Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 60
54
MORGUNN
fjölbreytni og víkka sjóndeildarhring. Og þeir gefa oss
undir fótinn eða þá eggja oss til að fást við ráðgátur. Þó
að mennirnir væru sviftir hæfileikum til að dreyma, mundu
þeir eigi losna við hvötina til að fást við ráðgátur —
meðan einhverjar tægjur eru til í jörðinni af rótunum, sem
forðum voru undir skilningstré góðs og ills.
Ég get eigi séð, að það sé óviturlegra eða hégómlegra
að fást við ráðgátu draumsins, en að leggja sig í líma við
ráðgátu stærðfræði og gátu manntafls — svo að ég nefni
dæmi.
Ég ætla að heilabrot um drauma heyri undir rannsókn
sálfræðilegra málefna.
25. febrúar 1938.
Guðmundur Friðjónsson
Svipur lifandi manns.
Ég undirrituð og vinstúlka min vorum staddar á Hall-
ormsstað, — á ferðalagi um Austur- og Norðurland, þann
24. júlí í sumar. Það var seinnipart dags. Við sátum við
borð í forsal hússins og blöstu forstofudyrnar við okkur.
Heyrðum við þá til aðkomufólks fyrir utan húsið, og fóru
húsbændurnir út til þess að taka á móti þvi. Eftir skamma
stund kemur fólk inn, og þekkjum við þar báðar fyrstan
af aðkomufólkinu, síra Kristinn Danielsson. Var hann yfir-
hafnarlaus og berhöfðaður, eins og hitt fólkið sem á eftir
kom. Leit hann lauslega í kringum sig, eftir að hann var
kominn inn, en gekk síðan rakleitt að dyrum, sem eru
hérumbil andspænis forstofudyrunum. Mistum við þar sjón-
ar af honum. Beindist nú athyglin aftur að forstofudyrun-
um, og sáum við þá að inn voru komnir, Einar H. Kvaran
rithöfundur og ísleifur Jónsson skólastjóri með frúm sínum
Þótti okkur þá eðlilegt, að síra Kristinn væri þarna lika á