Morgunn


Morgunn - 01.12.1941, Page 36

Morgunn - 01.12.1941, Page 36
134 M O R G U N N farið fram hjá efnafræðingum og eðlisfræðingum, við athuganir þeirra og rannsóknir; og enn fremur, að við sjaldgæf skilyrði geti það fengið þá líking við fast efni, að byrgja fyrir innrauða geisla. Ef vér hugsum oss einn- ig, að við skilyrði, sem sjaldan koma fyrir, geti það haft áhrif á sjónfæri vor, ef til vill aðeins þeirra manna, sem meira en venjulega eru móttækilegir fyrir þau áhrif, þá gæti það hjálpað til að fá skýring á svipum og tvífara- fyrirbrigðum. Þannig eru sterk rök að því að hugsa sér, að til sé ósnertanlegt, ósýnilegt eitthvað. Af því að ég hef ekki betra nafn, vil ég nefna það „annars-heims efni“. Nú mætti spyrja, hverja eiginleika sé líklegt, að þetta efni hafi auk þess að vera óþreifanlegt og ósýnilegt? Ég sé enga ástæðu til að hugsa, að það sé breytingarlaust, starflaust og myndlaust, það væri gagnstætt reynslu. Vér þekkjum efni í þremur myndum — fast, fljótandi og loftkennd og eru þau mismunandi skynjanleg, fyrir skil- vit vor. Föst efni eru ávallt þreifanleg og sjaldan ósýni- leg. Fljótandi efni eru minna þreifanleg og oftar ósýni- leg. Lofttegundir eru sjaldan sýnilegar og oft óþreifan- legar eins og t. d. logn. En þau eru ekki í sömu röð mis- munandi hæf til að verða hluti í efnasambandi, þvert á móti eru lofttegundirnar — súrefni, vatnsefni og köfnun- arefni — aðal samsetningarefni í hinum samansettu öreindum (molekul) lifandi efnis. Þess vegna er engin ástæða til að ætla, að „annars-heims efnið“ muni vera miður hæft til að ganga í samefna- myndun heldur en þær myndir efnis, sem vér skynjum. Og eins og hinar þrjár myndir efnis, sem vér skynjum, eiga sinn þátt í bygging og starfsemi líffæra, þannig get- um vér gert ráð fyrir, að „annars-heims efnið“ eigi þar einnig sinn þátt, og til hægðarauka vil ég nefna þennan óþreifanlega hluta í líffærabyggingunni „annars-heims efnisauka“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.