Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 55
MORGUNN
49
að þær — eða þau — óri fyrir ýmsu, sem er i aðsígi.
Líkur benda til, að t. d. blóðkornin, sem fylkja sér gegn
sjúkdómi, sé vitund og viti gædd. Lífsaflið, sem græðir sár
og meiðsl og hins vegar byggir upp iifsmynd, (fóstur), sé
vitandi vits að verki.
Þegar þessar líkur eru athugaðar, má gera sér í hugar-
lund, að í fylgsnum sálar vorrar gerist ýmislegt, sem oss er
hulið.
Þó að véfengja megi einn og annan draurn, að hann
hafi gerst, verður því eigi neitað, að draumagáturnar birt-
ast í svefni einum og öðrum, og tákna þær ýmist, eða
líkjast liðnum atburðum, ellegar þær boða óorðna atburði.
Eg tilgreini hér þá drauma mína, sem tákna það, sem í
vændum er. Ég get eigi dagsett ( eða náttsett) draumana,
af því að ég hefi aldrei haldið dagbók né ritað mér til
minnis eitt eða annað. Ég byrja þá á draum, sem mig
dreymdi í Reykjavík að vorlagi og sagði ég hann þjóð-
kunnum manni, er ég vaknaði. Hann get eg þess vegna
vottfest, ef þess yrði krafist.
Ég þóttist staddur heima í sveit minni eða héraði og í
anddyri sláturhúss nokkurs. Ég þóttist sjá fjölda dilka-
skrokka hanga þar á krókum, snjóhvíta af feiti og allvæna.
Ég skildi eigi í þessu, því að ég hafði hugmynd um, að
þetta var eigi sá tími árs, sem tilheyrir sláturtíð. Mér þótti
eigandi þessara kroppa vera maður að nafni Jón, sem bjó
á Björgum í Köldukinn og var þá andaður.
Ég var búinn að lofa mér upp í Kjós til að flytja erindi,
þegar þennan draum bar fyrir mig. En mér þótti hann svo
ljötur, að ég hætti við ferðina og sendi mótboð. Ég þótt-
ist fullviss um að óveður væri í nánd og vildi engum
hætta í heimanför, mér né öðrum. Ég vissi af margra ára
reynslu, að þessi eigandi skrokkanna, Jón á Björgum, var
mér fyrir óveðrum ef mig dreymdi hann, og skrokkarnir
ægðu mér í draumnum.
Nú líða fáein dægur 3—5. Þá gerir þá nafntoguðu aust-
an stórhríð, um sumarmálin, sem geysaði einkanlega um
4