Morgunn - 01.12.1941, Blaðsíða 8
106
MORGUNN
hafði séð, en allt stendur heima, er þriðji maður, sem ekk-
ert vissi um samtal okkar M., fer að lýsa og segja frá
móður sinni. Mér finnst erfitt að finna aðra lausn en þá,
að gamla konan hafi verið þarna sjálf, ákveðin í því að
nota tækifærið til þess að koma skeyti til sonar síns og
ef til vill fleiri vina.
Ég efast oft, já, ef til vill allt of oft, um það, að sýnir
mínar verði ekki til í hugsun minni, séu mín eigin hug-
smíð, en er ég sé svona sýnir, get ég ekki annað en vís-
að þeirri hugsun á bug.
Getur ekki verið, að lýsingin á gamla manninum, er
ég aðeins drap á í upphafi, hafi líka verið rétt, þó að M.
tækist ekki að hafa upp á því, slíkt kemur oft fyrir. Ég
á nú eftir að eins að drepa á síðara samtalið, en um það
farast M. orð á þessa leið: „Þér sáuð hjá mér systur
mína, sem er dáin. Þér sáuð hana í rúmi, og tölduð að
hún hefði dáið af barnsförum. Þetta er alveg rétt. En
þér sáuð einnig ljósmóðurina, sem hjá henni var, en
sögðuð jafnframt að hún væri lifandi, sem líka er rétt.
Þekkti ég hana vel af lýsingu yðar“.
Ég hefi ekki sagt minna frá síðara samtalinu, af því
að mér fyndist minna í það varið, nei, þvert á móti. En
bæði var það, að í hinu síðara var mest samtalið eða
iýsingarnar þannig, að það var meira virði fyrir M. en
aðra, en þó sérstaklega þetta, að í því fyrra var ég að
draga fram þessi sérstöku atriði, sem ég hefi minnzt á
áður, sem sé þau, hvaða líkindi voru til að ég hefði bú-
ið til allt, sem ég sagði um gömlu konuna.
Var hún sálsjúk?
Það, sem ég ætla nú að segja ykkur, er af skyggni- og
samtalsfundi, er ég hélt 12. október 1932.
í bréfi, er ég fékk frá konu þeirri, er ég átti samtalið
við, staðfestir hún flestallt af því, sem okkur fór á milli-
Af ýmsum ástæðum, gat ég ekki birt þetta þá, en nú er
ég fór að blaða í gömlum blöðum mínum, fann ég þetta.