Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 103
MORGUNN
97
numið staðar, sá ég koma hóp af ungum börnum, er skip-
uðu sér fyrir framan hina fögru fylkingu. Jafnframt heyrði
ég óm af yndisfögrum söng. Sá ég sýn þessa allan tímann
meðan Litanían var flutt og alt þar til að guðsþjónustunni var
lokið, og virtust mér verur þessar vera kyrrar i kirkjunni,
er menn gengu út.
Ég sé svo ekki ástæðu til að lengja mál mitt frekara að
þessu sinni. Um gildi þegar sagðrar reynslu minnar fyrir
sálarrannsóknarmálið er ekki mitt að dæma, mér hefir
stundum fundist sem hún væri ekki slík, að ástæða væri
til fyrir mig að gera almenningi hana kunna, en þess kon-
ar mótbárur mínar hafa jafnan verið þaggaðar niður bæði
af jarðneskum vinum mínum og ekki sízt þeim, er ég hefi
eignast í hinum heiminum. Ég hirði ekki um að greina hér
þau rök, er þeir hafa notað í málflutningi sínum, þau læt
ég vera einkamál mín og þeirra, en megi sálrænir hæfi-
leikar mínir á komandi tímum verða einhverri harmbeygðri
og einmana sál til hugarléttis og harmabóta, þá tel ég það
dýrmætustu náðargjöfina, sem unt sé að hljóta bæði þessa
heims og annars.
Dauðinn og gildi hans.
Spiritisminn brú frá guðstrúarleysi til trúar.
Erindi eftir Dr. W. H. Maxwell Telling.
Þýtt til flutnings i S.R.F.Í. af síra Kristni Daníelssyni.
Ég ætla að byrja á því, að mér þykir erindi það sem
ég ætla að flytja fyrir yður alveg ágætt. Þetta er samt
ekkert sjálfshól, því að ég hefi að eins þýtt það úr blaðinu
»Light«. Höfundurinn er einn frægasti læknir á Norður-
Englandi, doktor Maxwell Telling í borginni Leeds. Blaðið
hefir þau ummæli um hann, að hann sé í mjög miklum
metum bæði sem vísindamaður og maður, og telur ýmis-
7