Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2010, Qupperneq 77

Fréttablaðið - 09.10.2010, Qupperneq 77
bleika slaufan ●LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 11 Skartgripaverslunin Leonard selur silfurútgáfu Bleiku slaufunnar til styrktar Krabbameinsfé- laginu. Ragnheiður I. Margeirsdóttir hönnuður Bleiku slaufunnar 2010 fékk vinnu hjá Leonard eftir að hafa unnið hönnunarsamkeppni Krabba- meinsfélagsins sem var haldin í samstarfi við Hönnunarmiðstöðina. Ragnheiður vinnur nú einnig að hönnun nýrrar skartgripa- línu sem verður seld í verslunum Leon- ard á næstunni. Silfurútgáfan er til í tveimur gerð- um en hún fæst bæði sem næla og sem hálsmen. Fíngert mynstr- ið í slaufunni er tekið úr skúfhólki ömmu hönnuðarins. Mynstrið er eilítið niðurgrafið og skreytt fjölda sirkonsteina. „Þetta er þriðja árið í röð sem við tökum þátt í Bleiku slaufunni og framleiðum silf- urútgáfuna. Það kemur mikill innblástur með nýjum hönnuðum eins og Ragnheiði og er gaman að sjá hvernig hún hefur unnið með þjóðleg klæði formæðra okkar sem á svo sann- arlega vel við verkefni eins og Bleiku slauf- una,“ segir Sævar Jónsson hjá Leonard. Verslanir Leonard í Kringlunni, Smára- lind og Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru aðalsöluaðilar silfurútgáfunnar sem kostar 9.500 krónur og er til í tak- mörkuðu upplagi. Þjóðleg silfurslaufa ● VASALJÓS TIL STYRKTAR KRABBAMEINSFÉLAGINU Olís í samstarfi við Ísmar selur nú vasaljós til styrktar Krabbameinsfélag- inu. Vasaljósin verða til sölu á tímabilinu 1. október til 30. nóvember. Vasaljósin eru frá Streamlight-framleiðandanum í Bandaríkjunum sem framleiðir fjölbreytt úrval hvers konar vasa- og leitarljósa fyrir atvinnufólk og hefur um árabil styrkt krabbameinsrannsóknir með sölu á þessum ljósum á heimsvísu. Ísmar sem er umboðsaðili Streamlight á Íslandi er hér að bæta um betur og styrkja þennan málaflokk á heimavelli. Á litlum skildi sem festur er við ljósið er Bleika slaufan vöru- merkið en allur ágóði sölunnar mun renna til Krabbameins- félagins. Olís mun selja vasaljósin á mörgum sölustöð- um sínum um land allt en einnig verða ljósin til sölu hjá Ísmar og Krabbameinsfélaginu. Sálfræðingarnir Guðrún Árnadótt- ir, dr. Heiðdís B. Valdimarsdótt- ir og dr. Friðik H. Jónsson, ásamt fleiri fræðimönnum, hafa rannsak- að um nokkurt skeið hvaða þætt- ir hafa áhrif á það að konur mæti til brjóstamyndatöku. Langtímarannsókn þeirra á íslenskum konum, sem birtar voru 2008, sýnir ýmsa þætti sem hafa áhrif á mætingu. Þar koma til bæði þekking á gagnsemi myndatök- unnar og einnig tilfinningalegir þættir. Hér að neðan má sjá nokkra helstu hvetjandi þætti. Regluleg mæting í brjósta- myndatöku kemur sjálfri mér og þeim sem standa mér næst til góða. Brjóstamyndataka er hluti af almennri heilsuvernd. Ef ég mæti reglulega í brjósta- myndatöku stuðla ég að bættri heilsu. Brjóstamyndataka skilar betri árangri en sjálfsskoðun brjósta. Lífslíkur kvenna sem mæta reglu- lega í brjóstamyndatöku eru betri en þeirra sem ekki