Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 13
MORGUNN
7
elskuðu og tignuðu líka margir hinn mikla hertoga lífsins,
sem þrátt fyrir það, að mennimir höfðu hrundið honum
út í þokuna, kom aftur til þeirra til þess að flytja þeim
fagnaðarboðskapinn um Sólarlandið; og Ieyfa þeim að sjá
geislana þaðan lýsa þokumyrkrinu. Já, margir í Þokuland-
inu hafa trúað og treyst á boðskap hans, en ekki allir.
Og þannig er það enn í dag.
Enn heyrast raddir, sem segja: Sólarlandið er ekki til.
Það er ekkert á bak við hina miklu þoku. Aðrir segja:
Dagur kemur eftir dag, öld fylgir öld, og tími er bak við
tíma að eilífu. Stjarna blikar að stjörnubaki í ómælisvídd
órafjarlægða, og rúm lykur um rúm endalaust. Jafnvel
efnið sjálft er eilíft, verður aldrei að engu, breytir aðeins
um form. Og því ætti þá ekkert að vera á bak við hina
miklu þoku? Því ætti þá ekki einnig að vera líf á bak
við líf?
Enn aðrir í Þokulandinu segja eitthvað á þessa leið:
Oss nægja ekki neinar heimspekilegar bollaleggingar um
þessi mál. Oss nægir ekki heldur hin forna sögn um
manninn, sem kom úr þokunni með geisla Sólarlandsins.
Vér viljum sjálfir reyna að sjá og þreifa á því, sem bak
við þokuna býr. Vér viljum sjálfir leita sannana af Sólar-
landinu, ef það á annað borð er mögulegt. Þessir menn
taka síðan að hlusta, hvort þeir heyri ekki neina rödd
utan úr þokunni, og þeir reyna beinlínis að kalla á þá,
sem þangað eru horfnir. Sumir telja sig hafa fengið alveg
óyggjandi svör. Þeir eru ekki framar í minsta vafa um
tilveru Sólarlandsins. Þeir vita, að þar dvelja nú þeir vinir,
sem hurfu í þokuna, muna þá enn, elska þá enn, og biða
þar eftir þeim. Og sú bjarta vissa vekur mönnum heitan
fögnuð enn í dag, engu síður en fyrir 19 öldum, þegar
fyrstu geislar æðri veraldar bárust til hins fámenna læri-
sveinahóps með honum, sem kom með boðskapinn af
Sólarlandinu. Aðrir aftur á móti telja sig að eins hafa heyrt
óljósan óm. Þeir eru enn í vafa um tilveru Sólarlandsins.
Nú er það svo, að skoðanir manna í Þokulandinu eru