Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 40
34
MORGUNN
óskiljanlegt. En öll örvænting um það, að vísindin geti að
lokum skilið þessi íyrirbrigði, finst mér vera furðu lítilsigld.
Það var sú tíðin, að menn höfðu ekki mikla hugmynd
um gufuvélina, ritsímann, talsímann, neðansjávarbáta, flug-
vélar, grammófóna, loftskeyti og útvarp. Ef einhver hefði
verið svo Iangt kominn í þekkingu, fyrir rúmum 100 árum,
að hann hefði getað framleitt þetta allt saman, þá hefði
óneitanlega verið skynsamlegt að reyna að komast eftir
því, hvernig hann gerði það. Nú virðist standa svo á, að
vitsmunaöfl eru tekin að starfa meða! mannanna — hver
sem menn nú hugsa sér, að þau öfl séu — vitsmunaöfl,
sem framleiða það, er oss er nú óskiljanlegt — jafn
óskiljanlegt eins og það hefði verið fyrir 100 árum, sem
vér höfum nú daglega fyrir augunum. Ef vér gætum leikið
oss með efnið eins og hinir ósýnilegu gestir virðast gera,
þá er það ókleift ímyndunarafl nokkurs manns að gizka
á, hverjar breytingar yrðu því samfara. En til hins þarf
ekki nema heilbrigða skynsemi að sjá það, að við það
ykist þekking mannkynsins óhemjulega — og það þótt
ekki væri um annað að tefla en það, að vér gætum skilið,
hvernig þessir vitsmunir fái þessu til leiðar komið.
Ég kem þá að sálfræðilegu hliðinni. Sálarrannsóknirnar
eru ekki síður mikilvægar, þegar litið er á þær í því ljósi.
Á undanförnum tlmum, meðan efnishyggjan hefir drotnað
yfir hugum manna, hefir sálarfræðin sannast að segja verið
nokkuð skringileg. Hún hefir stundum verið einkend svo,
að hún hafi verið sálarlaus. Hún hefir eingöngu verið
um starfsemi sálarlífsins, en hún hefjr gjörsamlega gefist
upp við það, að mynda sér nokkura skoðun um það,
hvort maðurinn hefði í raun og veru nokkura sál. Óhætt
mun að fullyrða, að helzt hafi hún hallast að því, að með
manninum búi ekki sú sjálfstæða vera, sem vér höfum
nefnt sál. Það er í minum augum mikilvægast í þessu
efni, að sálarrannsóknirnar hafa, eftir því sem ég lít á, og
eftir því sem mjög mikill fjöldi manna, þar af sumir heims-
frægir vísindamenn, líta á, sannað sjálfstæða tilveru sálar-