Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 78
72
MORGUNN
tækifæri til að Iáta ástvini sína hér á jörðinni vita, hvern-
ig sér líði og láta þá vita, að hann er þeim nálægur. —
Ég ætla að koma með ofurlítið dæmi. Við skulum segja
að móðir hafi verið tekin burt frá ungum börnum sínurn,
sem harma mjög missi hennar, og þau álykta svo í barns-
legri einfeldni sinni, að varla geti nú Guð verið góður
fyrst hann hafi farið að taka mömmu frá sér. Getið þið nú
látið ykkur detta í hug, að það sé móðurinni skaðlegt, eða
henni sé gjört ilt með því, að gefa henni tækifæri til að
láta börnin sín vita, að hún líti eftir þeim og elski þau
eins og áður? Finst ykkur ekki skiljanlegra, að það hljóti
að vera einhver mesti velgjörningur, sem hægt er að gjöra
henni? Eða þá vesalings litlu móðurlausu börnin. Haldið
þið ekki að þau verði sælli ef þau vita að mamma elskar
þau eins og áður og vakir yfir þeim? Haldið þið ekki að
þeim muni finnast einstæðingsskapur sinn minni, ef þau
vita að mamma strýkur kinnarnar þeirra og kyssir þau á
hverju kvöldi áður en þau fara að sofa, að ég nú ekki
tali um ef þau fá að sjá hana og heyra hana tala. Ef þið
hefðuð eins oft séð barnsaugu geislandi af gleði við end-
urminninguna um elskaða móður og af fullvissunni um ná-
lægð hennar, eins og ég hefi séð, þá munduð þið ekki
neitt efa orð mín. Og hvernig ætti það svo að vera rösk-
un á friði móðurinnar, að fá tækifæri til að gleðja börnin sín.
Eins og öll sönn ást birtist ekki fegurst i því, að gjöra þá sælli
sem menn elska. Eða hvernig getur ykkur dottið í hug að
það sé rangt og illa gjört, að sýna eftirlifandi ástvinum
(með þeim rökum sem þeir taka gild), að ástvinir þeirra séu
áreiðanlega lifandi, og láti sér ant um þá engu síður en áður.
Nei vinir mínir, það er ákaflega mikill misskilningur, ef
þið haldið, að framliðnum mönnum sé gjört ilt með sam-
bandinu við okkar heim, og ég vil bæta þvi við sem
minni eigin reynslu, að ég hygg að framliðnir menn leggi
eins mikið kapp á að komast í samband við okkar heim,
eins og við hérnamegin að komast i samband við þá.
Ég vil í þessu sambandi minna ykkur á frásögnina um