Fréttablaðið - 09.10.2010, Síða 118

Fréttablaðið - 09.10.2010, Síða 118
70 9. október 2010 LAUGARDAGUR „Hann er ekkert á tátiljunum þarna. Hann heldur enn þá í karl- mennskuna,“ segir Sigurlaug Hall- dórsdóttir, eða Dillý, flugfreyja og eiginkona leikarans Pálma Gests- sonar. Stutt er síðan þau byrjuðu að stunda samkvæmisdansa einu sinni í viku eftir að hafa frestað því í mörg ár. Pálmi er þekktur sem mikið karlmenni sem hefur gaman af alls konar veiðimennsku og kemur áhugi hans á samkvæmisdönsum því nokkuð á óvart. Dillý segist alls ekki hafa þurft að draga hann af stað. Þau hafi alltaf dansað á balli einu sinni á ári og þá hafi þessir leyndu hæfileikar Pálma komið í ljós. „Það sem maður þarf til að geta dansað er að hafa músík í sér, það er frumskilyrði. Hann hefur alveg svakalega músík í sér og mikinn dans,“ segir hún. Spurð hvort dansinn gæti bætt Pálma enn frekar sem leikara segir hún: „Það hlýtur að vera að allt svona auðgi mann sem leikara. Leiklist gengur ekki bara út á að fara með texta. Þetta er svo mikil líkamleg tján- ing. Hann hefur oft dansað einhver spor í hinum og þessum leikverk- um og hann er svo langt frá því að vera einhver eikardrumbur.“ Dillý er sjálf vanur dansari og var á sínum yngri árum í Dans- skóla Hermanns Ragnars. Þar átti hún sama dansfélagann í fjórtán ár, eða allt þar til hann fór utan í nám. Þau voru meðlimir hópsins Dansstúdíó 16 sem kom oft fram í Sjónvarpinu á áttunda áratugnum. „Þegar dansherrann minn flutti til Bretlands þá eiginlega dagaði ég uppi. Ég átti rosalega erfitt í mörg ár. Þegar maður hefur dansað svona mikið er rosalega erfitt allt í einu að hætta því. Maður fer ekk- ert eftir fjórtán ár að dansa bara við einhvern annan,“ útskýrir hún. Hluti ástæðunnar fyrir því að hún og Pálmi drógu samkvæm- isdansinn á langinn er einmitt mismunandi bakgrunnur þeirra. „Til að byrja með þurfti ég að byrja í hliðar saman hliðar, sem var kannski ekkert sem mig lang- aði að gera. En svo snjóar líka yfir þetta. Það eru þrír áratugir sem ég hef ekki dansað þannig að það er allt í lagi að byrja frá grunni. Svo er þetta bara ofsalega skemmtilegt.“ Hún segir dans vera kjörið tæki- færi fyrir hjón til að rækta sam- band sitt. „Það er alltaf miklu auð- veldara að vera bara heima hvort í sínu horni með sitt en þetta er ekki bara að sitja á móti hvort öðru og spila bridds heldur er þetta snert- ing og hreyfingar. Ég vona alla vega að við séum komin til að vera í þessu.“ freyr@frettabladid.is SIGURLAUG HALLDÓRSDÓTTIR: PÁLMI HELDUR ENN Í KARLMENNSKUNA Rækta hjónabandið með samkvæmisdönsum DANSINN DUNAR Dillý og Pálmi í samkvæmisdansi. Dillý segir að Pálmi sé alls enginn eikardrumbur og hann hafi þetta alveg í sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég var tekin bak við og haldið þar í klukkutíma. Svo var ég spurð spjörunum úr og allt tekið upp úr öllum töskum mínum. Fyrst vissi ég ekkert hvað var í gangi en þeir útskýrðu svo hvað var í gangi,“ segir fyrirsætan Bryndís Gyða