Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2010, Qupperneq 102

Fréttablaðið - 09.10.2010, Qupperneq 102
 9. október 2010 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 9. október ➜ Tónleikar 16.00 Hljóðaklettar hita upp fyrir Ice- land Airwaves í Havarí í dag klukk- an 16. Fram koma Pétur Eyvindson og Graupan & The Crying Cowboy. 22.00 Á laugardagskvöld verða 100. tónleikar ársins á Græna hattinum en þá kemur fram Bloodgroup sem verður með strengjakvartett. Tónleikarnir hefj- ast kl. 22.00 og er forsalar í verslunum Eymundsson. ➜ Opnanir 14.00 Erna G.S. opnar sýningu sína REMIX MÓMENT 2009 í sal íslenskrar Grafíkur, Tryggvagötu 17. Opnunin stendur frá 14 til 18. í dag 14.00 Sýningin Trékarlar eftir Guð- mund Sigurðsson trésmið verður opnuð í anddyri Náttúrufræðistofu Kópavogs í dag klukkan 14. Allir vel- komnir og ókeypis aðgangur. 16.00 Samsýning framhaldsskólanema opnar í Gallerí Tukt, Pósthússtræti 3-5. í dag. Sýningin er opin á milli 16 og 18. Á sýningunni eru verk unnin í tengslum við tilraunaáfangann Nýsköpunarmennt og atvinnulíf í grenndarsamfélagi. 16.00 Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar opnar klukkan 16 sýningu sína „Heimsendingarþjónusta” í Suðsuð- vestur í Reykjanesbæ. Sýningin stendur til 14. nóvember. Suðsuðvestur er opið um helgar frá 14 til 17 eða eftir sam- komulagi. ➜ Ópera 20.00 Óperan Rigoletto eftir Giu- seppe Verdi verður frumsýnd í Íslensku óperunni í kvöld, laugardagskvöld kl. 20. Almennt miða- verð 5900 krónur. Nánar á www. opera.is. ➜ Dansleikir 20.30 Skvettuball FEBK verður haldið í Félagsheimilinu Gullsmára, Gullsmára 13, Kópavogi, í kvöld frá 20.30 til 23.30. Miðaverð er 1000 krónur. Hljómsveit- in Arizóna, Ari og Finnbogi leika og syngja fyrir dansi. Allir velkomnir. 23.00 Hljómsveitin Orginal ætlar að spila fyrir dansi á Gamla Bauk, Húsa- vík, í kvöld. Húsið opnar kl. 23 og fer hljómsveitin á svið á miðnætti. Miða- verð er 1500 kr. ➜ Dagskrá 12.30 Trúðaatriði með sérfræðingun- um Mr. Klumz og Plong, sem kynna nýjustu niðurstöður úr rannsóknum sínum (á ensku), fer fram á Kjarvals- stöðum kl. 12.30. Atriði er hluti af dagskrárveislu Skottanna og Listasafns Reykjavíkur. ➜ Málþing 14.00 Samskipti karla og kvenna á hernumdum svæðum í Palestínu verða efni UNIFEM umræðna sem haldnar eru í samstarfi við Alþjóðlegan jafnréttisskóla við Háskóla Íslands í dag. Umræðurnar hefjat kl. 14.00 til 15.00 og verða í ÖSKJU, stofu 132. Allir velkomnir. ➜ Útivist 10.15 Í dag verður farið í hjólreiðaferð frá Hlemmi á vegum LHM.is. Lagt er af stað kl. 10.15 og hjólað í 1-2 tíma um borgina. Allir eru velkomnir og þátttaka ókeypis. Sunnudagur 10. október ➜ Leiklist 20.00 Fátæka leikhúsið sýnir Pizza- sendilinn eftir Elísabetu Jökulsdóttur á Faktorý, Smiðjustíg 6, í kvöld kl. 20. Hægt er að panta miða með því að senda tölvupóst á fataek@gmail.com eða hringja í 845-2387. Miðaverð er 1000 krónur. ➜ Síðustu forvöð 10.00 Sýningunni Indian Highway lýkur í dag, sunnudag. Sýningin er sýnd í Hafnarhúsinu og er opið frá 10- 17. 15.00 Í Listasafni Kópavogs verður leiðsögn um sýninguna 9- samsýningu níu ungra myndlistarmanna í Gerða- safni í dag kl. 15. Sýningunni lýkur jafn- framt í dag. ➜ Upplestur 14.00 Í Gerðubergs- safni verður í dag sögustund með Gerði Kristnýju rithöfundi sem hlaut Vestnorrænu barna- og unglinga- bókaverðlaunin 2010. Sögustundin hefst kl. 14.00. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður að Stang- arhyl 4, sunnudagskvöld klukkan 20 til 23. Sighvatur Sveinsson leikur fyrir dansi. ➜ Listamannaspjall 15.00 Listhjúkkurnar Anna Hallin og Ósk Vilhjálmsdóttir verða með lista- mannaspjall um sýningu þeirra SPOR í dag klukkan 15. Sýningin er í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41. ➜ Samkoma 14.00 Félagsvist í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14 í dag, sunnudaginn 10. okt- óber og hefst kl. 14. Allir velkomnir. 