Morgunn - 01.12.1941, Side 70
168
MORGUNN
látsfregn Waldimars Fischers, sem andaðist skömmu áð-
ur en draumarnir byrjuðu.
Reykjavík, Seljavegur 29, þ. 10. marz 1940.
Jóhannes Stefánsson,
Ég undirritaður eiginmaður Vilborgar og bróðir Matt-
hildar, sem að framan eru nefndar, var þessu kunnugur
samtímis og frá fyrstu hendi, og votta, að hér er nákvæm-
lega rétt frá öllu skýrt.
Bjarni Þorkelsson,
skipasmiður.
Morðið á serbnesku konungshjónunum 1903
og spádómar um það.
Langsamlega flestir af spádómum Gamla testamentis-
ins snúast um konunga og konungsríki og svo hefir verið
fram til síðustu tíma. Skýringin er sjálfsagt sú að í höll-
um konunga og fursta hafa örlög þjóðanna verið ráðin
frekar en á öðrum stöðum; en reynslan er sú að í þau fáu
skipti, sem mönnunum tekst að lyfta hulunni frá leyndar-
dómum hins ókomna, eru það helzt stóru viðburðirnir,
sem augað festir á.
í tímariti sínu Review of Reviews og í Light birti Mr.
Stead merkilega miðilsspá um morð konungshjónanna í
Serbíu, árið 1903. Hann rétti frú Burchell lokað umslag,
sem geymdi eiginhandarundirskrift Serbakonungs og eft-
ir að hafa handfarið það nokkurum sinnum sagði hún:
„Þetta tilheyrir konunglegri persónu“. Því næst varð hún
mjög óróleg og sagði: „Ég sé inn í höllina, ég sé konung-