Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 62
56
MORGUNN
enn opinberlega. Hún hafði ágætt samband við annan
heim. Öruggar, góðar og vitrar verur höfðu tekið hana
að sér, leiðbeindu henni í daglegu lífi hennar og gerðu
vart við sig á fundum, sem með henni voru haldnir, oft
með ágætum sannana-árangri. Þrátt fyrir það átti hún altaf
við efasemdir að stríða. Það var eins og hennar göfuga,
yfirlætislausa, hógværa sál ætti örðugt með að átta sig á
því, að svo mikið væri haft við sig að fela sér að vera
boðberi milli heimanna — sem hún áreiðanlega var, svo
að í því efni tókst hpnni stundum að vinna góðverk, sem
útvöldum guðs þjónum einum er falið.
Það ræður að líkindum að við, sem mest höfum notið
hæfileika hennar og góðvildar, söknum hennar sárt. Við
getum ekki við því gert, að við horfum angurværir á
það skarð, sem höggvið hefir verið í okkar hóp. En vafa-
laust er hér einkum tilefni til samfagnaðar.
Björg Havsteen var orðin nokkuð roskin kona, komin á
sjötugsaldur; hún virtist heldur þunglynd kona, og senni-
lega hefði henni orðið mjög þungbært að lifa við örkuml,
eins og allar líkur eru til að hefði orðið hennar hlutskipti,
ef hún hefði lifað af þetta mikla slys, sem hún varð fyrir.
Hún var ekki kvíðalaus við einstæðingsskap ellinnar. Henni
auðnaðist að hljóta trúrra þjóna verðlaun, án þess að neitt
það þjáði hana, sem hún kveið fyrir — og þau verðlaun
efast ég ekki eitt augnablk um, að hún hafi hlotið, því að
öllum vildi hún gott gera — enda höfum við þegar feng-
ið vitneskju um glæsilega heimkomu hennar.
Ég efast ekki heldur um, að það hafi verið fagnaðar-
fundur, þegar hún hitti í hinni nýju tilveru sinni þær góðu
og göfugu, okkur ósýnilegu verur, sem höfðu látið sér svo
ant um hana í jarðlífi hennar, og hún fékk vissu, sem jafn-
vel hún gat ekki á móti mælt, að allar hennar efasemdir
voru um skör fram.
Nú styðja og vernda þessar verur hana á framfarabraut-
inni, og vafalaust ótal margir aðrir þjónar guðs, þeir »þjón-