mæta. Brjóstamyndataka er besta aðferðin sem völ er á til að finna mein í brjósti á byrjunarstigi. MÆTUM Í BRJÓSTAMYNDATÖKUNA Margar konur telja því miður ekki nauðsynlegt að mæta í brjósta- myndatöku ef þær finna ekki fyrir óþægindum eða einkennum. Hins vegar er ljóst að allur er varinn góður og best er að mæta alltaf þegar boð kemur. Söfnun Krabbameinsfélagsins og samstarfsaðila þess hefur svo sannarlega komið að góð- um notum í gegnum tíðina. Það er fyrir tilstuðlan almennings og velunnara að Krabbameinsfé- lagið getur veitt jafn góða þjónustu og stundað eins góða leit og raun ber vitni. Vegna þessa gat Krabba- meinsfélagið tekið fimm stafræn brjóstaröntgentæki, fjórar sér- hæfðar úrlestrarstöðvar og tvær ómsjár í notkun sumarið 2008. Röntgentæki, ómsjár og úrlestr- arstöðvar eru á röntgendeild Leit- arstöðvar Krabbameinsfélags Ís- lands í Skógarhlíðinni og röntgen- deild Sjúkrahússins á Akureyri. Auk þess er eitt farandtæki, sem er flutt milli staða á landsbyggð- inni, svo unnt sé að taka brjósta- myndir um land allt. Reynslan af tækjunum er góð. Margar konur tala um að minni óþægindi séu við myndatöku með nýju tækjunum. Það er notuð minni pressa en áður en myndatakan sjálf fer fram á sama hátt. Þess eru dæmi að konur, sem ekki hafa komið í myndatöku í tíu ár vegna ótta við óþægindi, tali um að þetta sé ekkert mál og þær ætli óhikað að mæta í næsta skipti. Myndatök- urnar ganga hraðar fyrir sig og af- köstin hafa aukist verulega. Geislafræðingunum, sem taka myndirnar, finnst að öllu leyti miklu þægilegra að vinna við myndatöku með þessum tækjum. Það er auðveldara að taka mynd- ir af konum með stór brjóst, tækið Söfnun skilar árangri sjálft stýrir pressunni og verk- ið er líkamlega auðveldara. Auk þess er mikill kostur að sleppa við filmuskipti, framköllun og vinnu með framköllunarvökva og fixer- vökva. Að losna við framköllun- arvélina skapar hljóðlátara vinnu- umhverfi. Auk þess er hægt að „endurvinna“ myndirnar í tæk- inu, ef þær t.d. reynast of ljósar eða dökkar og þar með þarf sjaldn- ar en áður að endurtaka myndatök- una. Röntgen læknar sem lesa úr myndunum segja einnig að það sé auðveldara að vinna með stafræn- ar myndir en filmur og þægilegt sé að vinna með myndina á skjánum. Þetta fækkar einnig viðbótarmynd- um sem áður var oft þörf á. Mikið hagræði er einnig af úrvinnslu- og geymslukerfi sem gerir m.a. kleift að skoða myndir úr hvaða tæki sem er á hvaða úrlestrarstöð sem er. Fjáröflunarátakið Bleika slaufan 2010 beinist að söfnun sem snýr að fræðslu og ráðgjöf og vill Krabba- meinsfélagið með henni auka þekk- ingu almennings á krabbameinum hjá konum. Krabbameinsfélag- ið býður upp á mjög góða aðstöðu fyrir leit, bæði að krabbameinum í brjóstum og leghálsi og með því að auka fræðslu og ráðgjöf er unnt að fjölga heimsóknum í leitina og minnka vonandi enn frekar dánar- tíðni úr krabbameini meðal kvenna á Íslandi. Fremur hljótt hefur verið um út- gáfu ljóðabókarinnar Að jörðu (útg. Nykur 2009) eftir Ásu Marin Hafsteinsdóttur, sem hún tileink- ar