Michelsen. Bryndís er stödd í Las Vegas þar sem hún situr fyrir og eflir tengslanet sitt. Eftir að dótið henn- ar hafði verið grandskoðað í toll- inum brýndu tollverðirnir fyrir henni að Las Vegas sé hættuleg borg fyrir nítján ára stelpur. „Þeir sögðu mér að fara mjög varlega og svo framvegis,“ segir Bryndís. „Það fyndnasta við þetta er að þegar ég kíkti inn á Facebook sá ég að tveir þeirra höfðu addað mér. Fannst það svolítið fyndið – þeir voru ekki alvarlegri þó en það.“ Bryndís fer í myndatökur víða í Nevada og meðal annars í eyði- mörkinni við borgina sem aldrei sefur. Þá hittir hún fyrirsætur frá New York, Los Angeles og Miami sem eru í Las Vegas í sama til- gangi og hún. „Svo er mér boðið á ljósmyndaráðstefnu sem ég ætla að mæta á,“ segir Bryndís. „Ég held að það verði spennandi. Þetta er frábært tækifæri til að kynn- ast fleira fólki í þessum bransa og stelpum. Þetta er æðislegt. Ég dvel á Luxor, sem er eitt af fínustu hót- elunum og það er komið fram við mann eins og prinsessu. Allir mjög almennilegir í Vegas.“ - afb Í kröppum dansi í Las Vegas VIVA LAS VEGAS! Tollverðirnir sem stoppuðu Bryndísi Gyðu vildu svo vera vinir hennar á Facebook. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta reyndist vera aðeins meira en mér sýndist í fyrstu,“ segir Hilmir Snær Guðnason leik- ari. Vesturport varð að hætta við sýningu á Faust fyrir fullu húsi í Young Vic-leikhúsinu á fimmtu- dagskvöld þegar tuttugu mínút- ur voru liðnar af leikritinu, vegna skurðar sem Hilmir Snær hlaut. Leikarinn vildi halda áfram en Bretarnir sendu hann rakleiðis upp á sjúkrahús í sjúkrabíl þar sem hann varð að bíða í fjóra tíma eftir að fá aðstoð. „Maður saknaði svo- lítið íslensku slysavarðsstofunnar þá,“ segir Hilmir. Leikarinn verður merktur Lund- únadvölinni til æviloka því hann er með veglegt ör á sköflungnum. „Þetta kennir manni kannski að vera ekki að dansa of lengi við skrattann og maður verður að fara varlega í kringum þetta hlut- verk,“ segir Hilmir, en hann leik- ur einmitt kölska sjálfan í sýn- ingunni og hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í bresk- um fjölmiðlum. Hilmir segist ekki hafa áttað sig á því hversu alvarleg meiðslin voru. „Ég rak sköflunginn í og eins og allir vita er það rosa- lega vont. Ég ákvað bara að bíta á jaxlinn og hélt að þetta myndi bara hverfa. Svo tók ég eftir því að fólk var hætt að hlæja að bröndurun- um mínum og leit niður. Ég var í hvítum síðum nærbuxum sem voru orðnar rauðar fyrir neðan hné. Þá skrapp ég afsíðis þegar tækifæri gafst og sá þá hvað var á seyði.“ Hilmir upplýsti hins vegar að hann myndi fara á svið strax á föstudagskvöld en skoða aðeins hoppin með leikstjóranum Gísla Erni áður, annað ætti að ganga eðli- lega fyrir sig. „Það reynir fremur lítið á þessa vöðva, ég lagast um leið og ég hitna aðeins.