Morgunn


Morgunn - 01.12.1941, Blaðsíða 8

Morgunn - 01.12.1941, Blaðsíða 8
106 MORGUNN hafði séð, en allt stendur heima, er þriðji maður, sem ekk- ert vissi um samtal okkar M., fer að lýsa og segja frá móður sinni. Mér finnst erfitt að finna aðra lausn en þá, að gamla konan hafi verið þarna sjálf, ákveðin í því að nota tækifærið til þess að koma skeyti til sonar síns og ef til vill fleiri vina. Ég efast oft, já, ef til vill allt of oft, um það, að sýnir mínar verði ekki til í hugsun minni, séu mín eigin hug- smíð, en er ég sé svona sýnir, get ég ekki annað en vís- að þeirri hugsun á bug. Getur ekki verið, að lýsingin á gamla manninum, er ég aðeins drap á í upphafi, hafi líka verið rétt, þó að M. tækist ekki að hafa upp á því, slíkt kemur oft fyrir. Ég á nú eftir að eins að drepa á síðara samtalið, en um það farast M. orð á þessa leið: „Þér sáuð hjá mér systur mína, sem er dáin. Þér sáuð hana í rúmi, og tölduð að hún hefði dáið af barnsförum. Þetta er alveg rétt. En þér sáuð einnig ljósmóðurina, sem hjá henni var, en sögðuð jafnframt að hún væri lifandi, sem líka er rétt. Þekkti ég hana vel af lýsingu yðar“. Ég hefi ekki sagt minna frá síðara samtalinu, af því að mér fyndist minna í það varið, nei, þvert á móti. En bæði var það, að í hinu síðara var mest samtalið eða iýsingarnar þannig, að það var meira virði fyrir M. en aðra, en þó sérstaklega þetta, að í því fyrra var ég að draga fram þessi sérstöku atriði, sem ég hefi minnzt á áður, sem sé þau, hvaða líkindi voru til að ég hefði bú- ið til allt, sem ég sagði um gömlu konuna. Var hún sálsjúk? Það, sem ég ætla nú að segja ykkur, er af skyggni- og samtalsfundi, er ég hélt 12. október 1932. í bréfi, er ég fékk frá konu þeirri, er ég átti samtalið við, staðfestir hún flestallt af því, sem okkur fór á milli- Af ýmsum ástæðum, gat ég ekki birt þetta þá, en nú er ég fór að blaða í gömlum blöðum mínum, fann ég þetta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.