minningu móður sinnar, Önnu Bjarkar Daníelsdóttur (1955- 2006). Ljóðin lýsa mörg missi og söknuði og gera það þannig að eng- inn les þau ósnortinn. Ása Marin hefur gefið Krabbameinsfélaginu leyfi til að birta hér þrjú ljóðanna í bókinni sem fæst í helstu bóka- verslunum. Móðir Mig varðaði ekki um móður Jörð fyrr en móðir mín sameinaðist henni. Regnbogi Þegar ég græt gráta himnarnir með og þú kemur sem regnbogi til að minna mig á að birtan er ávallt nærri. Minningar Hún gaf mér bók með skreyttum kili og sagði mér að skrifa í hana eitthvað fallegt. Þess vegna fyllti ég hverja blaðsíðu minningum um hana. Birtan er ávallt nærri ● KÆRLEIKSKLÚTAR Fyrirtækið Spiral í samvinnu við Merkiprent í Reykjanesbæ hefur hann- að kærleiksklút til styrktar Krabbameinsfélaginu og átakinu Bleiku slauf- unni. Spiral er nýtt af nálinni en bak við fyrirtækið standa þær Íris Jóns- dóttir og Ingunn Yngvadóttir en hönnun þeirra hefur þegar fengið frá- bærar viðtökur. Íris og Ingunn hafa hannað klúta í ýmsum litum með áprentuðu spír- al-mynstri en kærleiksklúturinn er bleikur með silfurlit- uðum spíral. Klúturinn verður seldur á meðan á bleika mánuðinum stendur eða frá 1. - 31. október. Klúturinn kostar 6.500 krónur og af hverjum seldum klút renna 2.000 krónur til Krabbameinsfélagins. Hægt er að panta kærleiksklútinn hjá Spiral í síma 822 0009 og 699 4775. ● VISSIR ÞÚ AÐ RÁÐGJAFARÞJÓNUSTAN ... Er ókeypis Er opin fyrir alla sem greinast með krabbamein, aðstandendur og vini þeirra. Býður upp á gjaldfrjálsan upplýsingasími fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra er 800 4040. Er með símanúmer 540 1912 / 540 1900 Býður upp á ráðgjöf, stuðning og viðtöl við félagsráðgjafa. Vinnur að hagsmunagæslu fyrir þá sem veikjast og aðstandendur þeirra. Aðstoðar við að sækja um áunnin réttindi. Býður upp á ráðgjöf, stuðning og viðtöl við hjúkrunarfræðing. Tekur á móti fjölskyldu og vinnufélögum þess sem greinist. Býður upp á djúpslökun. Er með samveru með ekklum og ekkjum. Er í samstarfi við stuðningshópa Krabbameinsfélagsins þ.e. Framför, Góða hálsa, Kraft, Nýja rödd, Samhjálp kvenna, Stómasamtökin, Stuðn- ingshóp kvenna með eggjastokkakrabbamein og Styrk svo og 22 svæðisfélög um land allt. Þjónar landsbyggðinni og þeim semlúta til hennar víða að. Er með póstlista og hægt er að skrá sig á 8004040@krabb.is. Er með skipulagða dagskrá og sendir út á póstlista einu sinni í viku. Býður upp á áhugaverða fyrirlestra í hádeginu tvisvar í mánuði. Býður upp á ókeypis námskeið eins og í Briddes og Qi gong. Býður upp á ókeypis matreiðslunámskeið. Leggur áherslu á heimilislega aðstöðu þar sem allir eru velkomnir. Vinnur í trúnaði og eru starfsmenn bundnir þagnarskyldu. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er í Skógarhlíð 8, fyrstu hæð, og opin alla virka daga frá klukkan 9 til 16. Anna Björg Halldórsdóttir og Birna Garðarsdóttir, starfsmenn Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands í Skógarhlíð, við leitar- tæki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.