Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 84
78
MORGUNN
hafðar eftir einhverjum illa innrættum mótstöðumanni anda-
hyggjunnar eiga vitanlega ekki meiri rétt á að vera tekn-
ar til greina en aðrir sleggjudómar. Þeir sem álíta (sökum
þekkingarskorts) að andahyggjan sé óguðleg (það álíta
hvort sem er engir sem hafa kynst því máli), þeir ættu
að reyna að lesa gaumgæfilega það sem ritað hefir verið
um þau fyrirbrigði, sem gjörast á miðilsfundum, og lesa
svo N. T. á eftir. Ég fullyrði að það er ekki hægt að lesa
hvorttveggja (ef það er gjört af alúð) án þess að finna
skyldleikann; sögur nákvæmlega sama eðlis eru í hvorum-
tveggja ritunum. Ef tími væri til mundi ég hafa komið með
nokkur dæmi máli mínu til stuðnings. En þess er ekki
kostur nú. Ef til vill fæ ég tækifæri síðar til þessa saman-
burðar.
Þar sem ég veit ekki, hvort þið hafið þolinmæði til að
hlusta á mig öllu lengur, þá verð ég að fara að ljúka máli
mínu. En áður en ég hætti ætla ég að segja ykkur frá
einum fundi af mörgum sem ég hefi verið á, og vil með
því reyna að gefa ykkur ofurlitla hugmynd um hvernig
slíkir fundir eru. Þessi miðill sem ég var hjá í þetta skiftið
er líkamninga miðill, og eru því fundirnir haldnir annað
hvort í myrkri eða við rautt ljós. Það er gjört sökum þess
að hjá vel flestum líkamninga miðlum gjörast fyrirbrigðin
alls ekki í björtu. En þó eru til undantekningar frá því.
Ég ætla nú að biðja ykkur að fylgja mér inn í fundarher-
bergið. Það er stofa 5 metra breið og hér um bil 8 metra
löng. Það sem við tökum fyrst eftir er það, að vandlega
hafa verið byrgðir allir gluggar, svo að engin ljósglæta
kemst inn um þá. Niður úr loftinu hangir rafmagnsljós hvítt,
nægilega stórt til að lýsa stofuna vel upp. Úti í einu horni
stofunnar sjáum við tjöld úr dökkleitu efni, þau eru dreg-
in til hliðar en bak við þau sjáum við stól með háu baki,
út frá þessum stól til beggja hliða standa svo stólar í röð
Þessi stólaröð myndar skeifulagaðan hring, sem er breið-
astur um miðjuna en mjórri þegar dregur nær stólnum
ineð háa bakinu. Hér um bil 2Va metra frá tjaldinu, sem