Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 39
MORGUNN
33
mönnum finst hafa lokist upp fyrir sér, sem sint hafa
rannsóknunum af mestri alúð, annaðhvort lagt verk í rann-
sóknarstarfsemina sjálfir, eða kynt sér vandlega áreið-
anlegustu og beztu heimildirnar. Ég geri ráð fyrir, að eng-
inn hafi komið auga á mikilvægið ad fullu, og því fer lika
fjarri, að ég geti minst á alt, sem menn hafa komið auga á.
Ég ætla fyrst að segja fáein orð um vísindalega mikil-
vægið, eða, réttara sagt, benda á eina eða tvær hliðar þess.
Það hefir sannast, að óþekt vitsmunaöfl geta starfað
í efnisheiminum, og að efnið er gæit eiginleikum, sem
menn höfðu enga hugmynd um. Ég þarf ekki annað en
benda yður á likamlegu eða fýsisku fyrirbrigðin, svo nefndu,
sem enginn vafi leikur á með þeim mönnum, sem hafa
rannsakað málið. Hlutir, jafnvel menn, lyftast upp af óþektu
afli. Hlutir eru fluttir gegnum heil efni — efninu þá senni-
lega breytt á svipstundu i einhverja mynd, sem vér
þekkjum ekki. Ljós er framleitt með þessum hætti, sem
vér höfum enga hugmynd um, Raddir eru framleiddar í
loftinu af ósýnilegum og óþektum talfærum. Ljósmyndir eru
teknar af mönnum eða mannamyndum, sem enginn sér
með líkamlegum augum. Lækningar eru framdar með ein-
hverju afli eða einhverjum efnum, sem eru alveg fyrir utan
þekking vora. Efni, sem var með öllu óþekt fyrir nokkurum
árum, en sem menn eru nú að fá ofurlitla nasasjón af,
streymir út úr líkömum sumra manna. Við það léttast þeir
stundum um mörg pund; limir þeirra geta lika orðið
óskynjanlegir um stund, eða mennirnir sjálfir alveg horfið.
Þetta efni tekur á sig hin og önnur gerfi, og verður stund-
um að hálf- sjálfstæðum líkömum, sem geta fært sig til,
hugsað og talað. Þessir bráðabirgða likamar leysast sundur
eftir dálitla stund, efnið streymir aftur inn í manninn og
hann fær aftur sína venjulega þyngd.
Það virðist ekki þurfa að eyða mörgum orðum að því,
að annað eins og þetta allt saman sé sjálfsagt vísinda-
legt rannsóknarefni. Visindin hafa lotið að því, sem ómerki-
legra hefir virzt. Þetta hljómar allt nokkuð dularfult nú og
3