Morgunn - 01.12.1941, Qupperneq 68
166
MORGUNN
Annað fyrirbrigðið, það að Oddur, sem þá er í Höfn,
sýnir séra Gísla, sem síðar varð biskup, heim til hans í
Selárdal á íslandi, og- notar til þess „stein“, er nú á tím-
um kallað krystalls-skyggni. Sumir miðlar nota krystall
og segjast betur „sjá“ í honum en með berum augum, bæði
atburði, sem eru að gerast, og eins þá, sem liðnir eru og
ókomnir. Eitt frægasta dæmi krystalls-skyggninnar er
það, þegar Mr. Home, sem staddur var á franska bað-
staðnum Dieppe, sá í krystal morð Lincolns Bandaríkja-
forseta.
Frásögnin um hrafninn og það, að Oddur segir fyrir
dauða sinn og með hverjum atburðum hann muni verða,
eru aftur dæmi um hreinar forspár.
J. A.
Draumar fyrir nafnvitjun.
Árið 1888 var ég búsettur í Ólafsvík. í desembermán-
uði það ár dreymir konu mína, sem þá var barnshafandi,
að Waldimar Fischer, kaupmaður í Reykjavík, var þar
kominn. Ég hafði unnið hjá honum ungur í Reykjavík, en
kona mín, sem var dóttir Þorsteins Hjálmarssonar pró-
fasts í Hítardal, er var vinur Fischers, hafði verið í Kaup-
mannahöfn og Fischer þá haft fjárhald hennar og umsjón,
svo að hann þekkti okkur bæði.
Hún þykist spyrja Fischer, hvernig því víki við, að hann
sé þar kominn um hávetur, hvort hann hafi ekki farið til
Kaupmannahafnar í haust eins og hann sé vanur. Hann
kveður svo vera. Hún spyr um erindi hans og hve lengi
hann mun dvelja hér. Hann kveðst munu verða fram yfir