Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 58
52
MORGUNN
Þegar upp kom, sá ég niður til jarðar á vinstri hlið. En til
hægri sé ég niður svart hyldýpi gígsins. Ég var óttasleginn
og vissi, að því aðeins mundi ég komast lífs af niður á
jafnsléttu, að ég færi hægt og varlega afturábak, og á
þeirri aðferð byrjaði ég. En svo datt botninn ur þeim
draum. og ég vaknaði í rúmi mínu, reyndar allfeginn, því
að svarti gígurinn í draumnum var að ætlun minni hyl-
dýpi eilífrar glötunar.
Þá er 5. draumur:
Áður en ég lagðist í þessari pest, þóttist ég staddur
heima — norður við vatn, sem liggur utan við bæ minn
og næsta bæ: Silalæk. Þar sá ég son minn einn, og lagði
hann út í vatnið sem er óvætt í miðjunni. Ég sá á stefnu
hans eða þóttist vita, að hann ætlaði að Silalæk og taka
af sér krók. Ég þóttist kalla til hans og segja, að hann
Iegði út í ófæru að þarflausu, því að ganga má fyrir enda
vatnsins. Hann gegndi eigi og óð áfram, var kominn þar
sem vatnið er óvætt, þegar draumnum var lokið.
Þessi sonur minn bar veikina í bæ minn með því móti,
að hann kom inn í bæ í næstu sveit að öþörfu, hugði
þar meinlaust kvef. Hann lá þungt haldinn, en komst af.
Það er algeng trú — eða reynsla — að vatn eða vaðall
i draumi boði veikindi (og dauða stundum).
Það er meðal annars kynlegt í þessum draumi, að sonur
minn gaf að óþörfu veikinni færi á sér. Og í draumnum
þótti mér hann vaða út í vatnið að óþörfu.
Svo ískyggilegur þótti mér þessi draumur, að ég ritaði
konu minni þá ósk mína, að ef pestin kæmi til vor í Sand,
skyldi hún gæta allrar varúðar við þennan son okkar, og
þá fyrst og fremst varast svo sem unt væri að pestin
kæmi i bæinn. En hún var komin áður en bréfið barst heim.
Ég spyr enn: Hver býr til þessar skáldlegu torveldu gátur.
Ef ótti vor við háska, sem vofir yfir, býr til gátuna —
því fer hann krökaleiðir og vefur hulu utanum atburðinn?
Því segir hann eigi blátt áfram frá hættunni?
Slíkar gátur gefast eigi skáldmæltum mönnum fremur