Morgunn - 01.12.1941, Qupperneq 57
MORGUNN
155
Lára hefði getað séð þessa bók mína eða handleikið hana,
áður en hún sagði frá sýn sinni.
2. Silkisvuntan.
í ágústmánuði 1939 mætti ég á götu Maríu Guðmunds-
dóttur húsfreyju að Skálanesi, en það er yzti bær við
Seyðisfjörð sunnanverðan, og bað hún mig um að fá að
sitja miðilsfund hjá frú Láru þá um kvöldið.
Á fundinum þetta kvöld ávarpaði vera sú, er iðulega
talar af vörum miðilsins og nefnir sig Mínervu, konu þessa.
Kveðst hún hafa komið heim til hennar þá um daginn og
lýsir ýmsu þar heima. Að lokum segir hún: ,,Og þú fórst
að snúa við, auminginn minn, eftir að þú varst lögð af
stað hingað, til þess að hafa svuntuskipti“, og svo hló hún
mjög dátt. Þetta reyndist rétt. Konan játaði, að hún hefði
snúið við í túnjaðrinum, og farið heim aftur til þess að
skipta um svuntu.
Þess skal geta, að frá Seyðisfjarðarkaupstað að Skála-
nesi er hér um bil 15 km. vegur og að þangað sést ekki úr
kaupstaðnum.
3. Peningarnir.
Á skyggnifundi hjá frú Láru á Seyðisfirði 1939 var
meðal annarra staddur Jóhannes Arngrímsson bæjarfó-
getaskrifari. Miðillinn kvaðst sjá hjá honum ungan mann,
og þóttist Jóhannes eftir lýsingu að dæma þekkja þar bróð-
ur sinn látinn. Síðan segist miðillinn sjá þá báða ganga
heim að litlu húsi, fara þar inn í stofu, og lýsti hún bæði
húsinu og herbergjaskipun þar allgreinilega, og virtist
lýsingin eiga við hús Jóhannesar, en þangað hafði miðill-
inn aldrei komið. Sér hún nú bræðurna ganga að skrif-
borði, er var í stofunni, og opna miðskúffu borðsins. I
skúffunni sér hún bréf og ýmislegt dót, þar á meðal skrif-
blýant, er muni vera eitthvað bilaður. Nú tekur hinn fram-
liðni bréf upp úr skúffunni, og miðillinn kveðst heyra