Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 65
MORGUNN 59
ið. Víxlspor frá þessu takmarki leiða til kyrstöðu eða ef
til vill undanhalds.
Það er gamalt íslenzkt orð, að nefna veröldina »reynslu
skóla« Þetta er mikið réttnefni. í þessum skólum eiga
mennirnir að tileinka sér sem mest af þeirri námsgrein,
sem aðalgildi heíir fyrir tilveruna, bæði þessa heims og
annars, kærleikanum. Þeim sem mistekst þessi lærdómur
fer líkt og barni, sem hefir verið svikótt í skólanum. Það
verður sett í neðri bekki næsta skóla sem tekur við á eftir
þessum. Þið munið öll eftir þessum orðum meistarans:
»Elska skalt þú drottinn Guð þinn af öllu hjarta þinu« o. s.
frv. »og náungann eins og sjálfan þig«. Og postuli hans segir
líka: »Sá sem segist elska Guð en hata bróður sinn er
lygari« o. s. frv, Á þessu verður auðsætt, að tilveran i
heild sinni er órjúfanleg. Því að ekki er hægt að brjóta svo
á móti þeim smæsta að ekki sé um leið brotið á móti
þeim hæsta. — Meðvitund góðs og ills er innprentuð í
huga hvers manns með fullu viti, þvi að þó að sú með-
vitund sé misjafnlega viðkvæm, þá er hún þó eigi að síð-
ur til hjá hverjum manni. Þetta hlýtur að stafa af því, að
undirvitund mannsins eða þá einhverjir ósýnilegir verndar-
andar hans, eða hvorttveggja, benda honum á, hvað beri
að velja og hverju að hafna, Alt sem ilt er, hvort sem
það eru hugsanir, orð eða verk, hljóta að stefna í þveröfuga
átt við það, sem mönnum er fyrir beztu.
Sú stefna i trúmálum, sem ég hef mest talað um hér að
framan, andahyggjan, hefir á reiðum höndum svör við
mörgum þeim spurningum, sem maðurinn hefir verið að
glíma við, líklega frá þvi fyrst að hann varð hugsandi vera,
sem sé hvert fer maðurinn eftir dauða jarðneska líkamans
og hvernig er ástand hans og líðan. Eins og ég sagði áð-
an, þá byggja spíritistar þekkingu sína um það, hvernig
líðan og ástand framliðinna manna er, eingöngu á sögu-
sögnum þeirra, sem reynt hafa þá breytingu, sem nefnd er
dauði og svo á sögusögnum þeirra, sem hafa þá hæfileika
að geta farið sálförum, sem svo er kallað. Ég veit að