fór úr Borgarfirðinum í Menntaskólann á Laugarvatni. Ég hafði held ég á þessum tíma aldrei leitt hugann að því að starfa á leik- skóla, vissi varla að til væru leik- skólar.“ En hann kunni strax vel við sig og nokkrum árum síðar lærði hann til leikskólakennara í þeim skóla er þá hét Fósturskólinn. En hvernig skyldi hefðbundinn dagur vera hjá Ásmundi: „Ég hef víðfeðmt starfsvið sem aðstoðarleikskólastjóra, er til sam- ráðs um leikskólamálin og svo vinn ég inn á deildum, á þremur af fjór- um deildum leikskólans. Þetta er allt frá bleiuskiptum til sögu- stunda,“ segir Ásmundur sem hefur dálæti á að segja börnunum sögur. „Ég segi þeim oft þjóðsögur, sög- una af Búkollu eða Fóu feykirófu til dæmis. Svo segi ég þeim stund- um sögur af fimm ára dreng, sem á hund og gott ef ekki talandi páfa- gauk,“ segir Ásmundur sem geymir þessar sögur í huganum og grípur til þeirra þegar þarf. Fyrir utan sögustundir er hreyf- ing með börnum í uppáhaldi. Raun- ar hefur Ásmundur verið verkefna- stjóri verkefnis sem gengur út á að efla hreyfiþroska barna, í sam- starfi við íþróttafélagið í hverfinu, KR. „Við erum í raun að venja börn- in við það að það sé skynsamlegt að verja tíma sínum hjá íþróttafélagi, þannig er þetta forvarnarstarf.“ Ásmundur hefur mjög gaman af útivistinni með krökkunum og segir þau fljótt læra að það er auð- velt að fá hann til að sparka bolta og ærslast. Þannig hafi það reynd- ar oft verið með þá karlmenn sem hann hafi unnið með, en þeir eru eins og gefur að skilja mun færri en konurnar í þeirri miklu kvenna- stétt sem leikskólakennarar og starfsmenn eru. Þegar talið berst að kynja- hlutfalli inni á leikskólum segir Ásmundur að hann hafi oft velt því fyrir sér hvernig á því standi að svo fáir karlmenn sæki í leik- skólastörf. „Ég hef margrætt þetta mál, án þess að komast að niður- stöðu. Stundum er talað um launin eða að kvennamenningin geri körl- um erfitt að fóta sig á þessum vett- vangi. Það hef ég hins vegar ekki séð stutt neinum rannsóknum,“ segir Ásmundur sem sannarlega er ánægður með starfsvettvang- inn sem hann rataði inn á fyrir til- viljun. „Ég væri náttúrulega ekki í þessu starfi ef ég væri ekki fær í því og ætla að halda áfram svo lengi sem að börnin vilja hafa mig.“ Á árunum tuttugu sem liðin eru síðan hann hóf störf á leikskóla hefur gríðarlega mikið breyst í starfsumhverfinu. „Við leikskóla- kennarar gerum meiri kröfur til okkar og með aukinni mennt- un í þjóðfélaginu er hinn almenni borgari einnig orðinn kröfuharð- ari. Listin í leikskóla er auðvitað að kenna börnum í gegnum leik og leyfa þeim að njóta lífsins, það er algjört höfuðatriði,“ segir Ásmund- ur sem sannarlega myndi vilja sjá fleiri karla innan leikskólans. „Við höfum svo margt að bjóða krökk- um og ég skil ekki af hverju fleiri sækja ekki í starfið – það hentar karlmönnum.“ AÐLÖGUN Í LEIKSKÓLANUM Það getur verið svolítið erfitt að byrja í leikskóla þegar maður er lítill. Gott er að foreldrarnir læri nöfn á einhverju af starfsfólkinu og hinum börnunum og séu duglegir að tala um leikskólann við barnið heima. FRAMHALD AF FORSÍÐU Alltaf eitthvað um að vera Ásmundur hefur einstaklega gaman af útivistinni með börnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ég held það væri til bóta ef körlum fjölgaði á leikskól-um. Þeir nenna oft öðrum hlutum en konurnar og það skapar meiri fjölbreytni“ segir Sverrir Dalsgaard, sem vinnur á Heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi. Hann er eini karlmað- urinn í starfsliðinu og er spurður hverju hann nenni frekar en kon- urnar í kringum hann: „Ég gaurast kannski meira úti með krökkunum og fer oftar í eltingaleiki og fót- bolta,“ svarar hann glaðlega. „Það er ýmislegt sem ég geri sem nýt- ist báðum kynjum, annað höfðar meira til strákanna. Bara ef ég tek mér skóflu í hönd er strax kominn strákahópur í kring um mig. Þeim þykir gaman að fylgjast með öllu verklegu og að fá sjálfir að hand- leika stórar skóflur. Ef við erum að leika okkur í vatni og drullu- malli eru bæði strákar og stelpur spenntir fyrir því. Öll viðfangsefni hjá okkur eru fyrir bæði kynin, úti- nám, íþróttir og allt sem er innan dyra. Börn eru heldur ekki komin í jafn mikil stelpu-og strákahlutverk á þessum aldri eins og eldri börn.