Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 117
MORGUNN
111
Níelssonar með þjóðinni og jafnframt þorrin sú andúð, sem
sálarrannsóknamálið átti að mæta hér á landi framan af.
Fyrir 20—30 árum hefðu slík meðmæli verið óhugsandi.
Félagið taldi sér því í þessu ómetandi stuðning fyrir mál-
efni sitt í heild og þessa fyrirætlan sína sérstaklega.
En um sama leiti eða í tilefni af þessari hreyfingu að
heiðra nafn Haralds Níelssonar á þennan hátt, kom upp sú
hugsun, að fleirum en Sálarrannsóknafélaginu bæri réttur
og skylda til að halda uppi minningu hans, og þá sér í
lagi háskólanum, sem hann einnig unni hugástum og vann
honum af Iífi og sál aðalstarf sitt í opinberri þjónustu, með
þeim ágætum, sem af starfsbræðrum hans og öllum lands-
lýð hefir verið viðurkent.
Það varð þá að ráði, að háskólaráðið lagði fram stofn-
fé til minningarsjóðs Haralds Níelssonar, sem honum til
heiðurs skal verja til þess, að ráða »ágæta mentamenn
erlenda og innlenda til fyrirlestrahalds við háskólann og
að unt verði að gefa fyrirlestrana út, svo að öll þjóðin
geli notið þeirra, ekki einskorðað við einstakar fræðigreim
ar, heldur menn, sem líklegastir þykja, til að efla holla
andlega strauma og flytja margvíslegan fróðleik.«
En til þess að verða til heiðurs minning Haralds Níels-
sonar verður þó að vænta, þótt ekki væri það fram tekið,
að það verði í anda hans sem kennara, kennimanns og
sálarrannsóknamanns, ekki sízt hið síðasttalda, sem hann
sjálfur setti efst, svo að hann var albúinn, ef þess hefði
þurft, að fórna öllu öðru fyrir það.
En með því að i ljós kom, að ýmsum vinum og ætt-
ingjum Haralds Níelssonar var þessi aðferð kærari, og til
þess að þetta rækist ekki á eða sem minst um fjársöfnun,
ieiddi það til þess, að tveir háskólaprófessorar og hús-
nefnd Sálarrannsóknafélagsins héldu með sér samtalsfundi.
Af þeim samræðum varð sá árangur, að háskólinn bauð
Sálarrannsóknafélaginu húsnæði til fundarhalda sinna í
fundasal í hinum nýja háskóla, þegar hann tekur til starfa
Þessu sómaboði, sem sýnir háskólanum samboðið við-