Morgunn


Morgunn - 01.06.1938, Page 40

Morgunn - 01.06.1938, Page 40
34 MORGUNN óskiljanlegt. En öll örvænting um það, að vísindin geti að lokum skilið þessi íyrirbrigði, finst mér vera furðu lítilsigld. Það var sú tíðin, að menn höfðu ekki mikla hugmynd um gufuvélina, ritsímann, talsímann, neðansjávarbáta, flug- vélar, grammófóna, loftskeyti og útvarp. Ef einhver hefði verið svo Iangt kominn í þekkingu, fyrir rúmum 100 árum, að hann hefði getað framleitt þetta allt saman, þá hefði óneitanlega verið skynsamlegt að reyna að komast eftir því, hvernig hann gerði það. Nú virðist standa svo á, að vitsmunaöfl eru tekin að starfa meða! mannanna — hver sem menn nú hugsa sér, að þau öfl séu — vitsmunaöfl, sem framleiða það, er oss er nú óskiljanlegt — jafn óskiljanlegt eins og það hefði verið fyrir 100 árum, sem vér höfum nú daglega fyrir augunum. Ef vér gætum leikið oss með efnið eins og hinir ósýnilegu gestir virðast gera, þá er það ókleift ímyndunarafl nokkurs manns að gizka á, hverjar breytingar yrðu því samfara. En til hins þarf ekki nema heilbrigða skynsemi að sjá það, að við það ykist þekking mannkynsins óhemjulega — og það þótt ekki væri um annað að tefla en það, að vér gætum skilið, hvernig þessir vitsmunir fái þessu til leiðar komið. Ég kem þá að sálfræðilegu hliðinni. Sálarrannsóknirnar eru ekki síður mikilvægar, þegar litið er á þær í því ljósi. Á undanförnum tlmum, meðan efnishyggjan hefir drotnað yfir hugum manna, hefir sálarfræðin sannast að segja verið nokkuð skringileg. Hún hefir stundum verið einkend svo, að hún hafi verið sálarlaus. Hún hefir eingöngu verið um starfsemi sálarlífsins, en hún hefjr gjörsamlega gefist upp við það, að mynda sér nokkura skoðun um það, hvort maðurinn hefði í raun og veru nokkura sál. Óhætt mun að fullyrða, að helzt hafi hún hallast að því, að með manninum búi ekki sú sjálfstæða vera, sem vér höfum nefnt sál. Það er í minum augum mikilvægast í þessu efni, að sálarrannsóknirnar hafa, eftir því sem ég lít á, og eftir því sem mjög mikill fjöldi manna, þar af sumir heims- frægir vísindamenn, líta á, sannað sjálfstæða tilveru sálar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.