“ Sverrir er hálfur Íslendingur og hálfur Færeyingur. Hann fæddist í Danmörku og bjó frá í Færeyjum frá fimm ára aldri þar til hann varð fimmtán ára en kom þá til Íslands og fór í menntaskóla hér. Hann var 23 ára þegar hann fór að sinna sex til tíu ára börnum á skóladagheim- ili í Danmörku og starfaði við það í níu ár. Jafnhliða kveðst hann hafa farið í gegnum pedagog-nám, sem er uppeldismenntun en ekki sú sama og leikskólakennarar hafa. „Ég var ekki spenntur fyrir því framan af ævinni að vinna á leik- skóla en það breyttist og þrátt fyrir að næg atvinna væri á Íslandi þegar ég flutti hingað fyrir fjórum árum þá fannst mér þetta starf besti kosturinn,“ segir Sverrir. Hann kveðst enn á sömu skoðun enda sé Urðarhóll góður vinnustaður. „Ég er mjög ánægður með áherslurnar hér sem eru heilsa, hreyfing og list- sköpun. Hér er mikill metnaður og það er frábært að vinna með fólki sem leggur sig fram við það sem það gerir.“ - gun Allir spenntir fyrir drul Þegar Sverrir Dalsgaard flutti heim frá Danmörku árið 2006 átti hann ýmissa kosta völ á vinnum Því hefur hann sinnt síðan. Hann er nú á Heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi og kann vel v Veistu þetta er bara rosa-lega skemmtilegt í alla staði, vinnuandinn alltaf góður og börnin alveg frá- bær, þau gefa manni svo mikið,“ segir Sverrir Jörstad Sverris- son, um starf sitt á leikskólan- um Hörðuvöllum í Hafnarfirði þar sem hann hefur gegnt stöðu aðstoðarleikskólastjóra síðustu fjögur ár. En í hverju er starf Harðar helst fólgið? „Ég er staðgeng- ill leikskólastjóra þegar hann er ekki á staðnum og sinni svo bæði skrifstofustörfum og leysi deild- arstjóra af eftir þörfum; þá tek ég við barnahópi viðkomandi aðila yfir daginn sem skiptist í matmálstíma, frjálsan tíma og fræðslu þar sem krakkarnir læra sitt lítið af hverju, svo sem lífs- leikni, stærðfræði og heimspeki. Þetta þykir mér mjög skemmti- legur tími og án hans væri starfið náttúrulega ekki nærri eins gef- andi og raun ber vitni.“ Sverrir útskrifaðist sem leik- skólakennari árið 1998 og er með gráðu í stjórnun að auki. Áður en hann lagði út á þessa braut hafði hann unnið um árabil í vélsmiðj- um og á verkstæðum. „Þetta er nú kannski ekki eins ólíkt og ætla mætti að því leytinu til að maður mætir til vinnu og er á sama vinnustað yfir daginn. Samlík- ingin nær þó ekki lengra þar sem mikill munur er auðvitað á því að vinna með vélum eða börnum. Leikskólastarfið er meira krefj- andi í alla staði; maður er alltaf á tánum því það þarf að vanda sig í samskiptum við börn sem eru mjög viðkvæmar sálir.“ Hann segist þó ekki hafa getað séð fyrir að hann myndi einhvern tímann starfa sem leikskólakenn- ari. „Ég sá alltaf fyrir mér að ég yrði annað hvort lögga eða dýra- læknir, eins og marga drengi dreymir um að verða, en það breyttist eins og margt annað.“ Starf á sambýli fyrir fatlaða segir hann hafa vakið áhugann á leik- skólastarfinu. „Það varð til þess að ég ákvað að verða þroskaþjálfi eða leikskólakennari en tilvilj- un ein réði að ég valdi loks síðar- nefnda kostinn.“ Að sögn Sverris fær hann yfir- leitt mjög jákvæð viðbrögð frá fólki þegar hann greinir frá starf- inu. „Fólk hefur vanist þeirri til- hugsun að karlar vinni á leikskól- um og okkur hefur fjölgað mikið. Hins vegar erum við enn mjög fáir sem erum menntaðir í faginu, kannski í mesta lagi svona þrjá- tíu,“ segir hann og bætir við að á ráðstefnu fyrir leikskólakenn- ara í Svíþjóð hafi menn rekið upp Börnin gefa manni sv Sverri Jörstad Sverrisson dreymdi um að verða lögreglumaður eða dýralæknir þegar hann var l nú gegnir hann stöðu aðstoðarleikskólastjóra á Hörðuvöllum í Hafnarfirði og gæti helst ekki hug Dýrmætar stundir Starf Sverris á Hörðuvöllum er fjölbreytt en allra skemmtilegastar Klifrað „Ég gaurast kannski meira úti með kr bolta,“ segir Sverrir Dalsgaard þegar hann er konurnar á Heilsuleikskólanum Urðarhóli. Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík sími 560 1010 • www.heilsuborg.is Vilt þú æfa í hádeginu? Þá gæti Hraðlestin hentað þér! Byrjendur: Þri og fim kl. 12.10 Verð: 10.900,- Framhald: Mán, mið og fös kl. 12.10 Verð: 13.900,- Afmælistilboð Líkamsræktarkort Gildir út árið 2010 Aðeins í boði í dag laugardag! Heilsuborg 1 árs !!! A eins kr. 10.000,- OPIÐ HÚS Í HEILSUBORG í dag 9. október á milli kl. 11 og 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.