Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 77
MORGUNN
71
að, en af Einari H. Kvaran í bók hans »Líf og dauði« og vil
ráðleggja mönnum að lesa hana. Ef við viljum vera hrein-
skilin, þá verðum við að játa það, að við erum svo langt
frá þvi að fara nokkuð eftir Móselögmáli yfirleitt. Við meira
að segja förum ekki eftir tíu boðorðunum altaf, hvað þá
meira. Að ég nú ekki tali um, hvernig bæði ég og aðrir
rækja yfirleitt boðorð Jesú Krists. Ég held að þetta »biblíu-
bann« gegn sambandi við framliðna menn hljóti að verða
ákaflega kjarnalítið, ef við eitt augnablik viljum skoða
okkur sjálf ofan í kjölinn. Og þeir sem ekki hafa aðrar og
veigameiri mótbárur gegn rannsókn dularfullra fyrirbrigða,
ættu að hafa vit á að tala sem minst. Það má líka benda
þessum mönnum á atburð, sem skráður er i N. T. Þar er
sagt frá því, að Kristur sjálfur hafi á fjallinu talað við
menn, sem þá voru dánir fyrir mörg hundruð árum. Þrír
lærisveinar hans voru sjónar- og heyrnarvottar að þessu
og ég hefi ekki heyrt þess getið að hann hafi varað þá
við að gjöra þetta. Yfirleitt man ég ekki til að hafa nein-
staðar lesið það, að hann hafi framkvæmt neitt, sem hann
hafi bannað öðrum að gjöra. Nei, vinir mínir við skulum
bara trúa því sem okkur finst trúlegast í þessu efni.
Þá er því haldið fram, að verið sé að raska friði fram-
liðinna manna með þessum sambandstilraunum. En þetta
or mikill misskilningur og stafar eins og margt annað af
vanþekkingu. í fyrsta lagi vegna þess að það er gjörsam-
lega ómögulegt að ná sambandi við nokkura þá veru hinu-
megin frá, sem ekki vill.það sjálf. Þetta vita allir sem eitt-
hvað hafa fengist við tilraunir. Skyldi þessi skoðun annars
ekki stafa frá því tímabili, þegar menn álitu að hægt væri
að sœra andana fram? Ég get lýst því yfir sem minni eig-
in reynslu, að þessi skoðun hefir við engin rök að styðjast.
I öðru lagi ættu þeir, sem tala um röskun á friði fram-
liðinna, að athuga það, ef þeir á annað borð ganga út frá
þvi, að ástvinur sinn framliðinn sé lifandi þar sem hann
er og viti um líðan þeirra hér, hvernig er hægt að hugsa
sér, að honum gæti verið á móti skapi, að honum sé gefið