14.00 Í tilefni af 10 ára ritafmæli Ármanns Reynissonar verður blásið til Vinjettuhátíð í Gróttu með upplestri og hljóðfæraslætti í dag frá klukkan 14 til 16. 14.00 Í dag verður hjólað frá Aust- urvelli kl. 14 og upp Hverfisgötu að Hlemm í tilefni af alþjóðlegu átaki gegn loftlagsbreytingum. Mæting kl 14.00 og endað á Hlemm kl. 15, en þar hefjast svo tónleikar og skiptimarkaður kl. 15. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Dansleikhús ★★★ Transaquania - Into the Air Höfundar: Erna Ómarsdóttir, Damien Jalet og Gabríela Frið- riksdóttir, samið í samvinnu við Íslenska dansflokkinn. Sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. Í upphafi er sviðið auðnin ein. Smátt og smátt fylla kynlegar verur það lífi og áhorfandinn fær að fylgjast með þróun þeirra og lífsbaráttu. Búningarnir voru mjög flottir. Í fyrstu strigapokalegar hempur, en síðar þröngir húðlitaðir heilgallar sem huldu einnig andlit dansaranna. Það að gera dansarana óþekkjanlega gerði allar hreyfing- ar þeirra áhrifameiri. Naktar brúð- ur í mannsmynd eru notaðar í sýn- inguni á mjög áhrifaríkan hátt. Lýsingin eins og húðliturinn í bún- ingunum undirstrikaði auðnina og tómið. Hún var viðeigandi til að hægt væri að njóta þess sem fram fór á sviðinu og studdi við stemn- inguna hverju sinni. Hljóðveruleikinn í verkinu var eins og lýsingin mátulegur og pass- andi í langflestum tilfellum. Hann dró fram dulúð og skapaði upplif- un af því ómennska og kynlega á ljúfan, ágengan og ofsafengin hátt. Á einstaka stöðum skar hann þó í eyru og truflaði heildarupplifun- ina. Dansverkið er samið af tveimur danshöfundum og einum myndlist- armanni sem gerði að verkum að „fljótlega hliðraðist áherslan frá því að skapa dans yfir í að skapa lifandi skúlptúr“. Þessi áhersla skilar sér mjög vel og var á köfl- um eins og meira segja brúðurn- ar hefðu öðlast sitt sjálfstæða líf. Magnað atriði. Hreyfingarnar í verkinu minntu helst á hreyfing- ar frumuklasa þar sem frumurn- ar ýmist iða einar og sér eða tengj- ast í iðandi heildir. Erna talar sjálf um að þau Damian séu að rann- saka möguleika lífrænna hreyf- inga í danssköpun frekar en „aka- demískar“ og er sú áhersla þeirra einkar áhugaverð. Níu dansarar voru í verkinu, nokkrir þeirra nýir í röðum flokks- ins. Dansararnir stóðu sig vel og unnu sem einn líkami, ein lífræn heild. Þeir náðu að halda þessu kynlega og dularfulla flæði hreyf- inganna í gegnum allt verkið og ná dásamlegum áhrifum eins og í kaflanum sem minnti á samfellu fæðinga. Á nokkrum stöðum misstu hreyfingarnar þó hina kynngi- mögnuðu áferð frumuklasans og nálægð leikhússins þrengdi sér inn í vitund áhorfandans. Í þeim tilfell- um er þó líklega frekar við dans- höfundana að sakast en dansarana. Að horfa á Transaquania var eins og að verða vitni að sköpun heims- ins sem og tortímingu hans, ekki í gegnum frásögn heldur að vera við- staddur hinn eiginlega atburð. Það var auðvelt að hverfa inn í þennan goðsagnakennda heim og gleyma sinni hversdagslegu tilveru. Transaquania – Into Thin Air er heildstætt verk bæði hvað varðar samspil listformanna sem og heild- aruppbyggingu verksins. Það fang- ar athygli áhorfandans strax í upp- hafi og heldur henni óskiptri allt til loka með fáum undantekningum þó. Undantekningarnar valda þó því að verkið vantar herslumuninn upp á að fá fjórar stjörnur. Sesselja G. Magnúsdóttir Niðurstaða: Heildstætt verk þar sem áhorfinn gleymir sér í heillandi goðsagnaheimi. Nokkrir hnökrar setja þó strik í reikninginn. Dulúð og drama LOKSINS KOMNAR AFTUR Á DVD! VINNINGAR AFHENDIR Í ELKO LINDUM. 199 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ Að TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. SENDU SM S SKEYTIÐ EST SW Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆ TIR UNNIÐ ! AÐALVINNINGUR: ALLT STAR WARS SAFNIÐ FULLT AF AUKAVINNINGUM: TÖLVULEIKIR • DVD MYNDIR GOS OG MARGT FLEIRA! 10. HVERVINNUR!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.