Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 69
MORGUNN
63
að fallast á þá skýringu, sem fyrirbrigðin gáfu sjálf, að þau
stöfuðu frá framliðnum mönnum, eða þá að játa að þeir
gætu ekki skýrt uppruna þeirra. Og vitanlega voru miklu
fleiri sem tóku þann kostinn. Það má segja að svo sé enn
í dag. Þeir sem ekki geta fallist á þá skýringu, sem fyrir-
brigðin gefa sjálf, verða að játa, að þeir geti ekki skýrt
þau með neinu, sem takandi er mark á. Þetta er þá í stuttu
máli fyrsti visir til rannsókna á dularfullum fyrirbrigðum
nútímans. En nú fara brátt að koma fleiri aðferðir við
þessar rannsóknir. Skygnigáfa sem ekki þarf að lýsa, því
að hana þekkja allir. Dásvefnstal sem eg get ekki sagt
með vissu um, hvenær fregnir frá öðrum heimi fóru að
koma í gegnum miðla á þann hátt. En eftir því sem fróð-
ir menn telja er sú aðferð mjög gömul; þeir þykjast geta
fundið það út úr frásögnum biblíunnar, sem ótvírætt bendi i þá
átt, að menn á þeim dögum hafi komist í það ástand, sem
nú er nefnt trance eða dásvefni.
í þessu ástandi koma fram hjá miðlinum ýmsir þeir
eiginleikar og gáfur, sem miðillinn á ekkert til af í venju-
legu ástandi. T. d. má nefna, að þeir tala oft þau tungu-
mál, sem þeir í vöku skilja ekki eitt orð í, sýna sérþekk-
ingu í ýmsum fræðigreinum, sem eru þeim óþekktar o. s.
frv. Enda er fullyrt að miðillinn ráði ekkert við þetta,
heldur séu það menn af öðrum sviðum tilverunnar, sem
hafa þá tekið stjórn á líkama hans á meðan, og láti hann
framkvæma það til orða og verka sem þeim sýnist. Hvað
sem nú þessari skýringu líður, þá er þó eitt víst, að mið-
ill í dásvefnsástandi verður oft einkennilega ólíkur sjálfum
sér, en Iíkur þeim manni eins og hann var í jarðlífi sínu,
sem hann er sagður þjóna i það og það skiftið, bæði hvað
málróm og alla framkomu snerti. Hann sýnir oft alveg
ótrúlega þekkingu á málefnum þeirrar fjölskyldu, sem hann
telur sig vera úr. Og hann kemur oft með leyndarmál sem
engum voru kunn, nema þeim manni, sem hann segist
vera, en við nána rannsókn reynast alveg eins og hann
segir. Og þetta alt engu siður þótt miðillinn viti engin