Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 131
MORGUNN
125
næst verunum, sem burt hafa verið hraktar, í samband við
miðil, og með þeim hætti tekst lækninum að tala við þær,
koma þeim í skilning um, hverja óhæfu þær séu að fremja
og fá þær til að leggja út á nýjar brautir. Dr. Wickland
flutti erindi um þessar lækningar sínar á aljDjóðaþingi
spíritista, sem háð var síðastl. sumar í Glasgow. Óvíst er
að sumir íslenzku spekingarnir hefðu kunnað vel við sig
á þessari samkomu. Þar heyrðust engar háðglósur um
»straum- og skjálftalækningar«. Skozkur geðveikralæknir,
Dr. G. Dunlop Robertson stýrði samkomunni. Hann kvaðst
telja það mjög vingjarnlega kurteisi við læknastéttina, að
hann hefði verið beðinn að skipa það forsæti. Hann lýsti
yfir því, að árangur sá, er Dr. Wickland hefði fengið við
lækningatilraunir á sjúklingum, sem þjáðust af algengustu
geðveikinni, væri svo góður, að það væri ekki sambæri-
legt við þann árangur, sem aðrir geðveikralæknar hefðu
fengið. Og hann hvatti alla geðveikralækna, sem bæru i
brjósti alvarlegan rannsóknarhug, til þess að lesa bækur
Dr. Wicklands.
. Hér á landi er það orðin mjög almenn
er annað lif? sannfær>ng> að samband hafi íengist við
framliðna menn og sannanir fyrir framhalds-
lifinu. Með sumum mönnum er sú sannfæring orðin svo
rík, að þeir telja óþarft að vera að flytja almenningi meira
af þeim sönnunum — sem vitanlega er misskilningur. En
menn hafa ekki alment fengið að sama skapi jafn-mikla
fræðslu um það, hvernig framhaldslifinu sé háttað. Það er
auðvitað örðugra að fá fulla vissu um það, en um hitt, að
menn lifi eftir andlátið. Það er liklegt, enda fullyrt í skeyt-
unum handan að, að lífinu í öðrum heimi sé að ýmsu leyti
svo háttað, að við fáum ekki skilið það hér á jörðunni.
Og sannleiksgildi frásagnanna um annan heim getum vér
ekki prófað með sama hætti og staðhæfingarnar um það,
hverjir hinir framliðnu menn séu. Miklar lýsingar á öðru
lifi eru komnar hjá ýmsum af beztu miðlum veraldarinnar
og fylsta ástæða er til þess að taka þær trúanlegar, það