Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 89
MORGUNN
83
standa á sama um allar skoðanir aðrar en þá sem þú veist
að er rétt. Eg bið hann sem »lætur efnisþokur þynnast, svo
það sé hægra elskendum að finnast«, að leiða ykkur í ail-
an sannleika.
Dulsýnir.
Erindi eftir Hafstein Björnsson, flutt i S. R. F. í.
Nokkurir vina minna hafa stundum verið að mælast til
þess við mig, að ég segði ykkur einhver atriði úr dulrænni
reynslu minni. Eftir nokkura umhugsun taldi ég rétt að
verða við óskum þeirra og ætla því að þessu sinni að
segja ykkur frá einhverju af því, er fyrir mig hefir borið
á umliðnum árum. Að vísu er mér ekki unt, að segja sam-
felda sögu þessarar reynslu minnar. Mörgu af þvi er fyrir
mig hefir borið hefi ég gleymt, og það er fyrst nú á hin-
um síðari árum, að ég hefi farið að skrifa niður frásagnir
um einstakar sýnir, er ég hefi séð, og þá einkum þær er
orðið hafa mér hugstæðastar af einum eða öðrum ástæð-
um.
Mér er heldur ekki unt að greina frá því, hvar eða
hvenær fyrstu sýnina bar fyrir augu mín, en frá því að ég
man fyrst eftir mér hefi ég séð og skynjað eitt og annað
af því, er venjulega er hulið augum vorum. Endurminn-
ingar mínar frá fyrstu bernsku árunum eru að vísu óljós-
ar, eins og gefur að skilja, en ég man þó eigi að síður
vel eftir þvi, að er ég var á sjöunda aldursári, sá ég ein-
att menn hér og þar, er aðrir menn sáu ekki. Olli þetta
mér einatt talsverðum óþægindum og stundum töluverðri
hræðslu. Ef átti að senda mig eitthvað komst ég einatt
ekki nema hálfa leið eða tæplega það, sneri þá aftur og
kom venjulega annaðhvort dauðhræddur eða skælandi til
6*