Morgunn - 01.12.1941, Side 5
MORGUN N
103
Konan í eldinum.
Það var á síðari hluta ársins 1932, að stúlka, sem ég
kalla M., hringdi til mín og bað mig um viðtal. Ég tiltók
hvenær hún mætti koma. Á tilsettum tíma kom hún, og
sagði að erindið væri að tala um dulræn efni, og vita hvort
ég sæi nokkuð hjá sér. Er við höfðum setið og rætt saman
litla stund, opnast mér sýn og sé ég greinilega hjá henni
gamlan mann. Lýsi ég honum nokkuð, en hún kannast
ekki við hann og hverfur hann von bráðar.
Þá sé ég hjá henni fullorðna konu og er hún ákaflega
sterk og greinileg. Ég set hér lýsinguna, eins og ég sagði
hana frk. M. og hún síðar staðfesti rétta í öllum at-
riðum, eins og ég mun geta um síðar.
,,Það stendur'hjá yður fullorðin kona, á að gizka um
sjötugt. Hún er í hærra lagi en frekar grönn. Hún er með
grá augu, háar miklar augabrúnir, hakan er niðurmjó,
annað munnvikið hallast dálítið niður. Þá er hún talar
virðist hún hafa haft þann vana, að halla höfðinu lítið
eitt til hliðar. Hún hefir langa handleggi og fingurnir eru
nokkuð mjóir. Nú bregður hún upp mynd af bæ. Hann
er mjög lítilfjörlegur og hrörlegur torfbær, næstum því
niðurgrafinn. Hann er lágur og aftan við hann er þver-
bygging. Bær þessi stendur á sléttlendi, en í nokkurri
fjarlægð eru fjöll“.
Allt í einu hrekk ég mikið við, M. hefir orð á þessu og
spyr hvers ég verði nú var. Ég sé að eldblossar gjósa upp
kringum konuna, hún stendur í ljósum loga, og fyrir því
varð mér nokkuð bilt við. Ég segi M. frá þessu, en hún
kannast ekki við neitt.
Þetta hverfur jafnskjótt og það kom. „Nú kemur hún
í sirstreyju, nokkuð slitinni og upplitaðri“.
M. getur ekki þekkt konuna, en minnir samt að hún
kannist við sirstreyjuna. Annað atriði var einnig, sem
gaf henni nokkuð til kynna að verið gæti, að þetta væri
móðir mágs hennar, en hana hafði M. aðeins séð í svip
einu sinni. En þetta síðara atriði er ekki hægt að setja hér,
8*