Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 71
MORGUNN
65
menn gjört sér um stundar sakir líkama, sem er þegar bezt
lætur nákvæm samstæða þess líkama sem þeir höfðu í jarð-
lifi sínu. Það er fullyrt, að svo fullkomnir manngjörfingar
hafi gjörst hjá einstaka miðli, að ekki hefir verið hægt að
þekkja þá frá öðrum mönnum er á fundinum sátu. Ég hefi
sjálfur séð töluvert fullkomna manngjörfinga, en þó hefir
enginn komist neitt í líkingu við þá, sem beztir hafa orðið
hjá sumum miðlum erlendis.
Ég ætla þá að minnast á þær skoðanir, sem andahyggju-
menn hafa á lífinu eftir dauðann og eru algjörlega bygðar
á frásögn þeirra framliðnu manna, sem samband hefir náðst
við eftir burtför þeirra úr þessum heimi. Ég vil taka það
fram og leggja áherslu á það, að ég er ekki að þrengja
þessum skoðunum upp á neinn. Ég legg það algjörlega á
ykkar vald, hvort þið viljið Ieggja nokkuð upp úr þeim
eða ekkert. En ég vil geta þess, að þeir skifta nú orðið
nokkrum miljónum, sem aðhyllast þessar skoðanir ýmist
fyrir eigin rannsóknir á dularfullum fyrirburðum, eða fyrir
orð þeirra manna, sem við þessar rannsóknir hafa fengist.
Það hefir verið prófað sannleiksgildi frásagna úr öðrum
heimi. Það hefir verið gengið út frá því, sem alveg
gefnu, að sú vera, sem gæti sagt alt satt um það, sem
við kemur efnisheiminum, hún mundi lika segja satt um
það, sem við kæmi þeim heimi, sem hún lifir í. Og ég vil
bæta því við frá sjálfum mér, að ég tel blátt áfram heimsku-
legt að ganga lengra í kröfum fyrir sönnunum úr öðrum
heirni, þegar líka tillit er tekið til þess, að öllum fregnun-
um ber saman i aðalatridum hversu mörgum sem þær
fregnir koma frá og hjá hvaða miðli sem er. Það hefir
venjulega verið látið duga til dómsúrskurðar í hverju máli
fyrir veraldlegum dómstóli, að öllum vitnunum beri saman
og mér finst engin ástæða til að ganga framhjá þeirri
venju, þó að framliðnir vinir vorir eigi í lilut.
Eins og ég sagöi áðan þá byggja spíritistar skoðun sína
og þekkingu á öðrum heimi, á samhljóða vitnisburði þeirra
sem þeir hafa talað við þaðan. Þeir hafa gengið úr skugga
5