“ - fgg Hilmir Snær fluttur á sjúkrahús í London BLÓÐUGUR UPPI Á SVIÐI Hilmir Snær var keyrður með sjúkrabíl á sjúkrahús í London vegna skurðar sem hann fékk á sköflunginn í miðri Faust-sýningu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON PERSÓNAN Sigyn Eiríksdóttir Aldur? Ég er 44 ára. Starf? Ég rek fataframleiðslufyrir- tæki með syni mínum Munda. Búseta? 101 Reykjavík. Fjölskylda? Maki og fjórir synir. Stjörnumerki? Ég er vatnsberi. Brotist var inn í verslun Munda á Lauga- vegi og öllum lager búðarinnar stolið. Hinn virti kvikmyndarýnir Roger Ebert bloggar reglulega á vefsvæði Chicago Sun Times og uppfærir jafnharðan lista yfir bestu og verstu kvikmyndirnar sem hann sér á hverju ári. Eftirsóknarvert er að komast í fyrri flokkinn, síður í þann síðarnefnda. Engu að síður eiga Íslendingar hlut að máli í tveimur myndum á lista Eberts yfir verstu myndir ársins. Ebert er til að mynda ekki par hrifinn af gamanhasarmyndinni Spy Next Door með Jackie Chan og Magnúsi Scheving. Ebert er reyndar ekkert einn um það því myndin fékk afleita dóma víðast hvar. Og því gefur rýnirinn henni aðeins eina og hálfa stjörnu. Hitt fórnarlamb Ebert er Dagur Kári Pétursson og kvikmynd hans The Good Heart sem hann er ekki hrifinn af og gefur henni líka eina og hálfa stjörnu. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Fös 15.10. Kl. 20:00 frums. Lau 16.10. Kl. 20:00 2. sýn Fös 22.10. Kl. 20:00 aukas. Lau 23.10. Kl. 20:00 3. sýn Lau 30.10. Kl. 20:00 4. sýn Sun 31.10. Kl. 20:00 5. sýn Fös 5.11. Kl. 20:00 6. sýn Lau 6.11. Kl. 20:00 7. sýn Fim 11.11. Kl. 20:00 8. sýn Fös 12.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Lau 9.10. Kl. 13:00 Lau 9.10. Kl. 15:00 Lau 16.10. Kl. 13:00 Lau 16.10. Kl. 15:00 Sun 17.10. Kl. 13:00 Sun 17.10. Kl. 15:00 Lau 23.10. Kl. 13:00 Lau 23.10. Kl. 15:00 Sun 24.10. Kl. 13:00 Sun 24.10. Kl. 15:00 Fös 8.10. Kl. 20:00 Lau 9.10. Kl. 20:00 Fös 15.10. Kl. 20:00 Lau 16.10. Kl. 20:00 Fim 21.10. Kl. 20:00 Aukas. Fös 22.10. Kl. 20:00 Lau 23.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Lau 30.10. Kl. 20:00 Sun 31.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Fös 5.11. Kl. 20:00 Lau 6.11. Kl. 20:00 Fim 11.11. Kl. 20:00 Fös 12.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fös 8.10. Kl. 19:00 Lau 9.10. Kl. 19:00 Sun 17.10. Kl. 19:00 Sun 24.10. Kl. 19:00 Þri 26.10. Kl. 19:00 Mið 27.10. Kl. 19:00 Fim 28.10. Kl. 19:00 Mið 3.11. Kl. 19:00 Aukas. Sun 7.11. Kl. 19:00 Mið 10.11. Kl. 19:00 Sun 14.11. Kl. 19:00 Mið 24.11. Kl. 19:00 Aukas. Fim 25.11. Kl. 19:00 Aukas. Lau 11.12. Kl. 19:00 Aukas. Sun 12.12. Kl. 19:00 Aukas. Fim 21.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fim 18.11. Kl. 20:00 Aukas. Fös 26.11. Kl. 20:00 Fös 3.12. Kl. 20:00 Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U U U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Gildir ágúst 2010 til jún í 2011 úsk orti ð 1 OPIÐ KORT Gildir á Leik hús kor tið 201 0/2 011 ÁSK khusi d.is I midas ala@ le Leikhúsk ort 4 miðar á aðeins 9.900 kr. Ö U U U U Ö Ö U U Ö Ö U Ö U U U Ö U U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö U U U Ö U Ö Ö Ö
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.