Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 52
46
MORGUNN
manna, eins og sumir halda? Þeir, sem aðhyllast spíri-
tistisku skýringuna, vita ekki til þess að neitt hafi komið
fram, sem réttlæti þá tilgátu. Og þeir hafna henni sem
alveg óvísindalegri bollaleggingu. Mér finnst ekki undar-
legt, að þeir geri það.
En öll glíma við málið, öll gagnrýni og allar tilgátur
eru gleðiefni. Eftir engu er verið að leita öðru en sann-
leikanum.
Um drauma.
Eftir Guðmund Friðjónsson.
Fornsögur vorar: Heimskringla, íslendingasögur og Sturl-
unga, sýna og sanna, að foreldri vort á sviði sagnanna
hefir lagt trúnað á drauma, þannig, að í þeim fælist fyrir-
boðar atburða. Þegar um þær sögur er að ræða, sem
gengið hafa munnmæla leiðina, getur hugsast að skáld-
gáfa hafa haft hönd í bagga þannig, að hún hafi skapað
draumana eða fært þá í stýlinn — drauma þeirra manna.sem
sagt er frá i sögum, sem lengi gengu í munnmælum áður
en skjalfestar urðu. En um Sturlungu er það að segja að
sjónarvottar atburða og samtiðarmenn skrásettu viðburðina.
Og að svo vöxnu máli er eigi líklegt, að skreytni haldi á
spilum þeim, sem draumgátur felast í.
Dr. Björg Þorláks samdi bók um drauma fyrir nokkurum
árum og virtist bókin að mestu leyti samin úr útlendum
ritum. Eigi er um verulegar niðurstöður að ræða i þeirri
bók. Höfundarnir, sem dr. Björg vitnar til, tvístíga alla vega
á málefninu, velta vöngum yfir því og hrína í allar áttir.
Þeir fallast helst á þá skoðun, að draumar stafi frá liðnum
atburðum — sé endurspeglun viðburða og einstaka sinnum
blátt áfram mynd af því sem kemur á daginn.
Dr. Helgi Péturss telur þá stafa frá stjörnunum, svo
sem kunnugt er.